Borgarfulltrúi meðal mótmælenda fyrir utan Tesla Jón Ísak Ragnarsson skrifar 22. mars 2025 16:25 „Flautaðu ef þú hatar fasisma“ stendur á skilti sem Alexandra Briem borgarfulltrúi Pírata heldur á. Vísir/Lýður Hópur fólks safnaðist saman í dag fyrir utan Tesla-umboðið í Vatnagörðum í Reykjavík. Borgarfulltrúi Pírata flutti ræðu. Af myndum að dæma voru um tíu til fimmtán manns á staðnum. Skipuleggjendur mótmælanna eru hópur sem kallar sig Save democracy Iceland (Björgum lýðræðinu Ísland). Í tilkynningu frá skipuleggjendum mótmælanna, sem er á ensku, segir að hópurinn sé grasrótarhópur sem hafi orðið til á Facebook í ljósi alls sem hefur gerst síðan Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna. Hópurinn sé andsvar við ógn fasískra afla sem séu á uppleið um heim allan. Þá segir jafnframt að mótmælin séu liður í Tesla Takedown hreyfingunni. Útiloka engan „Við útilokum engan og bjóðum alla velkomna sem deila lýðræðislegum gildum okkar, frelsishugsjónum og jafnréttissjónarmiðum,“ segir í tilkynningunni. „Hvað mig varðar var ég beðin um að koma þangað og halda ræðu. Ég vildi bara nota tækifærið til þess að mótmæla því hvernig Elon Musk hefur verið að beita sér í heiminum gegn trans fólki, og gegn lýðræði í Bandaríkjunum og heiminum,“ segir Alexandra Briem. Ekkert á móti umboðinu Alexandra segir nauðsynlegt að beita sér gegn fyrirtækjum sem auðgi Musk, í ljósi þess að hann beiti sér gegn lýðræði og mannréttindum. Hann sé hvað þekktastur sem talsmaður og aðaleigandi Tesla. „Ég hef ekkert á móti umboðinu hérlendis eða starfsfólkinu þar eða fólki sem keyrir á Teslu. En núna eru þessir hlutir orðnir ljósir, hversu afgerandi slæmur hann er, og fólk þarf að fara gera upp hug sinn hvort fólki þyki þetta í lagi,“ segir Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata. Hópurinn stóð fyrir utan umboðið í Vatnagörðum milli 14 og 16.Vísir/Viktor Freyr „Ojj. Teslur eru ógeðslegar núna,“ segir á skiltinu.Vísir/Lýður Vísir/Lýður „Tesla fjármagnar fasisma“ segir þessi. Vísir/Lýður „Sendum Elon Musk úr landi“ segir þessi.Vísir/Lýður Tesla Borgarstjórn Reykjavík Donald Trump Elon Musk Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Í tilkynningu frá skipuleggjendum mótmælanna, sem er á ensku, segir að hópurinn sé grasrótarhópur sem hafi orðið til á Facebook í ljósi alls sem hefur gerst síðan Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna. Hópurinn sé andsvar við ógn fasískra afla sem séu á uppleið um heim allan. Þá segir jafnframt að mótmælin séu liður í Tesla Takedown hreyfingunni. Útiloka engan „Við útilokum engan og bjóðum alla velkomna sem deila lýðræðislegum gildum okkar, frelsishugsjónum og jafnréttissjónarmiðum,“ segir í tilkynningunni. „Hvað mig varðar var ég beðin um að koma þangað og halda ræðu. Ég vildi bara nota tækifærið til þess að mótmæla því hvernig Elon Musk hefur verið að beita sér í heiminum gegn trans fólki, og gegn lýðræði í Bandaríkjunum og heiminum,“ segir Alexandra Briem. Ekkert á móti umboðinu Alexandra segir nauðsynlegt að beita sér gegn fyrirtækjum sem auðgi Musk, í ljósi þess að hann beiti sér gegn lýðræði og mannréttindum. Hann sé hvað þekktastur sem talsmaður og aðaleigandi Tesla. „Ég hef ekkert á móti umboðinu hérlendis eða starfsfólkinu þar eða fólki sem keyrir á Teslu. En núna eru þessir hlutir orðnir ljósir, hversu afgerandi slæmur hann er, og fólk þarf að fara gera upp hug sinn hvort fólki þyki þetta í lagi,“ segir Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata. Hópurinn stóð fyrir utan umboðið í Vatnagörðum milli 14 og 16.Vísir/Viktor Freyr „Ojj. Teslur eru ógeðslegar núna,“ segir á skiltinu.Vísir/Lýður Vísir/Lýður „Tesla fjármagnar fasisma“ segir þessi. Vísir/Lýður „Sendum Elon Musk úr landi“ segir þessi.Vísir/Lýður
Tesla Borgarstjórn Reykjavík Donald Trump Elon Musk Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira