Felldi tár þegar hætt var við áformin í bakgarðinum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. mars 2025 13:10 Arndís Kjartansdóttir, íbúi á völlunum í Hafnarfirði, segist hafa upplifað mikinn létti þegar fregnir bárust af því að Carbfix væri hætt við uppbyggingu í Hafnarfirði. Vísir/Einar Íbúi í Hafnarfirði segist hafa fellt tár þegar fregnir bárust af því í gær að Carbfix væri hætt við áform um kolefnisförgunarstöðina Coda Terminal í Straumsvík. Léttirinn hafi verið gríðarlegur. „Það var gríðarlegur léttir í gær, ég ætla bara ekki að lýsa því. Tár streymdu, það var svo mikill léttir. Þetta er búin að vera tíu mánaða löng barátta og loksins, hættu þeir við verkefnið og léttirinn var gríðarlegur,“ segir Arndís Kjartansdóttir, íbúi á Völlunum. Hávær andstaða gegn verkefninu hefur verið hjá hluta bæjarbúa í Hafnarfirði. Þeir hafa meðal annars llýst áhyggjum af nálægð niðurdælingarborholna við íbúabyggð á völlunum. Í áliti Skipulagsstofnunar um verkefnið kemur fram að niðurdælingin væri ekki líkleg til þess að valda skjálftavirkna eða skaða vatnsból, en það sefaði ekki áhyggjur íbúa. Formaður Loftslagsráðs lýsti því í haust að hann teldi að umræða um verkefnið hafi farið út af sporinu og að Carbfix-tæknin sé eitt merkasta framlag Íslands til loftslagsbaráttunnar. Gagnrýni á hvernig staðið var að verkinu „Það var farið af stað í þetta verkefni án samráðs við íbúa í bænum. Það kann aldrei góðri lukku að stýra ef ekki er talað við íbúa sem búa á svæðinu og mjög nálægt þessu stóra verkefni,“ segir Arndís. „Það er ekkert skrítið að íbúar séu uggandi þegar svona stórt verkefni á ferðinni. Þetta snýst ekki um gagnrýni á loftslagsmál eða að fólk vilji ekki taka þátt í því að hafa góð áhrif á loftslagið og breyta því. Þetta snýr miklu meira að því hvernig staðið var að verkefninu og staðsetningu verkefnisins.“ Bæjarstjóri og formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar lýsti efasemdum um verkefnið á dögunum og sagði framkvæmdastýra Carfix í gær að minnkandi stuðningur bæjarbúa hafi verið eina ástæða þess að hætt var við verkefnið. „Við vorum farin að fá bara kvíða yfir því að þurfa að standa í kosningabaráttu á móti stórfyriræki og Reykjavík með milljónir í vösunum. Við erum bara venjulegt fólk. Það er rosa gott að vita að páskarnir og sumarið fari ekki í kosningabaráttu,“ segir Arndís. Coda Terminal Hafnarfjörður Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Carbfix er hætt við áform um kolefnisförgunarstöðina Coda Terminal í Straumsvík í Hafnarfirði. Framkvæmdastýra fyrirtækisins segir forsendur fyrir verkefninu brostnar að svo komnu og það ætli að beina kröftum sínum annað. 21. mars 2025 15:21 Umhverfismat Coda Terminal í Straumsvík Carbfix fagnar því að umhverfismat Coda Terminal, sem er móttöku- og geymslustöð fyrir koldíoxíð (CO2) í Straumsvík sé komið í opið kynningarferli eftir um það bil tveggja ára undirbúning og vinnu. Coda Terminal tekur á móti CO2 sem fangað er frá iðnaði og ekki er hægt að útrýma með orkuskiptum (e. hard to abate). 30. maí 2024 14:01 Afhentu bæjarstjóra undirskriftalista vegna Coda Terminal Íbúar í Hafnarfirði afhentu Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra undirskriftalista í gær þar sem 6090 manns skoruðu á bæjarstjórn að falla frá áformum um Coda Terminal verkefnið eða setja það í íbúakosningu. 15. ágúst 2024 10:13 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
„Það var gríðarlegur léttir í gær, ég ætla bara ekki að lýsa því. Tár streymdu, það var svo mikill léttir. Þetta er búin að vera tíu mánaða löng barátta og loksins, hættu þeir við verkefnið og léttirinn var gríðarlegur,“ segir Arndís Kjartansdóttir, íbúi á Völlunum. Hávær andstaða gegn verkefninu hefur verið hjá hluta bæjarbúa í Hafnarfirði. Þeir hafa meðal annars llýst áhyggjum af nálægð niðurdælingarborholna við íbúabyggð á völlunum. Í áliti Skipulagsstofnunar um verkefnið kemur fram að niðurdælingin væri ekki líkleg til þess að valda skjálftavirkna eða skaða vatnsból, en það sefaði ekki áhyggjur íbúa. Formaður Loftslagsráðs lýsti því í haust að hann teldi að umræða um verkefnið hafi farið út af sporinu og að Carbfix-tæknin sé eitt merkasta framlag Íslands til loftslagsbaráttunnar. Gagnrýni á hvernig staðið var að verkinu „Það var farið af stað í þetta verkefni án samráðs við íbúa í bænum. Það kann aldrei góðri lukku að stýra ef ekki er talað við íbúa sem búa á svæðinu og mjög nálægt þessu stóra verkefni,“ segir Arndís. „Það er ekkert skrítið að íbúar séu uggandi þegar svona stórt verkefni á ferðinni. Þetta snýst ekki um gagnrýni á loftslagsmál eða að fólk vilji ekki taka þátt í því að hafa góð áhrif á loftslagið og breyta því. Þetta snýr miklu meira að því hvernig staðið var að verkefninu og staðsetningu verkefnisins.“ Bæjarstjóri og formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar lýsti efasemdum um verkefnið á dögunum og sagði framkvæmdastýra Carfix í gær að minnkandi stuðningur bæjarbúa hafi verið eina ástæða þess að hætt var við verkefnið. „Við vorum farin að fá bara kvíða yfir því að þurfa að standa í kosningabaráttu á móti stórfyriræki og Reykjavík með milljónir í vösunum. Við erum bara venjulegt fólk. Það er rosa gott að vita að páskarnir og sumarið fari ekki í kosningabaráttu,“ segir Arndís.
Coda Terminal Hafnarfjörður Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Carbfix er hætt við áform um kolefnisförgunarstöðina Coda Terminal í Straumsvík í Hafnarfirði. Framkvæmdastýra fyrirtækisins segir forsendur fyrir verkefninu brostnar að svo komnu og það ætli að beina kröftum sínum annað. 21. mars 2025 15:21 Umhverfismat Coda Terminal í Straumsvík Carbfix fagnar því að umhverfismat Coda Terminal, sem er móttöku- og geymslustöð fyrir koldíoxíð (CO2) í Straumsvík sé komið í opið kynningarferli eftir um það bil tveggja ára undirbúning og vinnu. Coda Terminal tekur á móti CO2 sem fangað er frá iðnaði og ekki er hægt að útrýma með orkuskiptum (e. hard to abate). 30. maí 2024 14:01 Afhentu bæjarstjóra undirskriftalista vegna Coda Terminal Íbúar í Hafnarfirði afhentu Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra undirskriftalista í gær þar sem 6090 manns skoruðu á bæjarstjórn að falla frá áformum um Coda Terminal verkefnið eða setja það í íbúakosningu. 15. ágúst 2024 10:13 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Carbfix er hætt við áform um kolefnisförgunarstöðina Coda Terminal í Straumsvík í Hafnarfirði. Framkvæmdastýra fyrirtækisins segir forsendur fyrir verkefninu brostnar að svo komnu og það ætli að beina kröftum sínum annað. 21. mars 2025 15:21
Umhverfismat Coda Terminal í Straumsvík Carbfix fagnar því að umhverfismat Coda Terminal, sem er móttöku- og geymslustöð fyrir koldíoxíð (CO2) í Straumsvík sé komið í opið kynningarferli eftir um það bil tveggja ára undirbúning og vinnu. Coda Terminal tekur á móti CO2 sem fangað er frá iðnaði og ekki er hægt að útrýma með orkuskiptum (e. hard to abate). 30. maí 2024 14:01
Afhentu bæjarstjóra undirskriftalista vegna Coda Terminal Íbúar í Hafnarfirði afhentu Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra undirskriftalista í gær þar sem 6090 manns skoruðu á bæjarstjórn að falla frá áformum um Coda Terminal verkefnið eða setja það í íbúakosningu. 15. ágúst 2024 10:13