Skoraði í fyrsta landsleiknum Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. mars 2025 22:00 Hinn átján ára gamli Myles Lewis-Skelly hefur skotist upp á stjörnuhimininn síðustu mánuði. Alex Livesey - Danehouse/Getty Images England vann 2-0 á Wembley gegn Albaníu í undankeppni HM 2026. Þetta var fyrsti leikur Englendinga undir stjórn Tomas Tuchel. Hinn átján ára gamli Myles Lewis-Skelly skoraði opnunarmarkið, í sínum fyrsta landsleik, Harry Kane bætti svo við í seinni hálfleik. Lewis-Skelly og Dan Burn fengu báðir sæti í byrjunarliðinu en þeir tveir eru nýliðar í enska landsliðshópnum. Sá fyrrnefndi þakkaði traustið eftir aðeins tuttugu mínútna leik. Sá síðarnefndi var næstum því búinn að skora líka, en skallinn skoppaði af slánni. Harry Kane skoraði annað mark Englands á 77. mínútu, hann fékk boltann í vítateignum frá Declan Rice, sneri og skaut í netið. England tyllir sér þar með í toppsæti K-riðilsins í undankeppni HM. Lettland er með jafnmörg stig eftir 1-0 sigur gegn Andorra í kvöld. Serbía er svo fimmta lið riðilsins en Serbarnir spila í Þjóðadeildinni í þessum landsleikjaglugga. Þjóðadeild karla í fótbolta
England vann 2-0 á Wembley gegn Albaníu í undankeppni HM 2026. Þetta var fyrsti leikur Englendinga undir stjórn Tomas Tuchel. Hinn átján ára gamli Myles Lewis-Skelly skoraði opnunarmarkið, í sínum fyrsta landsleik, Harry Kane bætti svo við í seinni hálfleik. Lewis-Skelly og Dan Burn fengu báðir sæti í byrjunarliðinu en þeir tveir eru nýliðar í enska landsliðshópnum. Sá fyrrnefndi þakkaði traustið eftir aðeins tuttugu mínútna leik. Sá síðarnefndi var næstum því búinn að skora líka, en skallinn skoppaði af slánni. Harry Kane skoraði annað mark Englands á 77. mínútu, hann fékk boltann í vítateignum frá Declan Rice, sneri og skaut í netið. England tyllir sér þar með í toppsæti K-riðilsins í undankeppni HM. Lettland er með jafnmörg stig eftir 1-0 sigur gegn Andorra í kvöld. Serbía er svo fimmta lið riðilsins en Serbarnir spila í Þjóðadeildinni í þessum landsleikjaglugga.