Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu Vala Karen Viðarsdóttir og Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifa 21. mars 2025 07:31 Jöklar heimsins eru í frjálsu falli. Á hverju ári hopa þeir vegna hlýnandi loftslags með afleiðingum sem ná langt út fyrir sjálfa bráðnunina, en hop jökla hefur í senn áhrif á umhverfið, efnahaginn og vistkerfið. Alþjóðaár jökla á hverfanda hveli, sem er nú haldið hátíðlegt í fyrsta sinn árið 2025, og sömuleiðis fyrsti Alþjóðadagur jökla í dag, föstudaginn 21. Mars, eru bæði tækifæri til að vekja athygli á þessum breytingum ásamt því að hvetja til raunverulegra aðgerða. Af hverju skipta jöklar máli? Mikilvægi fræðslu Jöklar gegna lykilhlutverki í vistkerfi jarðar. Þeir geyma um 70% af ferskvatnsbirgðum heimsins og eru mikilvægir fyrir vatnsbúskap milljóna manna. Þegar jöklarnir bráðna eykst hætta á hækkun sjávarmáls, náttúruhamförum og truflunum á veðurkerfum sem hafa áhrif á loftslag um allan heim. Þetta sjáum við hvað best í þeim tíðu náttúruhamförum sem verða um allan heim og þar má sem dæmi taka hamfaraflóðin í Valenciu-héraði á Spáni í október síðastliðinn og aukna tíðni þurrka í Afríku sunnan Sahara Einn stærsti þröskuldurinn í baráttunni gegn bráðnun jökla er skortur á þekkingu og meðvitund um áhrif loftslagsbreytinga. Það er rakið að byrja þessa fræðslu sem allra fyrst, í grunn- og jafnvel leikskólum. Alþjóðaár jökla gefur einstakt tækifæri til að efla fræðslu á öllum stigum samfélagsins, frá grunnskólum upp í háskóla og almenningsumræðu. Þess þá heldur er mikilvægt að rannsóknir og vísindi séu aðgengileg og gagnsæ svo fólk skilji hvernig þeirra eigin hegðun, lífsstíll og neyslumynstur hafa áhrif, hvort sem þau eru góð eða slæm. Framtíðarsýn og aðgerðir Markmið Alþjóðaárs jökla er að auka áhuga og þekkingu fólks á jöklum og knýja fram raunverulegar aðgerðir svo jöklarnir tilheyri ekki aðeins sögunni. Þannig vilja Sameinuðu þjóðirnar móta framtíð þar sem stjórnvöld, vísindasamfélagið og almenningur taka höndum saman í aðgerðum sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og vernda viðkvæm vistkerfi. Framtíð með jöklum, almannavitund, fjármögnun rannsókna og alþjóðlegt samstarf eru grundvallaratriði í baráttunni og betur má ef duga skal. Alþjóðaár jökla er tækifæri til að skapa varanlega vitundarvakningu. Jöklar eiga ekki tíma fyrir orðin tóm og enga framkvæmd, heldur þarf raunveruleg viðbrögð sem verða að eiga sér stað bæði á pólitískum vettvangi og í daglegu lífi okkar allra. Við berum sameiginlega ábyrgð á að tryggja að komandi kynslóðir þekki heim þar sem yfirborð sjávar ógnar ekki lífum og vistkerfum, og þar sem jöklar eru ekki bara fjarlæg minning í huga fólks. Í tilefni fyrsta Alþjóðaárs- og Alþjóðadags jökla verður haldinn viðburður í Veröld, Húsi Vigdísar í dag, föstudaginn 21. mars frá 14:00-15:30,. Þá verða úrslit úr samkeppni ungmenna í tilefni alþjóðaársins kynnt. Glæsileg opnun jöklasýningar í Loftskeytastöðinni opnar um 15:30 og verða veitingar í boði. Áhugasöm eru hvött til að mæta, en ókeypis er á viðburðinn. Vala Karen Viðarsdóttir, Framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi Pétur Hjörvar Þorkelsson, Verkefnastjóri hjá Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jöklar á Íslandi Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Jöklar heimsins eru í frjálsu falli. Á hverju ári hopa þeir vegna hlýnandi loftslags með afleiðingum sem ná langt út fyrir sjálfa bráðnunina, en hop jökla hefur í senn áhrif á umhverfið, efnahaginn og vistkerfið. Alþjóðaár jökla á hverfanda hveli, sem er nú haldið hátíðlegt í fyrsta sinn árið 2025, og sömuleiðis fyrsti Alþjóðadagur jökla í dag, föstudaginn 21. Mars, eru bæði tækifæri til að vekja athygli á þessum breytingum ásamt því að hvetja til raunverulegra aðgerða. Af hverju skipta jöklar máli? Mikilvægi fræðslu Jöklar gegna lykilhlutverki í vistkerfi jarðar. Þeir geyma um 70% af ferskvatnsbirgðum heimsins og eru mikilvægir fyrir vatnsbúskap milljóna manna. Þegar jöklarnir bráðna eykst hætta á hækkun sjávarmáls, náttúruhamförum og truflunum á veðurkerfum sem hafa áhrif á loftslag um allan heim. Þetta sjáum við hvað best í þeim tíðu náttúruhamförum sem verða um allan heim og þar má sem dæmi taka hamfaraflóðin í Valenciu-héraði á Spáni í október síðastliðinn og aukna tíðni þurrka í Afríku sunnan Sahara Einn stærsti þröskuldurinn í baráttunni gegn bráðnun jökla er skortur á þekkingu og meðvitund um áhrif loftslagsbreytinga. Það er rakið að byrja þessa fræðslu sem allra fyrst, í grunn- og jafnvel leikskólum. Alþjóðaár jökla gefur einstakt tækifæri til að efla fræðslu á öllum stigum samfélagsins, frá grunnskólum upp í háskóla og almenningsumræðu. Þess þá heldur er mikilvægt að rannsóknir og vísindi séu aðgengileg og gagnsæ svo fólk skilji hvernig þeirra eigin hegðun, lífsstíll og neyslumynstur hafa áhrif, hvort sem þau eru góð eða slæm. Framtíðarsýn og aðgerðir Markmið Alþjóðaárs jökla er að auka áhuga og þekkingu fólks á jöklum og knýja fram raunverulegar aðgerðir svo jöklarnir tilheyri ekki aðeins sögunni. Þannig vilja Sameinuðu þjóðirnar móta framtíð þar sem stjórnvöld, vísindasamfélagið og almenningur taka höndum saman í aðgerðum sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og vernda viðkvæm vistkerfi. Framtíð með jöklum, almannavitund, fjármögnun rannsókna og alþjóðlegt samstarf eru grundvallaratriði í baráttunni og betur má ef duga skal. Alþjóðaár jökla er tækifæri til að skapa varanlega vitundarvakningu. Jöklar eiga ekki tíma fyrir orðin tóm og enga framkvæmd, heldur þarf raunveruleg viðbrögð sem verða að eiga sér stað bæði á pólitískum vettvangi og í daglegu lífi okkar allra. Við berum sameiginlega ábyrgð á að tryggja að komandi kynslóðir þekki heim þar sem yfirborð sjávar ógnar ekki lífum og vistkerfum, og þar sem jöklar eru ekki bara fjarlæg minning í huga fólks. Í tilefni fyrsta Alþjóðaárs- og Alþjóðadags jökla verður haldinn viðburður í Veröld, Húsi Vigdísar í dag, föstudaginn 21. mars frá 14:00-15:30,. Þá verða úrslit úr samkeppni ungmenna í tilefni alþjóðaársins kynnt. Glæsileg opnun jöklasýningar í Loftskeytastöðinni opnar um 15:30 og verða veitingar í boði. Áhugasöm eru hvött til að mæta, en ókeypis er á viðburðinn. Vala Karen Viðarsdóttir, Framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi Pétur Hjörvar Þorkelsson, Verkefnastjóri hjá Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun