Ísland er ekki í tísku frekar en Mósambík Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 19. mars 2025 14:47 Það hefur verið þrálát mantra í umræðu um ferðaþjónustu undanfarin ár, að Ísland sem ferðamannaland, sé “í tísku” í heiminum. Allir vilji koma til Íslands og að ofboðslega margir ferðamenn komi til Íslands, algjörlega af sjálfu sér. Þegar blikur eru á lofti og einhvers konar samdráttur er í kortunum er fólk fljótt að grípa til þeirrar skýringar að Ísland sé að “detta úr tísku” eða sé hætt “að trenda”. Fáránleg hugmynd Það þarf ekki nema rétt að krafsa í yfirborðið til að átta sig á að sú hugmynd að Ísland hafi verið eða sé áfangastaður í tísku, er í besta falli fáránleg. Hún hefur líklega orðið til, þegar ferðaþjónusta á Íslandi tók vaxtarkipp á eftirhrunsárunum og í kjölfar gossins í Eyjafjallajökli, þegar loksins sköpuðust aðstæður til að ná henni af algjöru frumstigi og yfir í alvöru atvinnugrein. Það hefur hins vegar ekkert með það að gera að landið sé í tísku og í raun má færa fyrir því góð rök að hið gagnstæða sé rétt. Á árinu 2024 voru um 1,4 milljarðar manna sem samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum flokkast sem ferðamenn, á ferð um heiminn. Þar af voru 770 milljónir gesta, sem heimsóttu áfangastaði í Evrópu. Hér má sjá lista yfir þau lönd, sem flestir ferðamenn heimsóttu árið 2023 (nýrri tölur ekki fáanlegar): 1 Frakkland: 100 milljónir 2 Spánn: 85,2 milljónir 3 USA: 66, 5 milljónir 4 Ítalía 57,2 milljónir 5 Tyrkland 55,2 milljónir Eitt minnsta ferðamannaland í Evrópu Hlutdeild Íslands í þessum mikla fjölda ferðamanna er rúmlega 2 milljónir á ári, eða svipaður fjöldi og kom til Afríkuríksins Mósambík árið 2023. Þessi fjöldi hefur lítið breyst undanfarin ár og ekki miklar líkur á að hann breytist til hækkunar á næstunni. Hlutdeild okkar í ferðamarkaði Evrópu árið 2024 var sem sagt 0,25%. Niðurstaðan er því sú að Ísland er ekki í tísku og hefur aldrei verið. Þvert á móti er Ísland eitt allra minnsta ferðamannaland í Evrópu, sé litið til fjölda ferðamanna - sem þó vissulega er ekki eini mælikvarðinn. Vægi ferðaþjónustunnar og mikilvægi í íslenska hagkerfinu er þó óvíða meira en á Íslandi, sem krefst þess af okkur að fara varlega í kringum hana. Hættulegt oflæti Því er þetta tal um að Ísland sem ferðamannaland sé í tísku algjörlega óviðeigandi og ég vil ganga svo langt að kalla það hættulegt oflæti. Við íslendingar erum þar með að stilla okkur upp í einhverja sérstöðu (eins og okkur er svo sem tamt), gera ráð fyrir því að við séum öðrum fremri og að önnur lögmál gildi um okkur en aðra. Minnir pínulítið á alþjóðlegu fjármálamiðstöðina, sem til stóð að koma hér á fót rétt fyrir fjármálahrunið. Ekkert verður til af engu Staðreyndin er sú, að bakvið hvern ferðamann sem kemur til Íslands liggur mikil vinna og fjárfesting. Það gerist ekkert af sjálfu sér. Nú eru enn og aftur blikur á lofti og flestir mælikvarðar benda til samdráttar í ferðaþjónustu á Íslandi á árinu 2025. Ástæður þess eru einkum taldar hátt verð og lítil sem engin neytendamarkaðssetning á vegum hins opinbera. Undir þessu sitja nýkjörin stjórnvöld og barma sér yfir öðrum loðnubrestinum í röð og leggja á ráðin með að leggja nýja skatta og gjöld á ferðamenn, í stað þess að skapa skilyrði til að auka verðmætasköpun greinarinnar. Því er það mikilvægt nú að við hættum endanlega að tala um að Ísland sé í tísku og átta okkur á að við þurfum að hafa jafnmikið og aðrir fyrir því og kosta jafnmiklu eða meiru til að að halda ferðaþjónustunni i blóma. Höfundur er framkvæmdastjóri Katla DMI ehf og fyrrverandi formaður SAF. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðaþjónusta Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattlækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið þrálát mantra í umræðu um ferðaþjónustu undanfarin ár, að Ísland sem ferðamannaland, sé “í tísku” í heiminum. Allir vilji koma til Íslands og að ofboðslega margir ferðamenn komi til Íslands, algjörlega af sjálfu sér. Þegar blikur eru á lofti og einhvers konar samdráttur er í kortunum er fólk fljótt að grípa til þeirrar skýringar að Ísland sé að “detta úr tísku” eða sé hætt “að trenda”. Fáránleg hugmynd Það þarf ekki nema rétt að krafsa í yfirborðið til að átta sig á að sú hugmynd að Ísland hafi verið eða sé áfangastaður í tísku, er í besta falli fáránleg. Hún hefur líklega orðið til, þegar ferðaþjónusta á Íslandi tók vaxtarkipp á eftirhrunsárunum og í kjölfar gossins í Eyjafjallajökli, þegar loksins sköpuðust aðstæður til að ná henni af algjöru frumstigi og yfir í alvöru atvinnugrein. Það hefur hins vegar ekkert með það að gera að landið sé í tísku og í raun má færa fyrir því góð rök að hið gagnstæða sé rétt. Á árinu 2024 voru um 1,4 milljarðar manna sem samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum flokkast sem ferðamenn, á ferð um heiminn. Þar af voru 770 milljónir gesta, sem heimsóttu áfangastaði í Evrópu. Hér má sjá lista yfir þau lönd, sem flestir ferðamenn heimsóttu árið 2023 (nýrri tölur ekki fáanlegar): 1 Frakkland: 100 milljónir 2 Spánn: 85,2 milljónir 3 USA: 66, 5 milljónir 4 Ítalía 57,2 milljónir 5 Tyrkland 55,2 milljónir Eitt minnsta ferðamannaland í Evrópu Hlutdeild Íslands í þessum mikla fjölda ferðamanna er rúmlega 2 milljónir á ári, eða svipaður fjöldi og kom til Afríkuríksins Mósambík árið 2023. Þessi fjöldi hefur lítið breyst undanfarin ár og ekki miklar líkur á að hann breytist til hækkunar á næstunni. Hlutdeild okkar í ferðamarkaði Evrópu árið 2024 var sem sagt 0,25%. Niðurstaðan er því sú að Ísland er ekki í tísku og hefur aldrei verið. Þvert á móti er Ísland eitt allra minnsta ferðamannaland í Evrópu, sé litið til fjölda ferðamanna - sem þó vissulega er ekki eini mælikvarðinn. Vægi ferðaþjónustunnar og mikilvægi í íslenska hagkerfinu er þó óvíða meira en á Íslandi, sem krefst þess af okkur að fara varlega í kringum hana. Hættulegt oflæti Því er þetta tal um að Ísland sem ferðamannaland sé í tísku algjörlega óviðeigandi og ég vil ganga svo langt að kalla það hættulegt oflæti. Við íslendingar erum þar með að stilla okkur upp í einhverja sérstöðu (eins og okkur er svo sem tamt), gera ráð fyrir því að við séum öðrum fremri og að önnur lögmál gildi um okkur en aðra. Minnir pínulítið á alþjóðlegu fjármálamiðstöðina, sem til stóð að koma hér á fót rétt fyrir fjármálahrunið. Ekkert verður til af engu Staðreyndin er sú, að bakvið hvern ferðamann sem kemur til Íslands liggur mikil vinna og fjárfesting. Það gerist ekkert af sjálfu sér. Nú eru enn og aftur blikur á lofti og flestir mælikvarðar benda til samdráttar í ferðaþjónustu á Íslandi á árinu 2025. Ástæður þess eru einkum taldar hátt verð og lítil sem engin neytendamarkaðssetning á vegum hins opinbera. Undir þessu sitja nýkjörin stjórnvöld og barma sér yfir öðrum loðnubrestinum í röð og leggja á ráðin með að leggja nýja skatta og gjöld á ferðamenn, í stað þess að skapa skilyrði til að auka verðmætasköpun greinarinnar. Því er það mikilvægt nú að við hættum endanlega að tala um að Ísland sé í tísku og átta okkur á að við þurfum að hafa jafnmikið og aðrir fyrir því og kosta jafnmiklu eða meiru til að að halda ferðaþjónustunni i blóma. Höfundur er framkvæmdastjóri Katla DMI ehf og fyrrverandi formaður SAF.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun