Líffæragjöf eftir blóðrásardauða nú möguleg á Landspítalanum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. mars 2025 06:53 Æfingar hafa staðið yfir á nýja ferlinu en eftir blóðrásardauða þarf að hafa hraðar hendur til að varðveita líffærin. Skjáskot/Landspítali Líffæragjöfum á Íslandi gæti fjölgað um þrjár til fjórar á ári þar sem nýtt verklag á Landspítalanum opnar á möguleikann á líffæragjöf eftir blóðrásardauða. Um er að ræða nýtingu líffæra eftir að blóðrás hefur stöðvast, að ströngum skilyrðum uppfylltum. Hingað til hafa líffæri aðeins verið fjarlægð úr einstaklingum eftir að heiladauði hefur verið staðfestur og áður en blóðrás hefur stöðvast. „Þetta hefur tekið langan tíma því það þarf að gera þetta vel,“ segir Sigrún Ásgeirsdóttir, svæfinga- og gjörgæslulæknir, spurð að því hvers vegna verið sé að taka upp þetta nýja verklag núna. Sigrún, sem hefur unnið að verkefninu í tvö ár, segir að erlendis sé stöðugt unnið að því að finna leiðir til að nýta fleiri líffæri, enda er eftirspurnin mikil. Undirbúningurinn á Landspítalanum fólst meðal annars í svokallaðri hermiþjálfun en um er að ræða flókið ferli sem fjöldi sérfræðinga á aðkomu að, meðal annars starfsfólk á gjörgæsludeildum, skurðstofum og í svæfingu. „Þetta eru einstaklingar sem eru inniliggjandi á gjörgæslunni vegna alvarlegs ástands, hvort sem um er að ræða veikindi, slys eða hjartastopp eða annan alvarlegan atburð,“ segir Sigrún um þá sem nýja verklagið mun ná til. „Þegar við sjáum að einstaklingnum er ekki hugað líf, ástandið er það alvarlegt.“ Ekki skyndiákvörðun Að sögn Sigrúnar verða þetta þannig alltaf einstaklingar á gjörgæslu sem ekki er hugað líf, jafnvel þótt þeir uppfylli ekki öll skilyrði þannig að hægt sé að úrskurða þá heiladauða. Og það verður áfram óbreytt að aðdragandi verður að ákvörðuninni um líffæragjöf og ráðrúm til samtals við aðstandendur. „Það verður aldrei nein líffæragjöf nema að undangengnum mörgum samtölum við ættingja,“ segir Sigrún. „Við athugum samþykki viðkomandi, við athugum viðhorf ættingja. Þeir hafa neitunarvald.“ Sigrún ítrekar að þrátt fyrir að öll viðbrögð heilbrigðisstarfsfólks verði að vera fumlaus þegar kemur að líffæragjöf eftir blóðrásardauða sé ekki um að ræða ákvörðun sem er tekin í skyndi. Fyrst sé tryggt að engir meðferðarkostir séu eftir, að viðkomandi sé alls ekki hugað líf, og þá fer fram langt samráð við ástvini. „Þegar búið er að ákveða að einstaklingur getur orðið líffæragjafi og við vitum að einstaklingurinn er tæknilega og líkamlega „farinn“, þó það sé ekki búið að staðfesta andlát formlega eða lagalega; það eru alltaf margir dagar sem fara í þetta.“ Þannig verður ekki um að ræða líffæragjöf í kjölfar þess að einstaklingur deyr óvænt og skyndilega. Í dag fara um það bil átta til tíu líffæragjafir fram á Landspítalanum á ári hverju en eins og fyrr segir mun þeim nú mögulega fjölga um þrjár eða fjórar. Þetta þýðir nýtt líf fyrir tólf til sextán einstaklinga en fyrst um sinn verður ekki mögulegt að nýta hjartað úr gjafanum. Það er gert sums staðar erlendis en ekki hægt hér heima, þar sem hjartað er sérstaklega viðkvæmt og flest líffærin flutt út til ígræðslu. Hér má finna upplýsingar um líffæragjöf. Landspítalinn Heilbrigðismál Líffæragjöf Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Sjá meira
Um er að ræða nýtingu líffæra eftir að blóðrás hefur stöðvast, að ströngum skilyrðum uppfylltum. Hingað til hafa líffæri aðeins verið fjarlægð úr einstaklingum eftir að heiladauði hefur verið staðfestur og áður en blóðrás hefur stöðvast. „Þetta hefur tekið langan tíma því það þarf að gera þetta vel,“ segir Sigrún Ásgeirsdóttir, svæfinga- og gjörgæslulæknir, spurð að því hvers vegna verið sé að taka upp þetta nýja verklag núna. Sigrún, sem hefur unnið að verkefninu í tvö ár, segir að erlendis sé stöðugt unnið að því að finna leiðir til að nýta fleiri líffæri, enda er eftirspurnin mikil. Undirbúningurinn á Landspítalanum fólst meðal annars í svokallaðri hermiþjálfun en um er að ræða flókið ferli sem fjöldi sérfræðinga á aðkomu að, meðal annars starfsfólk á gjörgæsludeildum, skurðstofum og í svæfingu. „Þetta eru einstaklingar sem eru inniliggjandi á gjörgæslunni vegna alvarlegs ástands, hvort sem um er að ræða veikindi, slys eða hjartastopp eða annan alvarlegan atburð,“ segir Sigrún um þá sem nýja verklagið mun ná til. „Þegar við sjáum að einstaklingnum er ekki hugað líf, ástandið er það alvarlegt.“ Ekki skyndiákvörðun Að sögn Sigrúnar verða þetta þannig alltaf einstaklingar á gjörgæslu sem ekki er hugað líf, jafnvel þótt þeir uppfylli ekki öll skilyrði þannig að hægt sé að úrskurða þá heiladauða. Og það verður áfram óbreytt að aðdragandi verður að ákvörðuninni um líffæragjöf og ráðrúm til samtals við aðstandendur. „Það verður aldrei nein líffæragjöf nema að undangengnum mörgum samtölum við ættingja,“ segir Sigrún. „Við athugum samþykki viðkomandi, við athugum viðhorf ættingja. Þeir hafa neitunarvald.“ Sigrún ítrekar að þrátt fyrir að öll viðbrögð heilbrigðisstarfsfólks verði að vera fumlaus þegar kemur að líffæragjöf eftir blóðrásardauða sé ekki um að ræða ákvörðun sem er tekin í skyndi. Fyrst sé tryggt að engir meðferðarkostir séu eftir, að viðkomandi sé alls ekki hugað líf, og þá fer fram langt samráð við ástvini. „Þegar búið er að ákveða að einstaklingur getur orðið líffæragjafi og við vitum að einstaklingurinn er tæknilega og líkamlega „farinn“, þó það sé ekki búið að staðfesta andlát formlega eða lagalega; það eru alltaf margir dagar sem fara í þetta.“ Þannig verður ekki um að ræða líffæragjöf í kjölfar þess að einstaklingur deyr óvænt og skyndilega. Í dag fara um það bil átta til tíu líffæragjafir fram á Landspítalanum á ári hverju en eins og fyrr segir mun þeim nú mögulega fjölga um þrjár eða fjórar. Þetta þýðir nýtt líf fyrir tólf til sextán einstaklinga en fyrst um sinn verður ekki mögulegt að nýta hjartað úr gjafanum. Það er gert sums staðar erlendis en ekki hægt hér heima, þar sem hjartað er sérstaklega viðkvæmt og flest líffærin flutt út til ígræðslu. Hér má finna upplýsingar um líffæragjöf.
Landspítalinn Heilbrigðismál Líffæragjöf Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Sjá meira