Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar 18. mars 2025 15:31 Nú hefur Rósa Guðbjartsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og formaður bæjarráðs og stjórnarkona í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga tjáð sig um stjórnarsetu sína í sambandinu. Hún verður ekki sökuð um að tala skýrt en samkvæmt fréttum í dag ætlar hún að sitja áfram í stjórn sambandsins en gæti e.t.v. hugsanlega hætt þar og í bæjarstjórn á næstunni. Gæti hætt en er ekki viss, þarf að klára einhver verkefni í bæjarstjórn en tilgreinir ekki hver þau eru og treystir því væntanlega ekki nýjum bæjarstjóra Framsóknarflokksins til þess að stýra þeim í örugga höfn eða þá félögum sínum í Sjálfstæðisflokknum. Óskýrara verður orðasalatið varla. Kannski er erfitt að ætlast til skýrleika þegar sinna þarf jafn mörgum og fjölbreyttum ábyrgðarstörfum og mögulega aldrei hægt að vera alveg viss um í krafti hvaða embættis er talað. Skólastarfi haldið í gíslingu til þess að slá pólitískar keilur Þetta væri hugsanlega aðeins fyndið ef þetta væri ekki svona alvarlegt því hún og hennar fólk í stjórn sambandsins hélt skólastarfi í landinu í gíslingu í pólitískum hráskinnaleik í tengslum við gerð kjarasamninga kennara fyrir skemmstu. Markmiðið var að slá pólitískar keilur til þess að reyna að koma höggi á formann sambandsins og þá verðandi borgarstjóra og láta ríkisstjórnina sitja uppi með vandann. Ómerkileg stjórnarandstöðupólitík var því leiðarljós þessa hóps sem vílaði ekki fyrir sér að nota nemendur, aðstandendur þeirra, kennara og annað starfsfólk sem skiptimynt í pólitískum leikjum sínum. Sem betur fer sýndi Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga pólitíska forystu á ögurstundu sem varð til þess að samið var við kennara og skólastarfi í landinu var bjargað úr klóm fulltrúa Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna í stjórn sambandsins. Þingkona sem veit ekki hvort hún er að koma eða fara Í ljósi alls þessa þá eru það veruleg vonbrigði að forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði valdi því að Rósa Guðbjartsdóttir skuli vera eini bæjarfulltrúinn, sem náði kjöri í síðustu alþingiskosningum, sem hafi ekki beðist lausnar sem bæjarfulltrúi. Krísa flokksins í Hafnarfirði lítur út fyrir að vera alvarleg og djúpstæð því viðtöl við þingkonuna, bæjarfulltrúann, formann bæjarráðs og stjórnarkonuna í Sambandi íslenskra sveitarfélaga benda til þess að hún viti varla hvort hún er að koma eða fara. Það kann aldrei góðri lukku að stýra og eflaust trufla líka háar launagreiðslur frá Hafnarfirði og Sambandi íslenskra sveitarfélaga ofan á þingfararkaupið dómgreindina. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Rúnar Þorvaldsson Hafnarfjörður Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Sveitarstjórnarmál Samfylkingin Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú hefur Rósa Guðbjartsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og formaður bæjarráðs og stjórnarkona í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga tjáð sig um stjórnarsetu sína í sambandinu. Hún verður ekki sökuð um að tala skýrt en samkvæmt fréttum í dag ætlar hún að sitja áfram í stjórn sambandsins en gæti e.t.v. hugsanlega hætt þar og í bæjarstjórn á næstunni. Gæti hætt en er ekki viss, þarf að klára einhver verkefni í bæjarstjórn en tilgreinir ekki hver þau eru og treystir því væntanlega ekki nýjum bæjarstjóra Framsóknarflokksins til þess að stýra þeim í örugga höfn eða þá félögum sínum í Sjálfstæðisflokknum. Óskýrara verður orðasalatið varla. Kannski er erfitt að ætlast til skýrleika þegar sinna þarf jafn mörgum og fjölbreyttum ábyrgðarstörfum og mögulega aldrei hægt að vera alveg viss um í krafti hvaða embættis er talað. Skólastarfi haldið í gíslingu til þess að slá pólitískar keilur Þetta væri hugsanlega aðeins fyndið ef þetta væri ekki svona alvarlegt því hún og hennar fólk í stjórn sambandsins hélt skólastarfi í landinu í gíslingu í pólitískum hráskinnaleik í tengslum við gerð kjarasamninga kennara fyrir skemmstu. Markmiðið var að slá pólitískar keilur til þess að reyna að koma höggi á formann sambandsins og þá verðandi borgarstjóra og láta ríkisstjórnina sitja uppi með vandann. Ómerkileg stjórnarandstöðupólitík var því leiðarljós þessa hóps sem vílaði ekki fyrir sér að nota nemendur, aðstandendur þeirra, kennara og annað starfsfólk sem skiptimynt í pólitískum leikjum sínum. Sem betur fer sýndi Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga pólitíska forystu á ögurstundu sem varð til þess að samið var við kennara og skólastarfi í landinu var bjargað úr klóm fulltrúa Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna í stjórn sambandsins. Þingkona sem veit ekki hvort hún er að koma eða fara Í ljósi alls þessa þá eru það veruleg vonbrigði að forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði valdi því að Rósa Guðbjartsdóttir skuli vera eini bæjarfulltrúinn, sem náði kjöri í síðustu alþingiskosningum, sem hafi ekki beðist lausnar sem bæjarfulltrúi. Krísa flokksins í Hafnarfirði lítur út fyrir að vera alvarleg og djúpstæð því viðtöl við þingkonuna, bæjarfulltrúann, formann bæjarráðs og stjórnarkonuna í Sambandi íslenskra sveitarfélaga benda til þess að hún viti varla hvort hún er að koma eða fara. Það kann aldrei góðri lukku að stýra og eflaust trufla líka háar launagreiðslur frá Hafnarfirði og Sambandi íslenskra sveitarfélaga ofan á þingfararkaupið dómgreindina. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun