Þrjú lykilskref í átt að betri háskóla. Ingibjörg Gunnarsdóttir mun stíga þau Styrmir Hallsson skrifar 18. mars 2025 10:33 Færni sem kennari. Eftir að hafa starfað við háskólann í yfir 20 ár hefur Ingibjörg safnað sér mikla reynslu sem kennari. Hún hefur kennt fjölbreytta áfanga þvert á deildir heilbrigðisvísindasviðs og einkennist sú kennsla af mikilli þekkingu og yfirvegun. Ein mikilvægasta áhersla hennar er að eiga gott samtal við nemendur þar sem hægt er að koma fram ólíkum sjónarmiðum og efla gagnrýna hugsun. Þjálfun á hinu síðastnefnda er hugsanlega eitt mikilvægasta hlutverk háskólans í breyttu samfélagi dagsins. Fær vísindakona. Árið 2023 var Ingibjörg tilnefnd sem heiðursvísindakona Landspítalans. Verðskulduð nafnbót og viðurkenning eftir áralanga vinnu með mörgu af færasta rannsóknarfólki heims, þvert á háskóla. Hún er einn helsti sérfræðingur innan næringar ungbarna og næringar á meðgöngu og hefur tekið þátt í vinnu að norrænum ráðleggingum um mataræði. Hún er því óhrædd við að vera leiðandi rödd í vægast samt stormasömu umhverfi. Ingibjörg veitir ungu vísindafólki möguleika, færir þeim ábyrgð, eflir færni þeirra og lyftir þeim upp á hærra stig. Hún hefur tekið þátt í því að byggja upp meistaranámsleið og doktorsnám í næringarfræði, leiðbeint ótal nemendum og stutt nemendur í vegferð þeirra innan vísindanna. Þannig hefur hún rutt veginn fyrir nemendur til þess að stíga sín fyrstu skref inn í heim vísindanna og þannig mótað framtíð HÍ sem rannsóknarháskóla. Þekkir innri kerfi háskólans. Ingibjörg veit hvað þarf til þess að bæta háskólann enn frekar og hefur fjallað um leiðir til þess í framboði sínu. Hún er því með skýra hugsjón um þær breytingar sem þarf að fara í og leiðtogahæfileikana til þess að ná þeim í gegn. Samfélagslegt mikilvægi háskólans er mikil og þrátt fyrir langvarandi vanfjármögnun býr HÍ að ómetanlegum mannauði. Í öllu samstarfi hefur Ingibjörg lagt áherslu á skýr samskipti og góða samvinnu, lykileiginleikar í fari einstaklings sem á að reka háskólann. Það er ljóst að hún mun skapa háskólaumhverfi þar sem við fáum betri tækifæri til þess að nýta okkar hæfileika á sem bestan hátt og þannig efla háskólann Hún hefur hugsjónina sem nær að nýta þennan mikla mannauð sem við Íslendingar búum að. Ingibjörg Gunnarsdóttir mun stíga hin réttu skref í átt að bættum Háskóla. Hún er því sá frambjóðandi sem fær mitt atkvæði. Höfundur er nemandi við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Færni sem kennari. Eftir að hafa starfað við háskólann í yfir 20 ár hefur Ingibjörg safnað sér mikla reynslu sem kennari. Hún hefur kennt fjölbreytta áfanga þvert á deildir heilbrigðisvísindasviðs og einkennist sú kennsla af mikilli þekkingu og yfirvegun. Ein mikilvægasta áhersla hennar er að eiga gott samtal við nemendur þar sem hægt er að koma fram ólíkum sjónarmiðum og efla gagnrýna hugsun. Þjálfun á hinu síðastnefnda er hugsanlega eitt mikilvægasta hlutverk háskólans í breyttu samfélagi dagsins. Fær vísindakona. Árið 2023 var Ingibjörg tilnefnd sem heiðursvísindakona Landspítalans. Verðskulduð nafnbót og viðurkenning eftir áralanga vinnu með mörgu af færasta rannsóknarfólki heims, þvert á háskóla. Hún er einn helsti sérfræðingur innan næringar ungbarna og næringar á meðgöngu og hefur tekið þátt í vinnu að norrænum ráðleggingum um mataræði. Hún er því óhrædd við að vera leiðandi rödd í vægast samt stormasömu umhverfi. Ingibjörg veitir ungu vísindafólki möguleika, færir þeim ábyrgð, eflir færni þeirra og lyftir þeim upp á hærra stig. Hún hefur tekið þátt í því að byggja upp meistaranámsleið og doktorsnám í næringarfræði, leiðbeint ótal nemendum og stutt nemendur í vegferð þeirra innan vísindanna. Þannig hefur hún rutt veginn fyrir nemendur til þess að stíga sín fyrstu skref inn í heim vísindanna og þannig mótað framtíð HÍ sem rannsóknarháskóla. Þekkir innri kerfi háskólans. Ingibjörg veit hvað þarf til þess að bæta háskólann enn frekar og hefur fjallað um leiðir til þess í framboði sínu. Hún er því með skýra hugsjón um þær breytingar sem þarf að fara í og leiðtogahæfileikana til þess að ná þeim í gegn. Samfélagslegt mikilvægi háskólans er mikil og þrátt fyrir langvarandi vanfjármögnun býr HÍ að ómetanlegum mannauði. Í öllu samstarfi hefur Ingibjörg lagt áherslu á skýr samskipti og góða samvinnu, lykileiginleikar í fari einstaklings sem á að reka háskólann. Það er ljóst að hún mun skapa háskólaumhverfi þar sem við fáum betri tækifæri til þess að nýta okkar hæfileika á sem bestan hátt og þannig efla háskólann Hún hefur hugsjónina sem nær að nýta þennan mikla mannauð sem við Íslendingar búum að. Ingibjörg Gunnarsdóttir mun stíga hin réttu skref í átt að bættum Háskóla. Hún er því sá frambjóðandi sem fær mitt atkvæði. Höfundur er nemandi við Háskóla Íslands
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar