Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir, Ari Borg Helgason, Hekla Sól Hafsteinsdóttir, Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir, Nína Kristín Gunnarsdóttir og Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir skrifa 18. mars 2025 07:31 Silja Bára Ómarsdóttir hefur þá eiginleika sem rektor Háskóla Íslands þarf að búa yfir til að færa háskólann inn í framtíðina. Sem fyrrverandi og núverandi nemendur við háskólann höfum við kynnst Silju Báru sem kennara og leiðbeinanda en ekki síður sem einstaklingi og vitum að það sem hún tekur sér fyrir hendur vinnur hún af fullum krafti og metnaði. Undirrituð, stjórn Politica - félags stjórnmálafræði- og blaðamennskunema við Háskóla Íslands, lýsa því hér með yfir eindregnum stuðningi við framboð Silju Báru. Strax á fyrstu önn okkar í stjórnmálafræði var ljóst að þarna væri á ferðinni metnaðarfullur og einlægur kennari sem lagði sig fram við að kynnast nemendum sínum og samstarfsfólki. Silja Bára er kröfuhörð en á sama tíma mjög sanngjörn og kennsla hennar gaf okkur sterkan grunn fyrir því sem koma skyldi í náminu. Enda leggur hún áherslu á gagnrýna hugsun, hvetur til líflegra umræðna og kennir okkur að nálgast námið frá ólíkum sjónarhornum. Það sem gerir hana að einstakri manneskju er að metnaður hennar smitar út frá sér, vekur áhuga og hvetur til góðra verka auk þess að bera ávallt hag nemenda og starfsfólks fyrir brjósti. Svo er Silja Bára ekta stemningskona! Hress, jákvæð og alltaf stutt í hláturinn. Hún skilur hve mikilvægt það er fyrir nemendur að stuðla að góðu félagslífi og hefur sýnt það með því að taka sjálf virkan þátt í félagslífi Stjórnmálafræðideildar og Politicu. Það mun því ekki standa á henni að efla félagslífið innan veggja háskólans og skapa aðgengilegt umhverfi fyrir nemendur til að sinna náminu. Þegar Silja Bára talar um framtíðarsýn sína fyrir Háskóla Íslands er augljóst að hún býr bæði yfir skýrri hugsjón og leiðtogahæfileikum sem þarf til að vinna að framgangi hennar. Sem rektor mun Silja Bára beita sér fyrir bættri fjármögnun háskólastigsins, öflugra háskólasamfélagi og kennslu sem er bæði nútímalegri og aðgengilegri. Þess vegna hvetjum við öll sem hafa kosningarétt í rektorskjöri Háskóla Íslands til að nýta hann og kjósa Silju Báru Ómarsdóttur í dag eða á morgun á Uglunni. Hún mun styrkja háskólasamfélagið með vönduðum vinnubrögðum, ástríðu og staðfestu. Ef þið viljið kynna ykkur Silju Báru og hennar áherslur frekar þá bendum við á vefsíðuna siljabara.is Höfundar eru í stjórn Politica, félags stjórnmálafræði- og blaðamennskunema. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Silja Bára Ómarsdóttir hefur þá eiginleika sem rektor Háskóla Íslands þarf að búa yfir til að færa háskólann inn í framtíðina. Sem fyrrverandi og núverandi nemendur við háskólann höfum við kynnst Silju Báru sem kennara og leiðbeinanda en ekki síður sem einstaklingi og vitum að það sem hún tekur sér fyrir hendur vinnur hún af fullum krafti og metnaði. Undirrituð, stjórn Politica - félags stjórnmálafræði- og blaðamennskunema við Háskóla Íslands, lýsa því hér með yfir eindregnum stuðningi við framboð Silju Báru. Strax á fyrstu önn okkar í stjórnmálafræði var ljóst að þarna væri á ferðinni metnaðarfullur og einlægur kennari sem lagði sig fram við að kynnast nemendum sínum og samstarfsfólki. Silja Bára er kröfuhörð en á sama tíma mjög sanngjörn og kennsla hennar gaf okkur sterkan grunn fyrir því sem koma skyldi í náminu. Enda leggur hún áherslu á gagnrýna hugsun, hvetur til líflegra umræðna og kennir okkur að nálgast námið frá ólíkum sjónarhornum. Það sem gerir hana að einstakri manneskju er að metnaður hennar smitar út frá sér, vekur áhuga og hvetur til góðra verka auk þess að bera ávallt hag nemenda og starfsfólks fyrir brjósti. Svo er Silja Bára ekta stemningskona! Hress, jákvæð og alltaf stutt í hláturinn. Hún skilur hve mikilvægt það er fyrir nemendur að stuðla að góðu félagslífi og hefur sýnt það með því að taka sjálf virkan þátt í félagslífi Stjórnmálafræðideildar og Politicu. Það mun því ekki standa á henni að efla félagslífið innan veggja háskólans og skapa aðgengilegt umhverfi fyrir nemendur til að sinna náminu. Þegar Silja Bára talar um framtíðarsýn sína fyrir Háskóla Íslands er augljóst að hún býr bæði yfir skýrri hugsjón og leiðtogahæfileikum sem þarf til að vinna að framgangi hennar. Sem rektor mun Silja Bára beita sér fyrir bættri fjármögnun háskólastigsins, öflugra háskólasamfélagi og kennslu sem er bæði nútímalegri og aðgengilegri. Þess vegna hvetjum við öll sem hafa kosningarétt í rektorskjöri Háskóla Íslands til að nýta hann og kjósa Silju Báru Ómarsdóttur í dag eða á morgun á Uglunni. Hún mun styrkja háskólasamfélagið með vönduðum vinnubrögðum, ástríðu og staðfestu. Ef þið viljið kynna ykkur Silju Báru og hennar áherslur frekar þá bendum við á vefsíðuna siljabara.is Höfundar eru í stjórn Politica, félags stjórnmálafræði- og blaðamennskunema.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar