„Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. mars 2025 20:33 Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Mennta- og barnamálaráðherra segir mál Breiðholtsskóla einstaklega flókið en vandamálið sé ekki í skólanum sjálfum heldur sé skólinn að spegla samfélagið. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins benti á að víkja megi börnum ótímabundið úr skóla. Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag spurði Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Ásthildi Lóu Þórsdóttur, mennta- og barnamálaráðherra, út í aðgerðir ráðherra í málefni Breiðholtsskóla. Undanfarnar vikur hefur mikið verið fjallað um ástand í Breiðholtsskóla þar sem hópur stráka í sjöunda bekk ásamt fleiri úr öðrum skólum hafa haldið hverfinu í heljargreipum. „Undanfarnar vikur hafa verið sagðar hræðilegar og sorglegar fréttir af ofbeldismálum í grunnskólum borgarinnar,“ byrjaði Bryndís fyrirspurn sína á. Hún benti á lög um grunnskóla og reglugerðir þar sem stendur að ein af grunnskyldum ríkisins sé að tryggja öryggi barna. Börn eigi að fá að njóta bernsku, nýta hæfileika sína og vera öruggir í þátttöku sinni í skólastarfi. Bryndís spurði hvort að mennta- og barnamálaráðuneytið hefði virkjað sérstakt fagráð sem foreldrar og skólar geti óskað eftir þegar mál líkt og í Breiðholtsskóla komi upp. „Þetta er ekki vandamál skólans sem slíks, þetta er samfélagið okkar. Skólar eru hitamælar á samfélagið, það kemur allt það besta og allt það versta sem til er í landinu okkar inn í skólann,“ segir Ásthildur Lóa í fyrra svari sínu. Mál slíkt og þessi séu erfið og flókin en kallaði hafi verið eftir úrræðum í langan tíma. Að sögn Ásthildar sé málið í vinnslu innan ráðuneytisins og til að mynda sé fagráð á vegum Miðstöð menntunar og skólaþjónustu sem kemur að málinu. Víkja megi börnum úr skóla ótímabundið Í seinni fyrirspurn Bryndísar benti hún á að víkja mætti nemendum tímabundið úr skóla ef hann virðir ítrekað ekki skólareglur. Þá megi einnig víkja börnum ótímabundið úr skóla ef brotin eru mjög alvarleg, til að mynda ef nemandi veldur öðrum skaða eða eignatjóni. Ásthildur sagði þá að skólaskylda væri á Íslandi. Ef víkja ætti nemenda úr skóla vegna brota þurfi að vera eitthvað sem taki á móti barninu. „Eins og við höfum margoft orðið vör við á síðustu vikum þá er ekkert um auðugan garð að grisja þar.“ Alþingi Ofbeldi barna Skóla- og menntamál Ofbeldi gegn börnum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Grunnskólar Tengdar fréttir Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Ungmenni á fimmtánda aldursári, sem er því undir sakhæfisaldri, er grunað um að kasta gangstéttarhellu í höfuð manns um helgina við strætóstoppistöð í Mjóddinni í Reykjavík. Árásin mun hafa verið tilviljanakennd, en hópur ungmenna mun hafa veist að manninum sem var að stiga úr strætisvagni. Aðdragandi árásarinnar, milli mannsins og ungmennanna, mun ekki hafa verið neinn. 17. mars 2025 16:45 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag spurði Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Ásthildi Lóu Þórsdóttur, mennta- og barnamálaráðherra, út í aðgerðir ráðherra í málefni Breiðholtsskóla. Undanfarnar vikur hefur mikið verið fjallað um ástand í Breiðholtsskóla þar sem hópur stráka í sjöunda bekk ásamt fleiri úr öðrum skólum hafa haldið hverfinu í heljargreipum. „Undanfarnar vikur hafa verið sagðar hræðilegar og sorglegar fréttir af ofbeldismálum í grunnskólum borgarinnar,“ byrjaði Bryndís fyrirspurn sína á. Hún benti á lög um grunnskóla og reglugerðir þar sem stendur að ein af grunnskyldum ríkisins sé að tryggja öryggi barna. Börn eigi að fá að njóta bernsku, nýta hæfileika sína og vera öruggir í þátttöku sinni í skólastarfi. Bryndís spurði hvort að mennta- og barnamálaráðuneytið hefði virkjað sérstakt fagráð sem foreldrar og skólar geti óskað eftir þegar mál líkt og í Breiðholtsskóla komi upp. „Þetta er ekki vandamál skólans sem slíks, þetta er samfélagið okkar. Skólar eru hitamælar á samfélagið, það kemur allt það besta og allt það versta sem til er í landinu okkar inn í skólann,“ segir Ásthildur Lóa í fyrra svari sínu. Mál slíkt og þessi séu erfið og flókin en kallaði hafi verið eftir úrræðum í langan tíma. Að sögn Ásthildar sé málið í vinnslu innan ráðuneytisins og til að mynda sé fagráð á vegum Miðstöð menntunar og skólaþjónustu sem kemur að málinu. Víkja megi börnum úr skóla ótímabundið Í seinni fyrirspurn Bryndísar benti hún á að víkja mætti nemendum tímabundið úr skóla ef hann virðir ítrekað ekki skólareglur. Þá megi einnig víkja börnum ótímabundið úr skóla ef brotin eru mjög alvarleg, til að mynda ef nemandi veldur öðrum skaða eða eignatjóni. Ásthildur sagði þá að skólaskylda væri á Íslandi. Ef víkja ætti nemenda úr skóla vegna brota þurfi að vera eitthvað sem taki á móti barninu. „Eins og við höfum margoft orðið vör við á síðustu vikum þá er ekkert um auðugan garð að grisja þar.“
Alþingi Ofbeldi barna Skóla- og menntamál Ofbeldi gegn börnum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Grunnskólar Tengdar fréttir Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Ungmenni á fimmtánda aldursári, sem er því undir sakhæfisaldri, er grunað um að kasta gangstéttarhellu í höfuð manns um helgina við strætóstoppistöð í Mjóddinni í Reykjavík. Árásin mun hafa verið tilviljanakennd, en hópur ungmenna mun hafa veist að manninum sem var að stiga úr strætisvagni. Aðdragandi árásarinnar, milli mannsins og ungmennanna, mun ekki hafa verið neinn. 17. mars 2025 16:45 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Ungmenni á fimmtánda aldursári, sem er því undir sakhæfisaldri, er grunað um að kasta gangstéttarhellu í höfuð manns um helgina við strætóstoppistöð í Mjóddinni í Reykjavík. Árásin mun hafa verið tilviljanakennd, en hópur ungmenna mun hafa veist að manninum sem var að stiga úr strætisvagni. Aðdragandi árásarinnar, milli mannsins og ungmennanna, mun ekki hafa verið neinn. 17. mars 2025 16:45
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent