Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson og Tina Paic skrifa 17. mars 2025 13:01 Virðisaukaskattur er flestum okkar vel kunnugur. Snertiflöturinn er víða, hann er í hverri einustu verslun, á nánast hverri einustu kvittun og er hann í raun óumflýjanlegur hluti af daglegum viðskiptum. Flest fyrirtæki og einstaklingar í atvinnurekstri geta dregið þann virðisaukaskatt sem þau greiða af aðföngum sínum frá þeim virðisaukaskatti sem þau innheimta við sölu, þannig að skatturinn leggst í raun á neytendur. En hvað með sveitarfélögin? Þau veita margvíslega grunnþjónustu, byggja upp innviði, reka skóla og annast velferðarmál svo fátt eitt sé nefnt. Þrátt fyrir það eru þau almennt ekki í virðisaukaskattskyldum rekstri. Það þýðir að sveitarfélögin innheimta almennt ekki virðisaukaskatt, en greiða hann engu að síður af flest öllum vörum og þjónustu sem þau kaupa. Til að vega upp á móti þessu eiga sveitarfélög, sem og aðrir opinberir aðilar svo sem ríkið og stofnanir, ákveðinn rétt til að sækja endurgreiðslu á greiddum virðisaukaskatti. En hvernig virkar það kerfi í raun og veru? Hvað er endurgreitt – og hvað ekki? Aðilarnir njóta takmarkaðs endurgreiðsluréttar samkvæmt lögum um virðisaukaskatt. Þau geta fengið endurgreiddan þann virðisaukaskatt sem þau greiða af ákveðnum útgjöldum, en alls ekki öllum. Umfang endurgreiðslu ræðst af eðli útgjaldanna. Þannig geta sveitarfélög t.d. fengið fulla endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna sorphreinsunar, ræstingar, snjómoksturs, björgunarstarfa og sérfræðiþjónustu. Hins vegar er alls ekki virðisaukaskattur af allri þjónustu sem sveitarfélög kaupa endurgreiddur að fullu. Í sumum tilfellum fá þau einungis hluta af virðisaukaskattinum endurgreiddan og í öðrum tilfellum fá þau alls enga endurgreiðslu. Þetta getur leitt til þess að sveitarfélög greiða virðisaukaskatt af aðföngum í rekstri sínum, án þess að fá hann endurgreiddan. Þegar fyrirtæki kaupir tölvubúnað fyrir rekstur sinn greiðir það virðisaukaskatt af kaupverðinu, en getur síðan dregið þá upphæð frá þeim virðisaukaskatti sem það innheimtir af sínum viðskiptavinum. Sveitarfélög, aftur á móti, hafa enga slíka leið. Þau greiða virðisaukaskatt af tölvubúnaði sem þau kaupa, en ef sú þjónusta sem tölvubúnaðurinn styður fellur ekki undir endurgreiðsluréttinn, verður þessi skattur hreinn kostnaður fyrir sveitarfélagið sem þarf að fjármagna. Hvaða „aðrir“ opinberu aðilar falla undir reglurnar? Það eru þó ekki einungis ríki, sveitarfélög og stofnanir sem eiga rétt á endurgreiðslu heldur mögulega einnig aðrir opinberir aðilar. Nýlega féll úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 10/2025 þar sem deilt var um hvort sjálfseignarstofnun um framhaldsskóla gæti fallið undir endurgreiðslureglurnar sem opinber aðili. Sjálfeignastofnunin sem slík var ekki opinber aðili og hafnaði skatturinn því upphaflega endurgreiðslu beiðni þess. Í stuttu máli þá féllst Yfirskattanefnd ekki á rök Skattsins og taldi að sjálfseignarstofnunin sem um ræddi félli undir endurgreiðsluheimildina sem opinber aðili í grunninn vegna m.a, eðlis starfseminnar sjálfrar, lagaumhverfis, eftirlits og að stærsti hluti rekstrarkostnaðar sem og kostnaður við uppbyggingu skólans var borinn af hinu opinbera. Þannig var niðurstaðan sú að sjálfseignarstofnunin fékk fullan rétt til endurgreiðslu líkt og opinber aðili. Eins og þetta dæmi sýnir falla án efa fleiri aðilar undir reglurnar heldur en ætla mætti og því mikilvægt fyrir alla sem starfa í þessum geira að kanna rétt sinn m.t.t. endurgreiðslu. Lokaorð Virðisaukaskattur sveitarfélaga og opinbera aðila er flókið mál sem hefur fjárhagslegar afleiðingar í för með sér og getur þannig haft áhrif á þjónustu við íbúa þegar horft er á heildarmyndina. Það má auðvitað alltaf deila um það hvort kerfið sé sanngjarnt eða ekki en eitt er víst að þetta er mál sem skiptir sveitarfélög landsins og aðra opinbera aðila miklu máli. Það er því mikilvægt að aðilar þekki rétt sinn og fái nauðsynlegar leiðbeiningar þegar við á en hugsanlega er til staðar endurgreiðsluréttur sem aðilar eru ekki meðvitaðir um og því mikilvægt að þekkja rétt sinn. Höfundar: Helgi Már Jósepsson og Tina Paic hjá KPMG Law. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Virðisaukaskattur er flestum okkar vel kunnugur. Snertiflöturinn er víða, hann er í hverri einustu verslun, á nánast hverri einustu kvittun og er hann í raun óumflýjanlegur hluti af daglegum viðskiptum. Flest fyrirtæki og einstaklingar í atvinnurekstri geta dregið þann virðisaukaskatt sem þau greiða af aðföngum sínum frá þeim virðisaukaskatti sem þau innheimta við sölu, þannig að skatturinn leggst í raun á neytendur. En hvað með sveitarfélögin? Þau veita margvíslega grunnþjónustu, byggja upp innviði, reka skóla og annast velferðarmál svo fátt eitt sé nefnt. Þrátt fyrir það eru þau almennt ekki í virðisaukaskattskyldum rekstri. Það þýðir að sveitarfélögin innheimta almennt ekki virðisaukaskatt, en greiða hann engu að síður af flest öllum vörum og þjónustu sem þau kaupa. Til að vega upp á móti þessu eiga sveitarfélög, sem og aðrir opinberir aðilar svo sem ríkið og stofnanir, ákveðinn rétt til að sækja endurgreiðslu á greiddum virðisaukaskatti. En hvernig virkar það kerfi í raun og veru? Hvað er endurgreitt – og hvað ekki? Aðilarnir njóta takmarkaðs endurgreiðsluréttar samkvæmt lögum um virðisaukaskatt. Þau geta fengið endurgreiddan þann virðisaukaskatt sem þau greiða af ákveðnum útgjöldum, en alls ekki öllum. Umfang endurgreiðslu ræðst af eðli útgjaldanna. Þannig geta sveitarfélög t.d. fengið fulla endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna sorphreinsunar, ræstingar, snjómoksturs, björgunarstarfa og sérfræðiþjónustu. Hins vegar er alls ekki virðisaukaskattur af allri þjónustu sem sveitarfélög kaupa endurgreiddur að fullu. Í sumum tilfellum fá þau einungis hluta af virðisaukaskattinum endurgreiddan og í öðrum tilfellum fá þau alls enga endurgreiðslu. Þetta getur leitt til þess að sveitarfélög greiða virðisaukaskatt af aðföngum í rekstri sínum, án þess að fá hann endurgreiddan. Þegar fyrirtæki kaupir tölvubúnað fyrir rekstur sinn greiðir það virðisaukaskatt af kaupverðinu, en getur síðan dregið þá upphæð frá þeim virðisaukaskatti sem það innheimtir af sínum viðskiptavinum. Sveitarfélög, aftur á móti, hafa enga slíka leið. Þau greiða virðisaukaskatt af tölvubúnaði sem þau kaupa, en ef sú þjónusta sem tölvubúnaðurinn styður fellur ekki undir endurgreiðsluréttinn, verður þessi skattur hreinn kostnaður fyrir sveitarfélagið sem þarf að fjármagna. Hvaða „aðrir“ opinberu aðilar falla undir reglurnar? Það eru þó ekki einungis ríki, sveitarfélög og stofnanir sem eiga rétt á endurgreiðslu heldur mögulega einnig aðrir opinberir aðilar. Nýlega féll úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 10/2025 þar sem deilt var um hvort sjálfseignarstofnun um framhaldsskóla gæti fallið undir endurgreiðslureglurnar sem opinber aðili. Sjálfeignastofnunin sem slík var ekki opinber aðili og hafnaði skatturinn því upphaflega endurgreiðslu beiðni þess. Í stuttu máli þá féllst Yfirskattanefnd ekki á rök Skattsins og taldi að sjálfseignarstofnunin sem um ræddi félli undir endurgreiðsluheimildina sem opinber aðili í grunninn vegna m.a, eðlis starfseminnar sjálfrar, lagaumhverfis, eftirlits og að stærsti hluti rekstrarkostnaðar sem og kostnaður við uppbyggingu skólans var borinn af hinu opinbera. Þannig var niðurstaðan sú að sjálfseignarstofnunin fékk fullan rétt til endurgreiðslu líkt og opinber aðili. Eins og þetta dæmi sýnir falla án efa fleiri aðilar undir reglurnar heldur en ætla mætti og því mikilvægt fyrir alla sem starfa í þessum geira að kanna rétt sinn m.t.t. endurgreiðslu. Lokaorð Virðisaukaskattur sveitarfélaga og opinbera aðila er flókið mál sem hefur fjárhagslegar afleiðingar í för með sér og getur þannig haft áhrif á þjónustu við íbúa þegar horft er á heildarmyndina. Það má auðvitað alltaf deila um það hvort kerfið sé sanngjarnt eða ekki en eitt er víst að þetta er mál sem skiptir sveitarfélög landsins og aðra opinbera aðila miklu máli. Það er því mikilvægt að aðilar þekki rétt sinn og fái nauðsynlegar leiðbeiningar þegar við á en hugsanlega er til staðar endurgreiðsluréttur sem aðilar eru ekki meðvitaðir um og því mikilvægt að þekkja rétt sinn. Höfundar: Helgi Már Jósepsson og Tina Paic hjá KPMG Law.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun