Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 17. mars 2025 10:30 Á þriðjudag og miðvikudag gefst stúdentum Háskóla Íslands kostur að taka þátt í að kjósa nýjan leiðtoga í embætti rektors. Ég vil í stuttu máli útskýra hvernig ég mun beita mér í málefnum háskólanema. Ég verð kröftugur talsmaður háskólanema Ég þekki afskaplega vel af eigin raun hversu flókið er að vera í háskólanámi, að þurfa að leggja hart að sér að geta staðið á eigin fótum og fjármagnað háskólanám sitt, oft með fjölskyldu að sjá fyrir. Ég var tveggja barna ung móðir þegar ég hóf háskólanám fyrir um 30 árum og fimm barna móðir þegar ég lauk doktorsprófi. Ég var á meðal þeirra sem naut verulegs stuðnings fjölskyldu minnar en veit að það eru ekki öll svo lánsöm. Ég mun berjast með ykkur fyrir því að stjórnvöld setji raunverulegt námsstyrkjakerfi á laggirnar og að menntasjóður verði að því jöfnunartæki sem honum var ætlað að vera. Fjölbreyttir kennsluhættir og góð aðstaða til náms Samfélagslegar breytingar og stafræn þróun hefur gjörbreytt því hvernig við eigum samskipti, þroskumst og lærum. Á Menntavísindasviði hef ég verið hluti af breiðfylkingu sem hefur verið leiðandi í að þróa nútímalegar náms- og kennsluaðferðir, s.s. fjarnám, blandað nám, starfsnám, verklegt nám og umfram allt, nám sem virkjar háskólanema og kemur til móts við brýnar samfélagslegar áskoranir. Sem rektor mun ég kappkosta að styðja við deildir og háskólakennara til að leggja áherslu á gæði kennslu og umbuna kennurum sem eru leiðandi í að þróa kennsluhætti innan deilda. Ég hef í rannsóknum mínum fjallað um hve mikilvægur hinn félagslegi þáttur menntunar er og að það þurfi að skapa stúdentum tækifæri til að tengjast, og flétta inn í námið því sem er í deiglunni hverju sinni. Ég mun því leggja ríka áherslu á að innan skólans sé fjölbreytt náms- og starfsaðstaða og að stutt sé við félagsstarf stúdenta á öllum fræðasviðum Háskólans. Víða þarf einnig að gera úrbætur á aðgengismálum og fjarlægja sýnilegar og ósýnilegar hindranir. Tengsl við samfélag og atvinnulíf Eitt af heitustu áherslumálum mínum er að háskólanemum bjóðist í ríkari mæli tækifæri til að taka þátt í skapandi, hagnýtum verkefnum og starfsnámi til að kynnast enn betur stofnunum samfélagsins og atvinnulífi. Við lærum mest með því að framkvæma. Ég hef sett af stað ýmis verkefni á sviði menntavísinda sem tengjast samfélagslegri nýsköpun og menntatækni, s.s. NýMennt, nýja starfseiningu og ég stofnaði með fleirum Nýsköpunarstofu menntunar. Um þessar mundir takast samfélög um allan heim á við flóknar áskoranir vegna pólitísks og efnahagslegs óstöðugleika, stríð og átök ógna öryggi alls heimsins, loftslagsbreytingar og mannleg ásókn ógnar náttúrunni og líffræðilegum fjölbreytileika. Öllu skiptir að virkja ungt fólk til verka, hugsjónir þeirra og viljakraft til að skapa betra samfélag og horfa til framtíðar. Ég læt verkin tala Ég hef alla tíð brunnið fyrir velferð og menntun ungs fólks og hef helgað mig rannsóknum og kennslu á sviði menntunar. Síðustu sjö ár hef ég leitt Menntavísindasvið, eitt af fimm fræðasviðum skólans, og tekið þátt í að efla fjárhag sviðsins, setja nýjar námsleiðir á laggirnar og styðja við sókn á sviði menntunar. Nú í vor flytur Menntavísindasvið úr Stakkahlíð og í glæsilega byggingu Sögu á aðalsvæði Háskólans. Það er áfangi sem beðið hefur verið eftir í 17 ár. Ég er stolt af þeim árangri sem við höfum náð og ég hvet þig að kynna þér mörg fleiri verkefni sem ég haf komið að á síðustu árum á heimasíðu minni https://kolbrunpals.hi.is/. Ég býð mig fram til að efla Háskólann sem menntastofnun, sem akademískt samfélag og hreyfiafl breytinga. Ég vil taka þátt í að nútímavæða Háskólann sem er algert lykilatriði á þeim tímum hraðra breytinga sem við lifum í. Ég kalla eftir þínum stuðningi í rektorskosningum 18. og 19 mars! Höfundur er frambjóðandi til embættis rektors Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Þ. Pálsdóttir Rektorskjör við Háskóla Íslands Hagsmunir stúdenta Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Á þriðjudag og miðvikudag gefst stúdentum Háskóla Íslands kostur að taka þátt í að kjósa nýjan leiðtoga í embætti rektors. Ég vil í stuttu máli útskýra hvernig ég mun beita mér í málefnum háskólanema. Ég verð kröftugur talsmaður háskólanema Ég þekki afskaplega vel af eigin raun hversu flókið er að vera í háskólanámi, að þurfa að leggja hart að sér að geta staðið á eigin fótum og fjármagnað háskólanám sitt, oft með fjölskyldu að sjá fyrir. Ég var tveggja barna ung móðir þegar ég hóf háskólanám fyrir um 30 árum og fimm barna móðir þegar ég lauk doktorsprófi. Ég var á meðal þeirra sem naut verulegs stuðnings fjölskyldu minnar en veit að það eru ekki öll svo lánsöm. Ég mun berjast með ykkur fyrir því að stjórnvöld setji raunverulegt námsstyrkjakerfi á laggirnar og að menntasjóður verði að því jöfnunartæki sem honum var ætlað að vera. Fjölbreyttir kennsluhættir og góð aðstaða til náms Samfélagslegar breytingar og stafræn þróun hefur gjörbreytt því hvernig við eigum samskipti, þroskumst og lærum. Á Menntavísindasviði hef ég verið hluti af breiðfylkingu sem hefur verið leiðandi í að þróa nútímalegar náms- og kennsluaðferðir, s.s. fjarnám, blandað nám, starfsnám, verklegt nám og umfram allt, nám sem virkjar háskólanema og kemur til móts við brýnar samfélagslegar áskoranir. Sem rektor mun ég kappkosta að styðja við deildir og háskólakennara til að leggja áherslu á gæði kennslu og umbuna kennurum sem eru leiðandi í að þróa kennsluhætti innan deilda. Ég hef í rannsóknum mínum fjallað um hve mikilvægur hinn félagslegi þáttur menntunar er og að það þurfi að skapa stúdentum tækifæri til að tengjast, og flétta inn í námið því sem er í deiglunni hverju sinni. Ég mun því leggja ríka áherslu á að innan skólans sé fjölbreytt náms- og starfsaðstaða og að stutt sé við félagsstarf stúdenta á öllum fræðasviðum Háskólans. Víða þarf einnig að gera úrbætur á aðgengismálum og fjarlægja sýnilegar og ósýnilegar hindranir. Tengsl við samfélag og atvinnulíf Eitt af heitustu áherslumálum mínum er að háskólanemum bjóðist í ríkari mæli tækifæri til að taka þátt í skapandi, hagnýtum verkefnum og starfsnámi til að kynnast enn betur stofnunum samfélagsins og atvinnulífi. Við lærum mest með því að framkvæma. Ég hef sett af stað ýmis verkefni á sviði menntavísinda sem tengjast samfélagslegri nýsköpun og menntatækni, s.s. NýMennt, nýja starfseiningu og ég stofnaði með fleirum Nýsköpunarstofu menntunar. Um þessar mundir takast samfélög um allan heim á við flóknar áskoranir vegna pólitísks og efnahagslegs óstöðugleika, stríð og átök ógna öryggi alls heimsins, loftslagsbreytingar og mannleg ásókn ógnar náttúrunni og líffræðilegum fjölbreytileika. Öllu skiptir að virkja ungt fólk til verka, hugsjónir þeirra og viljakraft til að skapa betra samfélag og horfa til framtíðar. Ég læt verkin tala Ég hef alla tíð brunnið fyrir velferð og menntun ungs fólks og hef helgað mig rannsóknum og kennslu á sviði menntunar. Síðustu sjö ár hef ég leitt Menntavísindasvið, eitt af fimm fræðasviðum skólans, og tekið þátt í að efla fjárhag sviðsins, setja nýjar námsleiðir á laggirnar og styðja við sókn á sviði menntunar. Nú í vor flytur Menntavísindasvið úr Stakkahlíð og í glæsilega byggingu Sögu á aðalsvæði Háskólans. Það er áfangi sem beðið hefur verið eftir í 17 ár. Ég er stolt af þeim árangri sem við höfum náð og ég hvet þig að kynna þér mörg fleiri verkefni sem ég haf komið að á síðustu árum á heimasíðu minni https://kolbrunpals.hi.is/. Ég býð mig fram til að efla Háskólann sem menntastofnun, sem akademískt samfélag og hreyfiafl breytinga. Ég vil taka þátt í að nútímavæða Háskólann sem er algert lykilatriði á þeim tímum hraðra breytinga sem við lifum í. Ég kalla eftir þínum stuðningi í rektorskosningum 18. og 19 mars! Höfundur er frambjóðandi til embættis rektors Háskóla Íslands.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar