Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 16. mars 2025 16:17 Myndin sýnir fund forsetanna tveggja í Hamborg árið 2017. AP/Evan Vucci Donald Trump Bandaríkjaforseti mun ræða við Vladímír Pútín Rússland forseta símleiðis í vikunni að sögn sérstaks erindreka Bandaríkjaforseta sem heimsótti Moskvu í vikunni sem líður. Steve Witkoff, sérstakur erindreki Bandaríkjaforseta, sagði í viðtali á CNN að hann hefði átt jákvæð samskipti við Vladímír Pútín í heimsókn hans til Moskvu í vikunni. Pútín segist tilbúinn að ræða vopnahlé en setti því mjög ströng skilyrði. Hann sagðist opinn fyrir tillögu Bandaríkjanna að þrjátíu daga vopnahlé, sem Selenskí Úkraínuforseti hefur þegar samþykkt. Pútín segist hafa áhyggjur af því að skilmálar vopnahlésins komi til með að gagnast Úkraínumönnum en Witkoff vildi ekki tjá sig um þær mótbárur sem stjórnvöld í Rússlandi hafa hreyft við tillögunni. Bandarísku sendinefndinni hafi tekist að mjaka Rússum og Úkraínumönnum nær samkomulagi og segir Witkoff að hann muni hitta Trump Bandaríkjaforseta í dag. „Hann tekur þátt í allri ákvarðanatöku og ég býst við því að forsetarnir muni eiga símtal í vikunni,“ segir hann. Fyrr í vikunni lét Pútín þau ummæli falla á fundi með Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, að hann tryði því að Úkraínumenn myndu hagnast á þeirri tillögu sem liggur fyrir og að það myndi ekki tryggja langvarandi frið þar sem þær kvæðu ekki á um „rætur“ innrásar Rússlands. Hann sagði einnig að rússneskar hersveitir væru í framsókn á víglínunni endilangri og sagði það ljóst hvaða áhrif vopnahlé myndi hafa þar. Erfitt væri að segja til um hver bæri ábyrgð á brotum gegn skilmálum vopnahlésins á tvö þúsund kílómetra víglínu. Hann hygðist þó ræða málið frekar við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Donald Trump Vladimír Pútín Tengdar fréttir Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að hann og/eða erindrekar hans hafi átt gott og uppbyggilegt samtal við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í gær. Hann segir góðar líkur á því að hægt verði að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu, þó Pútín hafi hafnað vopnahléstillögu Bandaríkjamanna í gær og lagt fram viðbótarkröfur. 14. mars 2025 15:52 Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist heilt yfir hlynntur því að samþykkja þrjátíu daga vopnahlé í Úkraínu, en því fylgi ákveðin skilyrði og vandkvæði. Hann í raun hafnaði tillögu Bandaríkjamanna á þeim grundvelli að Úkraínumenn myndu hagnast á því og sagðist vilja að vopnahlé leiddi til langvarandi friðar og að „rætur“ innrásar Rússa í Úkraínu yrðu ávarpaðar. 13. mars 2025 16:06 Hörfa frá Kúrsk Úkraínskir hermenn virðast vera að hörfa frá yfirráðasvæði þeirra í Kúrskhéraði í Rússlandi, eða í það minnsta frá stórum hluta þess. Það er sjö mánuðum eftir að þeir komu rússneskum hermönnum á óvart með skyndilegri innrás í héraðið. 12. mars 2025 09:51 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Steve Witkoff, sérstakur erindreki Bandaríkjaforseta, sagði í viðtali á CNN að hann hefði átt jákvæð samskipti við Vladímír Pútín í heimsókn hans til Moskvu í vikunni. Pútín segist tilbúinn að ræða vopnahlé en setti því mjög ströng skilyrði. Hann sagðist opinn fyrir tillögu Bandaríkjanna að þrjátíu daga vopnahlé, sem Selenskí Úkraínuforseti hefur þegar samþykkt. Pútín segist hafa áhyggjur af því að skilmálar vopnahlésins komi til með að gagnast Úkraínumönnum en Witkoff vildi ekki tjá sig um þær mótbárur sem stjórnvöld í Rússlandi hafa hreyft við tillögunni. Bandarísku sendinefndinni hafi tekist að mjaka Rússum og Úkraínumönnum nær samkomulagi og segir Witkoff að hann muni hitta Trump Bandaríkjaforseta í dag. „Hann tekur þátt í allri ákvarðanatöku og ég býst við því að forsetarnir muni eiga símtal í vikunni,“ segir hann. Fyrr í vikunni lét Pútín þau ummæli falla á fundi með Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, að hann tryði því að Úkraínumenn myndu hagnast á þeirri tillögu sem liggur fyrir og að það myndi ekki tryggja langvarandi frið þar sem þær kvæðu ekki á um „rætur“ innrásar Rússlands. Hann sagði einnig að rússneskar hersveitir væru í framsókn á víglínunni endilangri og sagði það ljóst hvaða áhrif vopnahlé myndi hafa þar. Erfitt væri að segja til um hver bæri ábyrgð á brotum gegn skilmálum vopnahlésins á tvö þúsund kílómetra víglínu. Hann hygðist þó ræða málið frekar við Donald Trump Bandaríkjaforseta.
Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Donald Trump Vladimír Pútín Tengdar fréttir Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að hann og/eða erindrekar hans hafi átt gott og uppbyggilegt samtal við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í gær. Hann segir góðar líkur á því að hægt verði að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu, þó Pútín hafi hafnað vopnahléstillögu Bandaríkjamanna í gær og lagt fram viðbótarkröfur. 14. mars 2025 15:52 Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist heilt yfir hlynntur því að samþykkja þrjátíu daga vopnahlé í Úkraínu, en því fylgi ákveðin skilyrði og vandkvæði. Hann í raun hafnaði tillögu Bandaríkjamanna á þeim grundvelli að Úkraínumenn myndu hagnast á því og sagðist vilja að vopnahlé leiddi til langvarandi friðar og að „rætur“ innrásar Rússa í Úkraínu yrðu ávarpaðar. 13. mars 2025 16:06 Hörfa frá Kúrsk Úkraínskir hermenn virðast vera að hörfa frá yfirráðasvæði þeirra í Kúrskhéraði í Rússlandi, eða í það minnsta frá stórum hluta þess. Það er sjö mánuðum eftir að þeir komu rússneskum hermönnum á óvart með skyndilegri innrás í héraðið. 12. mars 2025 09:51 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að hann og/eða erindrekar hans hafi átt gott og uppbyggilegt samtal við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í gær. Hann segir góðar líkur á því að hægt verði að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu, þó Pútín hafi hafnað vopnahléstillögu Bandaríkjamanna í gær og lagt fram viðbótarkröfur. 14. mars 2025 15:52
Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist heilt yfir hlynntur því að samþykkja þrjátíu daga vopnahlé í Úkraínu, en því fylgi ákveðin skilyrði og vandkvæði. Hann í raun hafnaði tillögu Bandaríkjamanna á þeim grundvelli að Úkraínumenn myndu hagnast á því og sagðist vilja að vopnahlé leiddi til langvarandi friðar og að „rætur“ innrásar Rússa í Úkraínu yrðu ávarpaðar. 13. mars 2025 16:06
Hörfa frá Kúrsk Úkraínskir hermenn virðast vera að hörfa frá yfirráðasvæði þeirra í Kúrskhéraði í Rússlandi, eða í það minnsta frá stórum hluta þess. Það er sjö mánuðum eftir að þeir komu rússneskum hermönnum á óvart með skyndilegri innrás í héraðið. 12. mars 2025 09:51