Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Margrét Helga Erlingsdóttir og Magnús Jochum Pálsson skrifa 15. mars 2025 23:24 Einar Sveinsson og Elín Hirst hafa bæði áhyggjur af því hvaða áhrif byggingaframkvæmdir við Sóltún muni hafa á aðstandendur sína sem dvelja á hjúkrunarheimilinu. Vísir/Stöð 2/Heimar Aðstandendur íbúa á hjúkrunarheimilinu Sóltúni hafa áhyggjur af því að heimilisfólkið verði fyrir óþægindum þegar farið verður í að stækka bygginguna. Forstjóri Sóltúns segir æpandi þörf eftir fleiri rýmum. Á Sóltúni eru 92 rými en á þessu ári er fyrirhugað fjölga rýmum um 67. Forstjórinn segir að ráðast eigi í að framkvæma svokallaða léttbyggingu sem verði komið fyrir efst þannig að byggingin hækkar um eina hæð. Þá stendur til að lengja tvær álmur af fjórum. „Framkvæmdum fylgir alltaf eitthvað rask en við höfum fulla trú á að okkur takist að stýra starfseminni þannig að það fari vel um íbúanna og við náum að lágmarka óþægindin og gerum það með skipulögðum hætti, með mótvægisaðgerðum og breyta aðeins starfseminni, færa fólk milli eininga, við erum með tólf setustofur, við erum með sal sem við getum fært fólk til rétt á meðan það er hávaði,“ segir Halla Thoroddsen, forstjóri Sóltúns heilbrigðisþjónustu. Síðustu stundir íbúa við hræðilegar aðstæður Einar Stefánsson, læknir hefur áhyggjur af því að raskið sem fylgir framkvæmdunum muni hafa slæm áhrif á eiginkonu sína sem býr á Sóltúni og er með heilabilun. „Hún talar ekki og á erfitt með að skynja raunveruleikann þannig að hún mun ekki vita hvað þetta er, þetta rask, þessi hávaði og múrbrjótar. Hún mun ekki vita að þetta eru bara byggingaframkvæmdir, hún mun líta á þetta sem ógn þannig að þetta er svo miklu miklu verra fyrir þetta fatlaða fólk, þetta heilabilaða fólk sem hér er, heldur en það væri fyrir þó heilbrigt fólk,“ segir Einar. Það sé fyrirséð að fjölmargir íbúar Sóltúns muni falla frá á framkvæmdartímanum. „Þau munu eyða sínum síðustu stundum með sínum nánustu við slíkar aðstæður,“ segir Einar. „Hvaða réttindi eiga þeir sem búa hér?“ Faðir Elínar Hirst býr líka á Sóltúni og líkar vel en Elín hefur áhyggjur af hagsmunum hans. „Ég bara óttast það að þetta geti orðið annað mál eins og við sjáum í Álfabakkanum í Breiðholti, allt í einu eru yfirvöld búin að samþykkja einhverjar stórframkvæmdir sem eiga alls ekki heima þar sem þær eru,“ segir Elín. „Og ég spyr hvar eru yfirvöld og hvaða réttindi eiga þeir sem hér búa? Eru þeir bara réttlausir?“ Þörfin æpandi og eftirspurnin gríðarleg Halla segir að Íslendingar búi því miður ekki svo vel að geta flutt fólk á milli hjúkrunarheimila þegar framkvæmdir eru í gangi en að líkja megi bið eftir plássi sem ákveðinni neyð. „Þörfin er æpandi og gríðarleg eftirspurn. Bara hjá okkur á Sóltúni eru 144 eintaklingar og fjölskyldur sem eru að biða eftir símtali frá okkur,“ segir Halla. „Sóltún er gríðarlega vinsælt, eftirsótt heimili og hér er gott að vera. Við vitum hvernig ástandið er á Landspítalanum og biðlistinn er í kringum 500 á höfuðborgarsvæðinu og þetta ástand er bara að fara að versna,“ segir hún. Hjúkrunarheimili Byggingariðnaður Eldri borgarar Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Framkvæmdir muni ekki hafa marktæk áhrif á daglega starfsemi Halla Thoroddsen, forstjóri Sóltúns, segir að fyrirhugaðar framkvæmdir við hjúkrunarheimilið muni ekki koma til með að hafa marktæk áhrif á daglega starfsemi. Halldór Benjamín forstjóri Regins fasteignafélags, sem er eigandi fasteignarinnar, segir að sú leið sem hafi verið valin taki mið af bæði núverandi starfsemi og íbúum Sóltúns. 6. maí 2024 16:05 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Á Sóltúni eru 92 rými en á þessu ári er fyrirhugað fjölga rýmum um 67. Forstjórinn segir að ráðast eigi í að framkvæma svokallaða léttbyggingu sem verði komið fyrir efst þannig að byggingin hækkar um eina hæð. Þá stendur til að lengja tvær álmur af fjórum. „Framkvæmdum fylgir alltaf eitthvað rask en við höfum fulla trú á að okkur takist að stýra starfseminni þannig að það fari vel um íbúanna og við náum að lágmarka óþægindin og gerum það með skipulögðum hætti, með mótvægisaðgerðum og breyta aðeins starfseminni, færa fólk milli eininga, við erum með tólf setustofur, við erum með sal sem við getum fært fólk til rétt á meðan það er hávaði,“ segir Halla Thoroddsen, forstjóri Sóltúns heilbrigðisþjónustu. Síðustu stundir íbúa við hræðilegar aðstæður Einar Stefánsson, læknir hefur áhyggjur af því að raskið sem fylgir framkvæmdunum muni hafa slæm áhrif á eiginkonu sína sem býr á Sóltúni og er með heilabilun. „Hún talar ekki og á erfitt með að skynja raunveruleikann þannig að hún mun ekki vita hvað þetta er, þetta rask, þessi hávaði og múrbrjótar. Hún mun ekki vita að þetta eru bara byggingaframkvæmdir, hún mun líta á þetta sem ógn þannig að þetta er svo miklu miklu verra fyrir þetta fatlaða fólk, þetta heilabilaða fólk sem hér er, heldur en það væri fyrir þó heilbrigt fólk,“ segir Einar. Það sé fyrirséð að fjölmargir íbúar Sóltúns muni falla frá á framkvæmdartímanum. „Þau munu eyða sínum síðustu stundum með sínum nánustu við slíkar aðstæður,“ segir Einar. „Hvaða réttindi eiga þeir sem búa hér?“ Faðir Elínar Hirst býr líka á Sóltúni og líkar vel en Elín hefur áhyggjur af hagsmunum hans. „Ég bara óttast það að þetta geti orðið annað mál eins og við sjáum í Álfabakkanum í Breiðholti, allt í einu eru yfirvöld búin að samþykkja einhverjar stórframkvæmdir sem eiga alls ekki heima þar sem þær eru,“ segir Elín. „Og ég spyr hvar eru yfirvöld og hvaða réttindi eiga þeir sem hér búa? Eru þeir bara réttlausir?“ Þörfin æpandi og eftirspurnin gríðarleg Halla segir að Íslendingar búi því miður ekki svo vel að geta flutt fólk á milli hjúkrunarheimila þegar framkvæmdir eru í gangi en að líkja megi bið eftir plássi sem ákveðinni neyð. „Þörfin er æpandi og gríðarleg eftirspurn. Bara hjá okkur á Sóltúni eru 144 eintaklingar og fjölskyldur sem eru að biða eftir símtali frá okkur,“ segir Halla. „Sóltún er gríðarlega vinsælt, eftirsótt heimili og hér er gott að vera. Við vitum hvernig ástandið er á Landspítalanum og biðlistinn er í kringum 500 á höfuðborgarsvæðinu og þetta ástand er bara að fara að versna,“ segir hún.
Hjúkrunarheimili Byggingariðnaður Eldri borgarar Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Framkvæmdir muni ekki hafa marktæk áhrif á daglega starfsemi Halla Thoroddsen, forstjóri Sóltúns, segir að fyrirhugaðar framkvæmdir við hjúkrunarheimilið muni ekki koma til með að hafa marktæk áhrif á daglega starfsemi. Halldór Benjamín forstjóri Regins fasteignafélags, sem er eigandi fasteignarinnar, segir að sú leið sem hafi verið valin taki mið af bæði núverandi starfsemi og íbúum Sóltúns. 6. maí 2024 16:05 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Framkvæmdir muni ekki hafa marktæk áhrif á daglega starfsemi Halla Thoroddsen, forstjóri Sóltúns, segir að fyrirhugaðar framkvæmdir við hjúkrunarheimilið muni ekki koma til með að hafa marktæk áhrif á daglega starfsemi. Halldór Benjamín forstjóri Regins fasteignafélags, sem er eigandi fasteignarinnar, segir að sú leið sem hafi verið valin taki mið af bæði núverandi starfsemi og íbúum Sóltúns. 6. maí 2024 16:05