Skoðun

Við mót­mælum ný­byggingum í Neðra Breið­holtinu

Jökull Þór Sveinsson og Hlynur Ingi Jóhannsson skrifa

Fólkið í Neðra Breiðholtið mótmælir stúdentaíbúðum sem er verið að fara að byggja þar sem nú er leiksvæði barnanna í hverfinu. Það er verið að skemma túnið fyrir krökkunum að leika sér úti. Þar er núna m.a. hoppubelgur og brekka þar sem hægt er að renna sér á veturna.

Með þessu verður Breiðholtið líka bara meira hættulegt vegna bílaumferðar og mun hindra góða leið fyrir krakka að labba í skólann. Sumir foreldrar eru pirraðir úti í Reykjarvíkurborg út af þessum áætlunum. Það er líka verið að taka heil fimm bílastæði frá Blöndubakka og útlit fyrir að það munni yfirleitt vanta mörg bílastæði.

Auk þessa munu blokkirnar skyggja á leiksvæði Breiðholtsskóla þannig að þar verður skuggi. Byggðin er líka of þétt.

Svo erum við líka að pæla hvort búð geti ekki örugglega komið aftur í hverfið okkar eins og t.d. Nettó, Bónus, Krambúði eða Krónan. Vonum að við fáum eina af þeim.

Höfundar eru nemendur í 6. bekk Breiðholtsskóla.




Skoðun

Sjá meira


×