16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. mars 2025 20:05 Bílalestin með húsin þegar lagt var af stað frá Selfossi um miðjan dag á fimmtudaginn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Húsum á Húsavík fjölgað um sex í gær eftir að hafa verið upp á vörubílspöllum í sextán klukkutíma þar sem þau voru flutt á tólf vörubílum frá Selfossi í lögreglufylgd. Taka þurfti niður raflínur á nokkrum stöðum á leiðinni. Það tók töluverðan tíma og þurfti mikið skipulag við að koma öllum húseiningunum upp á vagna vörubílanna tólf en öll húsinu voru smíðuð á útisvæði SG húsa á Selfossi. Húsin voru svo flutt í lögreglufylgd á Húsavík þar sem meðalhraðinn var um 50 kílómetrar en ferðalagið tók um sextán klukkutíma en húsin voru smíðuð fyrir Leigufélagið Bjarg. „Þetta er töluverður viðbúnaður búin að vera í kringum þetta, töluverð vinna. Þetta voru náttúrulega 600 fermetrar af húsum plús bílarnir, þannig að við slöguðum í þúsund fermetra, sem voru á ferðinni með húsinu en það voru tólf trukkar í einu,” segir Kristján I. Vignisson, yfirmaður krana- og flutningaþjónustu hjá Jáverki á Selfossi. Það hlítur að vera gaman að taka þátt í svona verkefni eða hvað? „Já, það er alltaf gaman að taka þátt í verkefnum þegar þau ganga vel enda var ég með landsliðið af flutningabílstjórum með mér í þessu skemmtilega verkefni,” segir Kristján. Og þeir 55 starfsmenn, sem vinna hjá SG húsum á Selfossi hafa meira en nóg að gera að smíða einingahús, sem er flutt um allt land eins og þetta dæmi með Húsavík sýnir best. „Þetta eru bara timburhús, sem voru smíðuð hér á Selfossi og sett saman hérna og flutt síðan til Húsavíkur, hannað og smíðað á Selfossi,” segir Baldur Pálsson, eigandi og framkvæmdastjóri SG húsa. Hann er stoltur af verkefninu. „Já, það þarf ekki að flytja allt inn, þetta er íslensk framleiðsla fyrir íslenskar aðstæður. Og við erum líka að byggja fjölbýlishús fyrir Bjarg en við fórum með 28 íbúðir á Akranes nýlega og erum að fara með 24 í Mosfellsbæ á næstunni,” segir Baldur. Kristján I. Vignisson, yfirmaður krana- og flutningaþjónustu hjá Jáverki á Selfossi (t.h.) og Baldur Pálsson, eigandi og framkvæmdastjóri hjá SG hús á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Húsnæðismál Norðurþing Lögreglumál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Það tók töluverðan tíma og þurfti mikið skipulag við að koma öllum húseiningunum upp á vagna vörubílanna tólf en öll húsinu voru smíðuð á útisvæði SG húsa á Selfossi. Húsin voru svo flutt í lögreglufylgd á Húsavík þar sem meðalhraðinn var um 50 kílómetrar en ferðalagið tók um sextán klukkutíma en húsin voru smíðuð fyrir Leigufélagið Bjarg. „Þetta er töluverður viðbúnaður búin að vera í kringum þetta, töluverð vinna. Þetta voru náttúrulega 600 fermetrar af húsum plús bílarnir, þannig að við slöguðum í þúsund fermetra, sem voru á ferðinni með húsinu en það voru tólf trukkar í einu,” segir Kristján I. Vignisson, yfirmaður krana- og flutningaþjónustu hjá Jáverki á Selfossi. Það hlítur að vera gaman að taka þátt í svona verkefni eða hvað? „Já, það er alltaf gaman að taka þátt í verkefnum þegar þau ganga vel enda var ég með landsliðið af flutningabílstjórum með mér í þessu skemmtilega verkefni,” segir Kristján. Og þeir 55 starfsmenn, sem vinna hjá SG húsum á Selfossi hafa meira en nóg að gera að smíða einingahús, sem er flutt um allt land eins og þetta dæmi með Húsavík sýnir best. „Þetta eru bara timburhús, sem voru smíðuð hér á Selfossi og sett saman hérna og flutt síðan til Húsavíkur, hannað og smíðað á Selfossi,” segir Baldur Pálsson, eigandi og framkvæmdastjóri SG húsa. Hann er stoltur af verkefninu. „Já, það þarf ekki að flytja allt inn, þetta er íslensk framleiðsla fyrir íslenskar aðstæður. Og við erum líka að byggja fjölbýlishús fyrir Bjarg en við fórum með 28 íbúðir á Akranes nýlega og erum að fara með 24 í Mosfellsbæ á næstunni,” segir Baldur. Kristján I. Vignisson, yfirmaður krana- og flutningaþjónustu hjá Jáverki á Selfossi (t.h.) og Baldur Pálsson, eigandi og framkvæmdastjóri hjá SG hús á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Húsnæðismál Norðurþing Lögreglumál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira