Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Samúel Karl Ólason skrifar 14. mars 2025 16:55 Frá Svalbarða sem lútir stjórn Norðmanna en þar má einnig finna rússneska byggð. AFP/Jonathan Nackstrand Yfirvöld í Rússlandi sökuðu í dag Norðmenn um að hervæða Svalbarða. Slíkt valdi spennu og auki hættuna á átökum á norðurslóðum. Þetta kom fram á fundi erindreka utanríkisráðuneytis Rússlands með sendiherra Noregs í Rússlandi. Svalbarði er eins og flestir vita eyjaklasi í Íshafi en Noregur fer með fullveldisréttindi þar samkvæmt Svalbarðasamningnum. Aðildarríki samningsins eru 46 talsins og er Ísland þar á meðal. Samningurinn segir til um að ekki megi byggja varnarvirki eða flotastöðvar og að ekki megi nota Svalbarða í hernaðarlegum tilgangi. Rússar hafa lengi nýtt sér auðlindir Svalbarða á grunni samningsins. Á áðurnefndum fundi í dag kvörtuðu Rússar yfir því að eyjaklasinn spilaði sífellt stærri rullu í hernaði Noregs, með aðkomu Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalaginu. Í tilkynningu á vef ráðuneytisins segir að ráðamenn í Moskvu kalli eftir því að Norðmenn láti af þessu meinta athæfi, þar sem það grafi undan lagalegum grunni samkomulagsins um stjórn Norðmanna á Svalbarða. Í frétt Norska ríkisútvarpsins um tilkynninguna segir að norskir stjórnmálamenn hafi kallað eftir aukinni hernaðarlegri viðveru á Svalbarða. Þar á meðal eru embættismenn á eyjaklasanum. Hefur slíkum ummælum meðal annars verið kastað fram í tengslum við aukna árásargirni Rússa og viðvarana vegna tilrauna þeirra til að grafa undan samheldni innan NATO og mögulega láta reyna á fimmtu grein stofnsáttmála bandalagsins um sameiginlegar varnir. Sjá einnig: Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, hefur samkvæmt NRK ekki tekið vel í það og vísað til Svalbarðasamningsins. Hann hefur ítrekað að Norðmenn hafi ekki áhuga á aukinni spennu á norðurslóðum. Noregur Rússland Norðurslóðir Hernaður Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Sjá meira
Svalbarði er eins og flestir vita eyjaklasi í Íshafi en Noregur fer með fullveldisréttindi þar samkvæmt Svalbarðasamningnum. Aðildarríki samningsins eru 46 talsins og er Ísland þar á meðal. Samningurinn segir til um að ekki megi byggja varnarvirki eða flotastöðvar og að ekki megi nota Svalbarða í hernaðarlegum tilgangi. Rússar hafa lengi nýtt sér auðlindir Svalbarða á grunni samningsins. Á áðurnefndum fundi í dag kvörtuðu Rússar yfir því að eyjaklasinn spilaði sífellt stærri rullu í hernaði Noregs, með aðkomu Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalaginu. Í tilkynningu á vef ráðuneytisins segir að ráðamenn í Moskvu kalli eftir því að Norðmenn láti af þessu meinta athæfi, þar sem það grafi undan lagalegum grunni samkomulagsins um stjórn Norðmanna á Svalbarða. Í frétt Norska ríkisútvarpsins um tilkynninguna segir að norskir stjórnmálamenn hafi kallað eftir aukinni hernaðarlegri viðveru á Svalbarða. Þar á meðal eru embættismenn á eyjaklasanum. Hefur slíkum ummælum meðal annars verið kastað fram í tengslum við aukna árásargirni Rússa og viðvarana vegna tilrauna þeirra til að grafa undan samheldni innan NATO og mögulega láta reyna á fimmtu grein stofnsáttmála bandalagsins um sameiginlegar varnir. Sjá einnig: Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, hefur samkvæmt NRK ekki tekið vel í það og vísað til Svalbarðasamningsins. Hann hefur ítrekað að Norðmenn hafi ekki áhuga á aukinni spennu á norðurslóðum.
Noregur Rússland Norðurslóðir Hernaður Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Sjá meira