Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. mars 2025 10:06 Duda vill kjarnavopn frá Bandaríkjunum, þrátt fyrir að Pútín myndi líta á það sem hreina og klára stríðsyfirlýsingu. AP Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur ítrekað vilja pólskra stjórnvalda til að heimila Bandaríkjamönnum að koma upp kjarnavopnum í landinu. Hann segir það myndu gera Pólland öryggara og sterkara, andspænis ógninni sem steðjar að frá Rússlandi. Duda segir stjórnvöld í Moskvu að jafn ásælin, ef ekki ásælnari en fyrrum Sovétríkin. Forsetinn hefur áður talað fyrir því að Bandaríkjamenn komi kjarnavopnum fyrir í Póllandi, meðal annars í kjölfar þess að Rússar komu kjarnavopnum fyrir í Belarús. Það virðist ekki hræða hann að Vladimír Pútín Rússlandsforseti myndi líta á það sem jafngildi stríðsyfirlýsingar af hálfu Atlantshafsbandalagsins. „Þessi varnaraðgerð er mikilvægt svar við hegðun Rússlands, að koma kjarnorkuvopnum fyrir á áhrifasvæði Nató. Pólland er reiðubúið til að hýsa þessi kjarnavopn,“ segir Duda. Þá fagnar hann yfirlýsingu Emmanuel Macron Frakklandsforseta um að Frakkar séu reiðubúnir til að skýla öðrum Nató-ríkjum undir „kjarnavopnaregnhlíf sinni“. Duda segir bandarísk kjarnorkuvopn í Póllandi myndu sýna og staðfesta skuldbindingu Bandaríkjamanna og vilja þeirra til að verja landið. Um það bil 10 þúsund bandarískir hermenn dvelja í Póllandi. Pólverjar verja um það bil fimm prósent þjóðartekna sinna til varnarmála, meira en nokkurt annað Nató-ríki. Duda segist sannfærður um að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé með áætlun til að „hvetja“ Rússa til að ganga til samningaviðræðna um frið í Úkraínu. Þá segist hann telja einsýnt að rússneskar eignir sem hafa verið frystar vegna innrásarinnar verði notaðar til að byggja upp Úkraínu. Ítarlega umfjöllun má finna hjá BBC. Pólland Bandaríkin Rússland Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Hann segir það myndu gera Pólland öryggara og sterkara, andspænis ógninni sem steðjar að frá Rússlandi. Duda segir stjórnvöld í Moskvu að jafn ásælin, ef ekki ásælnari en fyrrum Sovétríkin. Forsetinn hefur áður talað fyrir því að Bandaríkjamenn komi kjarnavopnum fyrir í Póllandi, meðal annars í kjölfar þess að Rússar komu kjarnavopnum fyrir í Belarús. Það virðist ekki hræða hann að Vladimír Pútín Rússlandsforseti myndi líta á það sem jafngildi stríðsyfirlýsingar af hálfu Atlantshafsbandalagsins. „Þessi varnaraðgerð er mikilvægt svar við hegðun Rússlands, að koma kjarnorkuvopnum fyrir á áhrifasvæði Nató. Pólland er reiðubúið til að hýsa þessi kjarnavopn,“ segir Duda. Þá fagnar hann yfirlýsingu Emmanuel Macron Frakklandsforseta um að Frakkar séu reiðubúnir til að skýla öðrum Nató-ríkjum undir „kjarnavopnaregnhlíf sinni“. Duda segir bandarísk kjarnorkuvopn í Póllandi myndu sýna og staðfesta skuldbindingu Bandaríkjamanna og vilja þeirra til að verja landið. Um það bil 10 þúsund bandarískir hermenn dvelja í Póllandi. Pólverjar verja um það bil fimm prósent þjóðartekna sinna til varnarmála, meira en nokkurt annað Nató-ríki. Duda segist sannfærður um að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé með áætlun til að „hvetja“ Rússa til að ganga til samningaviðræðna um frið í Úkraínu. Þá segist hann telja einsýnt að rússneskar eignir sem hafa verið frystar vegna innrásarinnar verði notaðar til að byggja upp Úkraínu. Ítarlega umfjöllun má finna hjá BBC.
Pólland Bandaríkin Rússland Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira