Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. mars 2025 11:46 Alma Möller, heilbrigðisráðherra, segir að mikilvægt sé að stytta biðlista fyrir börn og þess vegna ákvað hún að veita Heilsuskólnum aukafjárveitingu. Með henni tókst að stytta fimmtán mánaða biðlista niður í tíu mánuði. Vísir/einar Heilbrigðisráðherra segir brýnt að stytta bið fyrir börn og því hún ákveðið að styðja við Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins sem styður við börn með offitu. Hún hyggst skipa starfshóp sem er falið að kortleggja nýjar áskoranir í lýðheilsu barna. Á dögunum hlaut Heilsuskóli Barnaspítala Hringsins aukafjárveitingu upp á 36 milljónir króna. Heilsuskólinn býður börnum með offitu, og fjölskyldum þeirra, upp á þverfaglega þjónustu. Í kvöldfréttum Stöðva 2 var rætt við barnalækni sem starfar hjá Heilsuskólanum sem sagði okkur að um sjötíu börn væru á biðlista eftir þjónustunni. „Þeir hafa verið að lengjast og Heilsuskólinn er með fína þverfaglega meðferð fyrir þessi börn og við ætlumst líka til að þau séu bakhjarl fyrir teymi annars staðar á landinu. Það er til dæmis komin svona móttaka hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og það er mikilvægt að breiða út það sem gengur vel,“ segir Alma Möller, heilbrigðisráðherra. Hlutfall barna með offitu hefur verið að aukast mjög hin síðustu ár og nú er svo komið að 7,5 prósent þeirra eru með offitu. Fimmtíu börn sem eru í þjónustu hjá Heilsuskólanum hafa notað þyngdarstjórnunarlyf á borð við Ozempic sem hefur gefið góða raun hjá þeim börnum sem ekkert annað hefur virkað fyrir. „Við sjáum að börnin okkar eru að þyngjast og það er mjög brýnt að grípa inn í snemma því ofþyngd tengist margskonar heilsufarslegum vandamálum og þetta er auðvitað í góðu samræmi við stefnu ríkisstjórnar um að stytta bið fyrir börn, hvar sem á er litið,“ segir Alma um aukafjárveitinguna. Starfshópur mun kortleggja nýjar áskoranir í lýðheilsu Alma var spurð hvort ekki væri einnig rétt að efla forvarnir og grípa inn í á fyrri stigum. „Jú, það er alveg hárrétt og núna liggur fyrir skýrsla aum offituvandann og hvað þurfi að gera bæði varðandi forvarnir og meðferð. Það er nýkominn til starfa í heilbrigðisráðuneytið verkefnastjóri sem er að fara í gegnum þetta en forvarnir eru svo margt. Það er mikilvægt að fræða um mataræði, auka aðgengi að hollum mat, það eru forvarnir og nú eru orðnar ókeypis skólamáltíðir og lykilatriði að þær séu hollar og svo er það hreyfing og margt, margt fleira.“ „Ég er núna að skipa hóp sem á að kortleggja nýjar áskoranir í lýðheilsu barna og það verður fjallað um þetta sérstaklega, en til dæmis markaðssetning óhollustu gagnvart börnum er í mörgum löndum vandamál,“ segir Alma Möller, heilbrigðisráðherra. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Rúmlega sjö af hverjum hundrað íslenskum börnum glíma við offitu sem er vaxandi vandamál hér á landi. Hlutfallið er hærra á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Sjötíu börn bíða nú eftir því að komast í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins en aukafjárveiting hefur orðið til þess að unnt er að stytta biðlista. 12. mars 2025 20:02 Börnin bíða, bíða og bíða Börnum sem bíða eftir því að komast að hjá Geðheilsumiðstöð barna eða í greiningu hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð fjölgar á milli ára. Biðtíminn er ekki mældur í dögum, vikum eða mánuðum heldur árum. 11. september 2024 15:58 Kallar eftir aðgerðum vegna aukinnar offitu barna: „Hægt að snúa þróuninni við“ Barnalæknir, sem hefur sérhæft sig í offitu barna, segir nauðsynlegt að við förum að setjast niður og skoða það hvernig hægt sé að breyta lífsvenjum og lífsstíl til þess að snúa þeirri þróun við að sífellt fleiri börn séu með ofþyngd. Hann segir að málið sé flókið og tengist aukin ofþyngd barna ekki aðeins mataræði og hreyfingu. 15. mars 2021 17:51 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Á dögunum hlaut Heilsuskóli Barnaspítala Hringsins aukafjárveitingu upp á 36 milljónir króna. Heilsuskólinn býður börnum með offitu, og fjölskyldum þeirra, upp á þverfaglega þjónustu. Í kvöldfréttum Stöðva 2 var rætt við barnalækni sem starfar hjá Heilsuskólanum sem sagði okkur að um sjötíu börn væru á biðlista eftir þjónustunni. „Þeir hafa verið að lengjast og Heilsuskólinn er með fína þverfaglega meðferð fyrir þessi börn og við ætlumst líka til að þau séu bakhjarl fyrir teymi annars staðar á landinu. Það er til dæmis komin svona móttaka hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og það er mikilvægt að breiða út það sem gengur vel,“ segir Alma Möller, heilbrigðisráðherra. Hlutfall barna með offitu hefur verið að aukast mjög hin síðustu ár og nú er svo komið að 7,5 prósent þeirra eru með offitu. Fimmtíu börn sem eru í þjónustu hjá Heilsuskólanum hafa notað þyngdarstjórnunarlyf á borð við Ozempic sem hefur gefið góða raun hjá þeim börnum sem ekkert annað hefur virkað fyrir. „Við sjáum að börnin okkar eru að þyngjast og það er mjög brýnt að grípa inn í snemma því ofþyngd tengist margskonar heilsufarslegum vandamálum og þetta er auðvitað í góðu samræmi við stefnu ríkisstjórnar um að stytta bið fyrir börn, hvar sem á er litið,“ segir Alma um aukafjárveitinguna. Starfshópur mun kortleggja nýjar áskoranir í lýðheilsu Alma var spurð hvort ekki væri einnig rétt að efla forvarnir og grípa inn í á fyrri stigum. „Jú, það er alveg hárrétt og núna liggur fyrir skýrsla aum offituvandann og hvað þurfi að gera bæði varðandi forvarnir og meðferð. Það er nýkominn til starfa í heilbrigðisráðuneytið verkefnastjóri sem er að fara í gegnum þetta en forvarnir eru svo margt. Það er mikilvægt að fræða um mataræði, auka aðgengi að hollum mat, það eru forvarnir og nú eru orðnar ókeypis skólamáltíðir og lykilatriði að þær séu hollar og svo er það hreyfing og margt, margt fleira.“ „Ég er núna að skipa hóp sem á að kortleggja nýjar áskoranir í lýðheilsu barna og það verður fjallað um þetta sérstaklega, en til dæmis markaðssetning óhollustu gagnvart börnum er í mörgum löndum vandamál,“ segir Alma Möller, heilbrigðisráðherra.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Rúmlega sjö af hverjum hundrað íslenskum börnum glíma við offitu sem er vaxandi vandamál hér á landi. Hlutfallið er hærra á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Sjötíu börn bíða nú eftir því að komast í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins en aukafjárveiting hefur orðið til þess að unnt er að stytta biðlista. 12. mars 2025 20:02 Börnin bíða, bíða og bíða Börnum sem bíða eftir því að komast að hjá Geðheilsumiðstöð barna eða í greiningu hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð fjölgar á milli ára. Biðtíminn er ekki mældur í dögum, vikum eða mánuðum heldur árum. 11. september 2024 15:58 Kallar eftir aðgerðum vegna aukinnar offitu barna: „Hægt að snúa þróuninni við“ Barnalæknir, sem hefur sérhæft sig í offitu barna, segir nauðsynlegt að við förum að setjast niður og skoða það hvernig hægt sé að breyta lífsvenjum og lífsstíl til þess að snúa þeirri þróun við að sífellt fleiri börn séu með ofþyngd. Hann segir að málið sé flókið og tengist aukin ofþyngd barna ekki aðeins mataræði og hreyfingu. 15. mars 2021 17:51 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Rúmlega sjö af hverjum hundrað íslenskum börnum glíma við offitu sem er vaxandi vandamál hér á landi. Hlutfallið er hærra á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Sjötíu börn bíða nú eftir því að komast í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins en aukafjárveiting hefur orðið til þess að unnt er að stytta biðlista. 12. mars 2025 20:02
Börnin bíða, bíða og bíða Börnum sem bíða eftir því að komast að hjá Geðheilsumiðstöð barna eða í greiningu hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð fjölgar á milli ára. Biðtíminn er ekki mældur í dögum, vikum eða mánuðum heldur árum. 11. september 2024 15:58
Kallar eftir aðgerðum vegna aukinnar offitu barna: „Hægt að snúa þróuninni við“ Barnalæknir, sem hefur sérhæft sig í offitu barna, segir nauðsynlegt að við förum að setjast niður og skoða það hvernig hægt sé að breyta lífsvenjum og lífsstíl til þess að snúa þeirri þróun við að sífellt fleiri börn séu með ofþyngd. Hann segir að málið sé flókið og tengist aukin ofþyngd barna ekki aðeins mataræði og hreyfingu. 15. mars 2021 17:51