Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar 12. mars 2025 10:16 Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur kynnt drög að frumvarpi um bætur almannatrygginga. Samkvæmt frumvarpinu munu bætur framvegis hækka hraðar en laun samkvæmt kjarasamningum. Til viðbótar verða bæturnar verðlagstryggðar þannig að þær geti aldrei hækkað minna en verðlag. Þessi breyting mun reynast ríkissjóði dýrkeypt, ekki síst á tímum þegar hart er í ári. Nú þegar er lögbundið að bótagreiðslur taki mið af launaþróun og hækki aldrei minna en verðlag. Með frumvarpinu á hins vegar að ganga lengra. Þar segir: „mun breytingin [...] gagnast öllum sem fá greiðslur frá almannatryggingum og tryggja þeim að jafnaði meiri hækkanir en kjarasamningar kveða á um.“ Þetta þýðir að kjör vinnandi fólks, sem standa undir bótakerfinu með skattgreiðslum sínum, munu smám saman rýrna samanborið við þá sem reiða sig á vinnu þeirra sér til framfærslu. Þá þýðir verðlagstrygging að kostnaður ríkissjóðs vegna bóta mun aukast þegar síst skyldi. Þetta sést best þegar efnahagskreppan árið 2008 er skoðuð. Þá lækkuðu laun að raunvirði vegna gengisfalls og verðbólguskots. Sú lækkun var mörgum sársaukafull en er engu að síður nauðsynlegur undanfari kröftugrar endurreisnar í kjölfar efnahagssamdráttar. Lækkun raunlauna eykur samkeppnishæfni útflutningsgreina og vinnur gegn auknu atvinnuleysi. Starfandi á vinnumarkaði fá lækkunina síðan endurheimta í gegnum þá efnahagslegu viðspyrnu sem hún býr til í kjölfarið. Verðlagstrygging bóta þýðir að í kreppunni hefðu bætur hækkað um 13% umfram laun til að halda í við gengisfall og verðbólguskot. Þá tók launavísitöluna rúm sjö ár að ná fyrri hæðum að raunvirði. Með tvítryggingu hefðu bótagreiðslur aftur á móti hækkað um 17% umfram verðlag á sama tímabili, eða 13 prósentustigum meira en launavísitalan. Þessi umframhækkun hefði komið á versta mögulega tíma fyrir ríkissjóð og dýpkað kreppuna með því að auka skuldsetningu eða hækka skattgreiðslur vinnandi fólks í miðri niðursveiflu. Það er vont fyrirkomulag að einungis vinnandi fólk sé látið bera þyngri byrðar þegar harðnar á dalnum. Umræddar umframhækkanir veikja samkeppnisstöðu vinnumarkaðarins gagnvart bótakerfinu. Með öðrum orðum þá er dregið úr hvata fólks til þátttöku á vinnumarkaði, sem þýðir að færri kjósa að vinna en ella. Það dregur úr verðmætasköpun og skatttekjum sem standa undir bótagreiðslum. Þannig er öflugur vinnumarkaður og verðmætasköpun hans forsenda lífskjara allra í samfélaginu - ekki síst þeirra sem þiggja bætur. Nú þegar er útgjaldavöxtur hins opinbera vegna örorkubóta hraðastur á Íslandi á meðal Norðurlandanna og tíðni örorku með því mesta sem gerist. Nauðsynlegt er að grípa til frekari aðgerða til að sporna við þessari þróun. Breyting sem dregur úr hvata til að taka þátt á vinnumarkaði án þess að taka á þessum undirliggjandi vanda er óskynsamleg. Að framangreindu virtu fela breytingarnar í sér þríþættan kostnað fyrir samfélagið. Í fyrsta lagi þýða þær að kjör bótaþega munu batna hraðar en kjör vinnandi fólks. Í öðru lagi auka þær byrðar skattgreiðenda þegar síst skyldi. Og í þriðja lagi veikja þær hvata til að taka þátt á vinnumarkaði og þyngja þar með byrðar þeirra sem þar áfram starfa. Núverandi löggjöf um almannatryggingar tryggir þegar hækkanir bóta til jafns við launaþróun með þeirri viðbótartryggingu að þær skuli að lágmarki hækka til jafns við verðlag. Stjórnvöld ættu frekar að fjarlægja þessa verðlagstryggingu í stað þess að auka enn frekar það misræmi sem hún hefur skapað með umframhækkunum bóta þar ofan á. Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Gunnar Úlfarsson Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Sjá meira
Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur kynnt drög að frumvarpi um bætur almannatrygginga. Samkvæmt frumvarpinu munu bætur framvegis hækka hraðar en laun samkvæmt kjarasamningum. Til viðbótar verða bæturnar verðlagstryggðar þannig að þær geti aldrei hækkað minna en verðlag. Þessi breyting mun reynast ríkissjóði dýrkeypt, ekki síst á tímum þegar hart er í ári. Nú þegar er lögbundið að bótagreiðslur taki mið af launaþróun og hækki aldrei minna en verðlag. Með frumvarpinu á hins vegar að ganga lengra. Þar segir: „mun breytingin [...] gagnast öllum sem fá greiðslur frá almannatryggingum og tryggja þeim að jafnaði meiri hækkanir en kjarasamningar kveða á um.“ Þetta þýðir að kjör vinnandi fólks, sem standa undir bótakerfinu með skattgreiðslum sínum, munu smám saman rýrna samanborið við þá sem reiða sig á vinnu þeirra sér til framfærslu. Þá þýðir verðlagstrygging að kostnaður ríkissjóðs vegna bóta mun aukast þegar síst skyldi. Þetta sést best þegar efnahagskreppan árið 2008 er skoðuð. Þá lækkuðu laun að raunvirði vegna gengisfalls og verðbólguskots. Sú lækkun var mörgum sársaukafull en er engu að síður nauðsynlegur undanfari kröftugrar endurreisnar í kjölfar efnahagssamdráttar. Lækkun raunlauna eykur samkeppnishæfni útflutningsgreina og vinnur gegn auknu atvinnuleysi. Starfandi á vinnumarkaði fá lækkunina síðan endurheimta í gegnum þá efnahagslegu viðspyrnu sem hún býr til í kjölfarið. Verðlagstrygging bóta þýðir að í kreppunni hefðu bætur hækkað um 13% umfram laun til að halda í við gengisfall og verðbólguskot. Þá tók launavísitöluna rúm sjö ár að ná fyrri hæðum að raunvirði. Með tvítryggingu hefðu bótagreiðslur aftur á móti hækkað um 17% umfram verðlag á sama tímabili, eða 13 prósentustigum meira en launavísitalan. Þessi umframhækkun hefði komið á versta mögulega tíma fyrir ríkissjóð og dýpkað kreppuna með því að auka skuldsetningu eða hækka skattgreiðslur vinnandi fólks í miðri niðursveiflu. Það er vont fyrirkomulag að einungis vinnandi fólk sé látið bera þyngri byrðar þegar harðnar á dalnum. Umræddar umframhækkanir veikja samkeppnisstöðu vinnumarkaðarins gagnvart bótakerfinu. Með öðrum orðum þá er dregið úr hvata fólks til þátttöku á vinnumarkaði, sem þýðir að færri kjósa að vinna en ella. Það dregur úr verðmætasköpun og skatttekjum sem standa undir bótagreiðslum. Þannig er öflugur vinnumarkaður og verðmætasköpun hans forsenda lífskjara allra í samfélaginu - ekki síst þeirra sem þiggja bætur. Nú þegar er útgjaldavöxtur hins opinbera vegna örorkubóta hraðastur á Íslandi á meðal Norðurlandanna og tíðni örorku með því mesta sem gerist. Nauðsynlegt er að grípa til frekari aðgerða til að sporna við þessari þróun. Breyting sem dregur úr hvata til að taka þátt á vinnumarkaði án þess að taka á þessum undirliggjandi vanda er óskynsamleg. Að framangreindu virtu fela breytingarnar í sér þríþættan kostnað fyrir samfélagið. Í fyrsta lagi þýða þær að kjör bótaþega munu batna hraðar en kjör vinnandi fólks. Í öðru lagi auka þær byrðar skattgreiðenda þegar síst skyldi. Og í þriðja lagi veikja þær hvata til að taka þátt á vinnumarkaði og þyngja þar með byrðar þeirra sem þar áfram starfa. Núverandi löggjöf um almannatryggingar tryggir þegar hækkanir bóta til jafns við launaþróun með þeirri viðbótartryggingu að þær skuli að lágmarki hækka til jafns við verðlag. Stjórnvöld ættu frekar að fjarlægja þessa verðlagstryggingu í stað þess að auka enn frekar það misræmi sem hún hefur skapað með umframhækkunum bóta þar ofan á. Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun