Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu Lovísa Arnardóttir skrifar 11. mars 2025 21:16 Stálvirkin beggja vegna Sæbrautar verða fyrst reist og svo brúin sett ofan á að næturlagi. Opna á brúna um miðjan maí fyrir gangandi og hjólandi. Betri samgöngur Framkvæmdir eru hafnar við nýja göngu- og hjólabrú yfir Sæbraut. Uppsetning á stálvirki fyrir undirstöðurnar stendur nú yfir auk þess sem unnið er að samsetningu brúarinnar sem verður sett í heilu lagi á sinn stað. Gert er ráð fyrir að brúin verði tilbúin fyrir miðjan maí ef veðuraðstæður leyfa. Greint er frá þessu í tilkynningu frá Betri samgöngum ohf.. Göngubrúin verður staðsett um það bil miðja vegu milli gatnamóta Súðarvogs og Kleppsmýrarvegar og er hluti af Samgöngusáttmálanum. Brúin er samvinnuverkefni Vegagerðarinnar, Betri samgangna og Reykjavíkurborgar. Með tilkomu nýrrar brúar verður til ný göngu- og hjólaleið milli Tranavogs og Snekkjuvogs. Brúnni er ætlað að bæta umferðaröryggi verulega fyrir vegfarendur milli nýrrar Vogabyggðar og Vogahverfis, ekki síst fyrir skólabörn í Vogaskóla. Brúin mun þjóna hlutverki sínu þar til Sæbraut verður sett í stokk. Í tilkynningu Betri samgangna kemur fram að vel gangi að reisa stálvirkið fyrir undirstöðurnar vestan megin Sæbrautar. Að þeirri vinnu lokinni hefst uppsetning á stálvirkinu austan megin Sæbrautar. Samhliða þessu er unnið að samsetningu brúarinnar. Áformað er að hífa brúna upp í heilu lagi í apríl og koma henni fyrir á sínum stað. Það verður gert að næturlagi til að valda sem minnstum umferðartruflunum á Sæbraut. Jafnframt er vonast til að íbúar í nágrenninu verði fyrir sem minnstu raski meðan þessi vinna fer fram. Brúin verður sett á í heilu lagi. Betri samgöngur Næsta skref verður síðan að setja upp stigahús sitthvoru megin brúarinnar, klæða þau og ganga frá tengingum milli brúar og stigahúsa. Þá verður sett upp lýsing og myndavélakerfi, gengið frá jarðvegi við stigahúsin og göngu- og hjólastígar malbikaðir. Lyftur verða settar upp við báða brúarenda. Þær koma tilbúnar og verða hífðar á sinn stað í heilu lagi. Skiltabrýr verða settar upp til varnar göngubrúnni Samkvæmt reglugerð er hámarkshæð ökutækja 4,2 metrar. Skilabrýrnar eru lægri en sjálf göngubrúin þannig að of há ökutæki munu rekast í skiltabrúna. Áður en hæðarslárnar verða settar upp verður það kynnt rækilega. Fríhæð undir skilabrú verður 5,5 metrar og fríhæð undir viðvörunarslá verður 5,2 metrar. Vegagerðin og Reykjavíkurborg biðla til verktaka og flutningafyrirtækja að kynna þessar hæðartakmarkanir fyrir sínu starfsfólki. Verkfræðistofan Verkís hannaði mannvirkið. Ístak mun sjá um framkvæmdir. Eftirlit og umsjón með verkinu hefur VBV verkfræðistofa. Vegagerðin hefur umsjón með verkinu fyrir hönd verkkaupa. Umferð Umferðaröryggi Reykjavík Skipulag Vegagerð Slysavarnir Tengdar fréttir Banaslys á Sæbraut Banaslys varð á Sæbraut við Kringlumýrarbraut á tólfta tímanum í morgun þegar ekið var á gangandi vegfaranda. Hann var fluttur á slysadeild Landsspítalans í Fossvogi, þar sem hann var úrskuðaður látinn. 12. nóvember 2018 17:33 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Erlent Fleiri fréttir Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Sjá meira
Göngubrúin verður staðsett um það bil miðja vegu milli gatnamóta Súðarvogs og Kleppsmýrarvegar og er hluti af Samgöngusáttmálanum. Brúin er samvinnuverkefni Vegagerðarinnar, Betri samgangna og Reykjavíkurborgar. Með tilkomu nýrrar brúar verður til ný göngu- og hjólaleið milli Tranavogs og Snekkjuvogs. Brúnni er ætlað að bæta umferðaröryggi verulega fyrir vegfarendur milli nýrrar Vogabyggðar og Vogahverfis, ekki síst fyrir skólabörn í Vogaskóla. Brúin mun þjóna hlutverki sínu þar til Sæbraut verður sett í stokk. Í tilkynningu Betri samgangna kemur fram að vel gangi að reisa stálvirkið fyrir undirstöðurnar vestan megin Sæbrautar. Að þeirri vinnu lokinni hefst uppsetning á stálvirkinu austan megin Sæbrautar. Samhliða þessu er unnið að samsetningu brúarinnar. Áformað er að hífa brúna upp í heilu lagi í apríl og koma henni fyrir á sínum stað. Það verður gert að næturlagi til að valda sem minnstum umferðartruflunum á Sæbraut. Jafnframt er vonast til að íbúar í nágrenninu verði fyrir sem minnstu raski meðan þessi vinna fer fram. Brúin verður sett á í heilu lagi. Betri samgöngur Næsta skref verður síðan að setja upp stigahús sitthvoru megin brúarinnar, klæða þau og ganga frá tengingum milli brúar og stigahúsa. Þá verður sett upp lýsing og myndavélakerfi, gengið frá jarðvegi við stigahúsin og göngu- og hjólastígar malbikaðir. Lyftur verða settar upp við báða brúarenda. Þær koma tilbúnar og verða hífðar á sinn stað í heilu lagi. Skiltabrýr verða settar upp til varnar göngubrúnni Samkvæmt reglugerð er hámarkshæð ökutækja 4,2 metrar. Skilabrýrnar eru lægri en sjálf göngubrúin þannig að of há ökutæki munu rekast í skiltabrúna. Áður en hæðarslárnar verða settar upp verður það kynnt rækilega. Fríhæð undir skilabrú verður 5,5 metrar og fríhæð undir viðvörunarslá verður 5,2 metrar. Vegagerðin og Reykjavíkurborg biðla til verktaka og flutningafyrirtækja að kynna þessar hæðartakmarkanir fyrir sínu starfsfólki. Verkfræðistofan Verkís hannaði mannvirkið. Ístak mun sjá um framkvæmdir. Eftirlit og umsjón með verkinu hefur VBV verkfræðistofa. Vegagerðin hefur umsjón með verkinu fyrir hönd verkkaupa.
Umferð Umferðaröryggi Reykjavík Skipulag Vegagerð Slysavarnir Tengdar fréttir Banaslys á Sæbraut Banaslys varð á Sæbraut við Kringlumýrarbraut á tólfta tímanum í morgun þegar ekið var á gangandi vegfaranda. Hann var fluttur á slysadeild Landsspítalans í Fossvogi, þar sem hann var úrskuðaður látinn. 12. nóvember 2018 17:33 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Erlent Fleiri fréttir Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Sjá meira
Banaslys á Sæbraut Banaslys varð á Sæbraut við Kringlumýrarbraut á tólfta tímanum í morgun þegar ekið var á gangandi vegfaranda. Hann var fluttur á slysadeild Landsspítalans í Fossvogi, þar sem hann var úrskuðaður látinn. 12. nóvember 2018 17:33