Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar 11. mars 2025 12:32 Að skrá hönnun er bæði einföld og ódýr leið til að tryggja vernd á sjónrænum áhrifum hennar og verjast eftirlíkingum. Þegar horft er til þess hugvits og grósku sem finna má hér á landi þá er ljóst að umsóknir um skráningu hönnunar frá íslenskum aðilum eru ekki að skila sér í nægum mæli til Hugverkastofunnar. Með fyrirhuguðum breytingum á hönnunarlöggjöf opnast ný sóknarfæri m.a. á sviði stafrænnar hönnunar. Ert þú eða þín starfsemi með hönnunarmálin á hreinu? Finna má hönnun allt í kringum okkur. Sem dæmi gæti það verið stóllinn sem þú situr á, lampinn á borðinu þínu, umbúðirnar utan af uppáhalds súkkulaðinu þínu eða lögun súkkulaðisins sjálfs. Það voru jafnvel ákveðnir þættir í hönnun þessara vara, t.d. lögun eða form, sem drógu þig að þeim. Vissir þú að skráð hönnun verndar einmitt þessa þætti, þ.e. sjónræn áhrif hönnunar? Hönnun er ein tegund hugverka (e. intellectual property) og hefur stundum verið nefnt „hið gleymda barn hugverkaréttinda“ þar sem systkini þess, einkum vörumerki og einkaleyfi, hljóta oft meiri athygli og umfjöllun. Hönnun er þó enginn eftirbátur systkina sinna og líkt og með aðrar tegundir hugverka getur það skipt sköpun fyrir rétthafa þeirra að rétt sé staðið að verndun þeirra frá upphafi. Af hverju að skrá hönnun? Helsta vopnið í verndun hönnunar er að fá réttindin skráð hjá Hugverkastofunni, sem er bæði einföld og hagkvæm leið. Með verndun og skráningu hönnunar skapast eignarréttur og auðveldara verður að sanna eignarhald eða sýsla með eignina á ýmsan hátt, t.d. að selja eða veita öðrum nytjaleyfi til notkunar á réttindunum. Okkur kann að þykja sjálfsagt að tryggja og skrá áþreifanlegar eignir á borð við fasteignir og bifreiðir en það er ekki síður mikilvægt að huga að vernd og skráningu óáþreifanlegra réttinda á borð við hönnun. Fáist hönnun skráð getur hún notið verndar í allt að 25 ár og skráningin veitir einkarétt til að nýta hönnunina og banna það öðrum. Þannig getur skráning skipt sköpun í að verjast ágangi annarra, þ.e. þegar aðrir nota hönnun í atvinnustarfsemi sinni án leyfis eða framleiða og selja eftirlíkingar. Slíkt getur óneitanlega haft slæm áhrif á orðspor þess sem á viðkomandi hönnun og leitt til fjárhagslegs tjóns. Ef eigandi hönnunar telur brotið á rétti sínum er fyrsta skrefið yfirleitt að benda framleiðanda eftirlíkingar á skráninguna og óska eftir að framleiðslu og sölu eftirlíkingar sé hætt. Dugi það ekki til er ráðlagt að leita til lögfræðinga sem sérhæfa sig í slíkum málum og geta, eftir atvikum, aðstoðað við að leita til dómstóla eða grípa til annarra aðgerða til að koma í veg fyrir frekari brot og mögulega krefjast skaðabóta. Ef ætlunin er að tryggja vernd hönnunarinnar erlendis er mikilvægt að huga að skráningu réttindanna þar einnig þar sem hönnunarskráning er ávallt landsbundin og skráning hér á landi veitir eingöngu rétt hér. Það er til dæmis tiltölulega einfalt og hagkvæmt að sækja um skráningu hönnunar í Evrópusambandinu hjá Hugverkastofu Evrópusambandsins, EUIPO. Íslensk hönnun skilar sér ekki í skráningar eins og ætla mætti Ef rýnt er í upplýsingar um hönnunarskráningar hérlendis þá er ljóst að skráningar frá erlendum aðilum eru mun fleiri en frá innlendum aðilum. Spyrja má hvort innlendir aðilar einfaldlega viti ekki af þessari leið til að vernda hönnun. Á árunum 2018-2023 birti Hugverkastofan samtals 59 hönnunarskráningar í eigu innlendra aðila. Á sama tímabili voru birtar 462 skráningar í eigu aðila frá Sviss, Bandaríkjunum, Kína og Ítalíu, líkt og súluritið sýnir: Áhugavert er að skoða hverskonar vörur má finna í hönnunarskráningum þessara landa. Skráð hönnun svissneskra aðila er t.d. einkum klukkur, úr og pennar. Hönnun bandarískra aðila er einkum í tengslum við fjarskiptatæki og tengdan búnað, læknisfræðilegan búnað eða tæki til nota á rannsóknarstofum og glermuni til heimilisnota. Kínverskir aðilar einbeita sér hins vegar einkum að hönnun í tengslum við farartæki, parta og/eða fylgihluti þeirra en einnig ljósbúnað, s.s. lampa og loftljós. Þá eru ítalskir aðilar með áberandi fjölda af skráningum í tengslum við ljósbúnað. Örðugt er að greina ákveðna strauma eða stefnur í innlendum hönnunarskráningum en mest hefur verið um hönnun í tengslum við skartgripi, húsgögn, glermuni, fatnað, leiki/leikföng og byggingar, s.s. færanleg hús. Sóknarfæri með breyttri löggjöf Fyrirhugaðar eru breytingar á hönnunarlögum m.a. með hliðsjón af hönnunartilskipun ESB sem Ísland er skuldbundið til að innleiða. Það stendur því til að nútímavæða regluverkið og meðal væntanlegra breytinga er að hönnun mun ekki þurfa að varða eiginlega vöru og opnað verður fyrir skráningu stafrænnar hönnunar í hreyfiformi. Sem dæmi gæti innan- og utanhússhönnun í myndbandsformi mögulega orðið skráningarhæf. Það er því ljóst að spennandi tímar eru framundan í heimi hönnunar. Fyrirhugað er virkt samráðsferli um ný hönnunarlög og innleiðingu tilskipunarinnar og hvetur Hugverkastofan áhugasama til að kynna sér tilskipunina og koma gagnlegum ábendingum á framfæri svo regluverkið þjóni rétthöfum sem best. Frekari upplýsingar um hönnun og skilyrði fyrir skráningu er að finna á vef Hugverkastofunnar. Höfundur er lögfræðingur hjá Hugverkastofunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Höfundar- og hugverkaréttur Tíska og hönnun Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Að skrá hönnun er bæði einföld og ódýr leið til að tryggja vernd á sjónrænum áhrifum hennar og verjast eftirlíkingum. Þegar horft er til þess hugvits og grósku sem finna má hér á landi þá er ljóst að umsóknir um skráningu hönnunar frá íslenskum aðilum eru ekki að skila sér í nægum mæli til Hugverkastofunnar. Með fyrirhuguðum breytingum á hönnunarlöggjöf opnast ný sóknarfæri m.a. á sviði stafrænnar hönnunar. Ert þú eða þín starfsemi með hönnunarmálin á hreinu? Finna má hönnun allt í kringum okkur. Sem dæmi gæti það verið stóllinn sem þú situr á, lampinn á borðinu þínu, umbúðirnar utan af uppáhalds súkkulaðinu þínu eða lögun súkkulaðisins sjálfs. Það voru jafnvel ákveðnir þættir í hönnun þessara vara, t.d. lögun eða form, sem drógu þig að þeim. Vissir þú að skráð hönnun verndar einmitt þessa þætti, þ.e. sjónræn áhrif hönnunar? Hönnun er ein tegund hugverka (e. intellectual property) og hefur stundum verið nefnt „hið gleymda barn hugverkaréttinda“ þar sem systkini þess, einkum vörumerki og einkaleyfi, hljóta oft meiri athygli og umfjöllun. Hönnun er þó enginn eftirbátur systkina sinna og líkt og með aðrar tegundir hugverka getur það skipt sköpun fyrir rétthafa þeirra að rétt sé staðið að verndun þeirra frá upphafi. Af hverju að skrá hönnun? Helsta vopnið í verndun hönnunar er að fá réttindin skráð hjá Hugverkastofunni, sem er bæði einföld og hagkvæm leið. Með verndun og skráningu hönnunar skapast eignarréttur og auðveldara verður að sanna eignarhald eða sýsla með eignina á ýmsan hátt, t.d. að selja eða veita öðrum nytjaleyfi til notkunar á réttindunum. Okkur kann að þykja sjálfsagt að tryggja og skrá áþreifanlegar eignir á borð við fasteignir og bifreiðir en það er ekki síður mikilvægt að huga að vernd og skráningu óáþreifanlegra réttinda á borð við hönnun. Fáist hönnun skráð getur hún notið verndar í allt að 25 ár og skráningin veitir einkarétt til að nýta hönnunina og banna það öðrum. Þannig getur skráning skipt sköpun í að verjast ágangi annarra, þ.e. þegar aðrir nota hönnun í atvinnustarfsemi sinni án leyfis eða framleiða og selja eftirlíkingar. Slíkt getur óneitanlega haft slæm áhrif á orðspor þess sem á viðkomandi hönnun og leitt til fjárhagslegs tjóns. Ef eigandi hönnunar telur brotið á rétti sínum er fyrsta skrefið yfirleitt að benda framleiðanda eftirlíkingar á skráninguna og óska eftir að framleiðslu og sölu eftirlíkingar sé hætt. Dugi það ekki til er ráðlagt að leita til lögfræðinga sem sérhæfa sig í slíkum málum og geta, eftir atvikum, aðstoðað við að leita til dómstóla eða grípa til annarra aðgerða til að koma í veg fyrir frekari brot og mögulega krefjast skaðabóta. Ef ætlunin er að tryggja vernd hönnunarinnar erlendis er mikilvægt að huga að skráningu réttindanna þar einnig þar sem hönnunarskráning er ávallt landsbundin og skráning hér á landi veitir eingöngu rétt hér. Það er til dæmis tiltölulega einfalt og hagkvæmt að sækja um skráningu hönnunar í Evrópusambandinu hjá Hugverkastofu Evrópusambandsins, EUIPO. Íslensk hönnun skilar sér ekki í skráningar eins og ætla mætti Ef rýnt er í upplýsingar um hönnunarskráningar hérlendis þá er ljóst að skráningar frá erlendum aðilum eru mun fleiri en frá innlendum aðilum. Spyrja má hvort innlendir aðilar einfaldlega viti ekki af þessari leið til að vernda hönnun. Á árunum 2018-2023 birti Hugverkastofan samtals 59 hönnunarskráningar í eigu innlendra aðila. Á sama tímabili voru birtar 462 skráningar í eigu aðila frá Sviss, Bandaríkjunum, Kína og Ítalíu, líkt og súluritið sýnir: Áhugavert er að skoða hverskonar vörur má finna í hönnunarskráningum þessara landa. Skráð hönnun svissneskra aðila er t.d. einkum klukkur, úr og pennar. Hönnun bandarískra aðila er einkum í tengslum við fjarskiptatæki og tengdan búnað, læknisfræðilegan búnað eða tæki til nota á rannsóknarstofum og glermuni til heimilisnota. Kínverskir aðilar einbeita sér hins vegar einkum að hönnun í tengslum við farartæki, parta og/eða fylgihluti þeirra en einnig ljósbúnað, s.s. lampa og loftljós. Þá eru ítalskir aðilar með áberandi fjölda af skráningum í tengslum við ljósbúnað. Örðugt er að greina ákveðna strauma eða stefnur í innlendum hönnunarskráningum en mest hefur verið um hönnun í tengslum við skartgripi, húsgögn, glermuni, fatnað, leiki/leikföng og byggingar, s.s. færanleg hús. Sóknarfæri með breyttri löggjöf Fyrirhugaðar eru breytingar á hönnunarlögum m.a. með hliðsjón af hönnunartilskipun ESB sem Ísland er skuldbundið til að innleiða. Það stendur því til að nútímavæða regluverkið og meðal væntanlegra breytinga er að hönnun mun ekki þurfa að varða eiginlega vöru og opnað verður fyrir skráningu stafrænnar hönnunar í hreyfiformi. Sem dæmi gæti innan- og utanhússhönnun í myndbandsformi mögulega orðið skráningarhæf. Það er því ljóst að spennandi tímar eru framundan í heimi hönnunar. Fyrirhugað er virkt samráðsferli um ný hönnunarlög og innleiðingu tilskipunarinnar og hvetur Hugverkastofan áhugasama til að kynna sér tilskipunina og koma gagnlegum ábendingum á framfæri svo regluverkið þjóni rétthöfum sem best. Frekari upplýsingar um hönnun og skilyrði fyrir skráningu er að finna á vef Hugverkastofunnar. Höfundur er lögfræðingur hjá Hugverkastofunni.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun