Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar 10. mars 2025 10:31 Hver hefur ekki hugsað: „Hvað er ég eiginlega að gera í skólanum?“ Skólinn var ekki fyrir mig, hann var ekki byggður fyrir mínar hugmyndir, hæfileika eða drauma. Ég var alltaf að spyrja mig sjálfan: Af hverju mátti ég ekki læra meira í smíðum, að byggja, móta og skapa með höndunum? Af hverju var ekki tekið mark á því hvernig ég gæti nýtt hæfileikana mína til að verða framúrskarandi í gegnum mína styrkleika? Af hverju mátti ég ekki læra töfrabrögð, ég vildi læra hvernig maður gæti opnað augu fólks fyrir töfrum, skapað augnablik sem fyllir hjarta fólks með undrun. Af hverju mátti ég ekki skrifa ævintýrasögur, láta ímyndunaraflið flæða og skapa heima þar sem allt er mögulegt, en enginn spurði mig hvort ég vildi nýta það? Af hverju var ekki námsefnið tengt raunveruleikanum, tengt því sem ég ætlaði að verða og því sem ég ætlaði að skapa? Í stað þess að finna sjálfan mig í skólanum fann ég bara box, markmið sem ég gat ekki tengst og á meðan ég var að leita að sjálfum mér í því sem var að gerast í kringum mig, voru mér settar reglur og próf sem virtust vera óviðkomandi. Ég hugsaði enn og aftur: Hvað er ég eiginlega að gera hérna? Ég fann að ég var ekki með í þessu, ég vildi vera meira. Ég vildi verða framúrskarandi smiður, töframaður og rithöfundur. Af hverju eru skólarnir ekki byggðir fyrir okkur, fyrir það sem við getum orðið? Ímyndaðu þér draumaskólann Á hverjum degi vaknar þú uppfullur af tilhlökkun og gleði því þú ert á leiðinni í draumaskólann! Skólinn er ekki lengur staður þar sem þú þarft að mæta, hann er staður þar sem þú vilt vera. Það er staður sem nærir forvitni þína, lætur drauma þína verða að veruleika. Í stað þess að ganga inn í þungar skólastofur með röðum af borðum og töflu sem enginn nennir að horfa á, gengur þú inn í rými sem er hannað fyrir þig. Það er hönnunarstofa þar sem þú vinnur að eigin verkefnum með öðrum sem deila sama eldmóð. Það er tæknilab þar sem þú lærir að nýta nýjustu hugbúnaðartæknina, þróar hugmyndir sem munu móta framtíðina, býrð til app sem breytir hvernig við tengjumst heiminum. Það er leikhús þar sem þú finnur rödd þína, tekur þátt í að búa til sýningar sem fara beint í hjarta áhorfenda, þar sem þú býrð til töfrana sem virkilega breyta lífum fólks. Hér ert þú ekki bara nemandi þú ert listamaður og frumkvöðull í eigin lífi. Þú færð að byggja, skapa og lifa í þeim heimi sem þú vilt sjá. Þetta er skóli þar sem þú færð ekki bara verkefni til að leysa, þú tekur þátt í að móta samfélag, í að bæta heiminn, í að leysa raunveruleg vandamál sem hafa áhrif á líf okkar allra. Þetta er ekki bara skóli sem segir „farðu og lærðu“ þetta er skóli sem segir „farðu og búðu til heiminn sem þú vilt lifa í.“ Í stað þess að mæta bara í próf sem byggjast á því að læra og gleyma, þá færðu að búa til eitthvað sem lifir áfram, á eigin tíma, á eigin forsendum. Hér ertu ekki bara að bæta eigin frammistöðu, þú ert að bæta heildina. Þú ert að breyta því hvernig við tengjumst, hvernig við lærum, hvernig við lifum. Ímyndaðu þér... Ég væri búinn að skrifa margar ævintýrasögur. Ég hefði skapað nýja heima, dregið upp undraveröld sem áður var bara í höfðinu á mér, en nú væru þær orðnar alvöru, tilbúnar til birtingar. Bækur sem myndu láta fólk finna fyrir töfrum hugmyndaflugsins! þar sem hugmyndir mínar yrðu að lifandi veruleika, sýndar fyrir heiminn sem bók eða kvikmynd, sem hefði áhrif á hugsanir og hjörtu fólks. Ég væri orðinn meistari í töfrabrögðum. Ég hefði lært hvernig ég gæti töfrað fram gleði og undrun hjá fólki. Ég hefði ekki bara æft mig í að sýna töfrabrögð, heldur skapað mína eigin töfrasýningar, minn eigin stíl, mína eigin leyndardóma sem gætu fært fólki þá sömu undrun og gleði sem ég sjálfur fann fyrir sem barn. Ég hefði nýtt smíðatíma í að búa til mínar eigin sjónhverfingar. Ég hefði hannað sérsniðin tæki og búnað fyrir sýningarnar mínar, búið til sviðsmyndir, falin rými, spegla og allt sem myndi gera töfrana mína enn sannfærandi og dularfulla. Við þurfum að krefjast þess að framtíðin sé byggð á draumum, sköpun og hugmyndum sem eru stærri en nútíminn. Núverandi kerfi er kassagerð. Þetta er kerfi sem lokar fyrir hæfileika okkar. Ef við höldum áfram að fylgja gömlum reglum, þá gætum við alveg eins sagt: „Farðu í kassann,“ en það er ekki okkar framtíð. Í draumaskólanum segjum við: „Farðu út í heiminn! Farðu að breyta heiminum, lærðu á eigin forsendum, skapaðu það sem þú brennur fyrir. Þínir draumar skipta máli.Hér skiptir þú máli.Hér ert þú frjáls.“ Kæri kennari, foreldri, samfélag,Ég vil ekki verða annar múrsteinn í veggnum. Gefið mér tækifæri til að sýna ykkur hver ég er, og í staðinn skal ég sýna ykkur að ég bý yfir stórkostlegum hæfileikum. Ég get opnað augun ykkar fyrir stórglæsilegum heimi, nýrri sýn og nýjum möguleikum. Kveðja, nemandinn, barnið, listamaðurinn. Ég á mér draum.Draum um að skrifa sögur sem lifa áfram eftir mig.Draum um að töfra fram gleði og undrun hjá fólki.Draum um að byggja, skapa og sjá hugmyndir mínar verða að veruleika.Ef ég á mér draum, þá eigum við það öll. Draumaskólinn er þar sem ég fæ að vera framúrskarandi einstaklingur, þar sem hæfileikar mínir og áhugasvið leiða mig áfram, og þar sem ég fæ að vaxa og breyti heiminum með því sem ég brenn fyrir. Draumaskólinn er ekki bara framtíðarsýn, hann er rétt handan við hornið ef við höfum hugrekki til að kalla eftir honum. Höfundur er töframaður, smiður og rithöfundur. https://www.youtube.com/watch?v=tHNBmso1-rU https://www.youtube.com/watch?v=SwjitDH53dc https://www.youtube.com/watch?v=J5yvgBRzXrg Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Hver hefur ekki hugsað: „Hvað er ég eiginlega að gera í skólanum?“ Skólinn var ekki fyrir mig, hann var ekki byggður fyrir mínar hugmyndir, hæfileika eða drauma. Ég var alltaf að spyrja mig sjálfan: Af hverju mátti ég ekki læra meira í smíðum, að byggja, móta og skapa með höndunum? Af hverju var ekki tekið mark á því hvernig ég gæti nýtt hæfileikana mína til að verða framúrskarandi í gegnum mína styrkleika? Af hverju mátti ég ekki læra töfrabrögð, ég vildi læra hvernig maður gæti opnað augu fólks fyrir töfrum, skapað augnablik sem fyllir hjarta fólks með undrun. Af hverju mátti ég ekki skrifa ævintýrasögur, láta ímyndunaraflið flæða og skapa heima þar sem allt er mögulegt, en enginn spurði mig hvort ég vildi nýta það? Af hverju var ekki námsefnið tengt raunveruleikanum, tengt því sem ég ætlaði að verða og því sem ég ætlaði að skapa? Í stað þess að finna sjálfan mig í skólanum fann ég bara box, markmið sem ég gat ekki tengst og á meðan ég var að leita að sjálfum mér í því sem var að gerast í kringum mig, voru mér settar reglur og próf sem virtust vera óviðkomandi. Ég hugsaði enn og aftur: Hvað er ég eiginlega að gera hérna? Ég fann að ég var ekki með í þessu, ég vildi vera meira. Ég vildi verða framúrskarandi smiður, töframaður og rithöfundur. Af hverju eru skólarnir ekki byggðir fyrir okkur, fyrir það sem við getum orðið? Ímyndaðu þér draumaskólann Á hverjum degi vaknar þú uppfullur af tilhlökkun og gleði því þú ert á leiðinni í draumaskólann! Skólinn er ekki lengur staður þar sem þú þarft að mæta, hann er staður þar sem þú vilt vera. Það er staður sem nærir forvitni þína, lætur drauma þína verða að veruleika. Í stað þess að ganga inn í þungar skólastofur með röðum af borðum og töflu sem enginn nennir að horfa á, gengur þú inn í rými sem er hannað fyrir þig. Það er hönnunarstofa þar sem þú vinnur að eigin verkefnum með öðrum sem deila sama eldmóð. Það er tæknilab þar sem þú lærir að nýta nýjustu hugbúnaðartæknina, þróar hugmyndir sem munu móta framtíðina, býrð til app sem breytir hvernig við tengjumst heiminum. Það er leikhús þar sem þú finnur rödd þína, tekur þátt í að búa til sýningar sem fara beint í hjarta áhorfenda, þar sem þú býrð til töfrana sem virkilega breyta lífum fólks. Hér ert þú ekki bara nemandi þú ert listamaður og frumkvöðull í eigin lífi. Þú færð að byggja, skapa og lifa í þeim heimi sem þú vilt sjá. Þetta er skóli þar sem þú færð ekki bara verkefni til að leysa, þú tekur þátt í að móta samfélag, í að bæta heiminn, í að leysa raunveruleg vandamál sem hafa áhrif á líf okkar allra. Þetta er ekki bara skóli sem segir „farðu og lærðu“ þetta er skóli sem segir „farðu og búðu til heiminn sem þú vilt lifa í.“ Í stað þess að mæta bara í próf sem byggjast á því að læra og gleyma, þá færðu að búa til eitthvað sem lifir áfram, á eigin tíma, á eigin forsendum. Hér ertu ekki bara að bæta eigin frammistöðu, þú ert að bæta heildina. Þú ert að breyta því hvernig við tengjumst, hvernig við lærum, hvernig við lifum. Ímyndaðu þér... Ég væri búinn að skrifa margar ævintýrasögur. Ég hefði skapað nýja heima, dregið upp undraveröld sem áður var bara í höfðinu á mér, en nú væru þær orðnar alvöru, tilbúnar til birtingar. Bækur sem myndu láta fólk finna fyrir töfrum hugmyndaflugsins! þar sem hugmyndir mínar yrðu að lifandi veruleika, sýndar fyrir heiminn sem bók eða kvikmynd, sem hefði áhrif á hugsanir og hjörtu fólks. Ég væri orðinn meistari í töfrabrögðum. Ég hefði lært hvernig ég gæti töfrað fram gleði og undrun hjá fólki. Ég hefði ekki bara æft mig í að sýna töfrabrögð, heldur skapað mína eigin töfrasýningar, minn eigin stíl, mína eigin leyndardóma sem gætu fært fólki þá sömu undrun og gleði sem ég sjálfur fann fyrir sem barn. Ég hefði nýtt smíðatíma í að búa til mínar eigin sjónhverfingar. Ég hefði hannað sérsniðin tæki og búnað fyrir sýningarnar mínar, búið til sviðsmyndir, falin rými, spegla og allt sem myndi gera töfrana mína enn sannfærandi og dularfulla. Við þurfum að krefjast þess að framtíðin sé byggð á draumum, sköpun og hugmyndum sem eru stærri en nútíminn. Núverandi kerfi er kassagerð. Þetta er kerfi sem lokar fyrir hæfileika okkar. Ef við höldum áfram að fylgja gömlum reglum, þá gætum við alveg eins sagt: „Farðu í kassann,“ en það er ekki okkar framtíð. Í draumaskólanum segjum við: „Farðu út í heiminn! Farðu að breyta heiminum, lærðu á eigin forsendum, skapaðu það sem þú brennur fyrir. Þínir draumar skipta máli.Hér skiptir þú máli.Hér ert þú frjáls.“ Kæri kennari, foreldri, samfélag,Ég vil ekki verða annar múrsteinn í veggnum. Gefið mér tækifæri til að sýna ykkur hver ég er, og í staðinn skal ég sýna ykkur að ég bý yfir stórkostlegum hæfileikum. Ég get opnað augun ykkar fyrir stórglæsilegum heimi, nýrri sýn og nýjum möguleikum. Kveðja, nemandinn, barnið, listamaðurinn. Ég á mér draum.Draum um að skrifa sögur sem lifa áfram eftir mig.Draum um að töfra fram gleði og undrun hjá fólki.Draum um að byggja, skapa og sjá hugmyndir mínar verða að veruleika.Ef ég á mér draum, þá eigum við það öll. Draumaskólinn er þar sem ég fæ að vera framúrskarandi einstaklingur, þar sem hæfileikar mínir og áhugasvið leiða mig áfram, og þar sem ég fæ að vaxa og breyti heiminum með því sem ég brenn fyrir. Draumaskólinn er ekki bara framtíðarsýn, hann er rétt handan við hornið ef við höfum hugrekki til að kalla eftir honum. Höfundur er töframaður, smiður og rithöfundur. https://www.youtube.com/watch?v=tHNBmso1-rU https://www.youtube.com/watch?v=SwjitDH53dc https://www.youtube.com/watch?v=J5yvgBRzXrg
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar