Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. mars 2025 07:16 Margir eru uggandi vegna aðgerða Trump í efnahagsmálum, ekki síst eftir að forsetinn lofaði í kosningabaráttunni að lækka kostnað heimilanna frá fyrsta degi. Getty/Alex Wong Donald Trump Bandaríkjaforseti útilokaði ekki í viðtali sem birtist á Fox News í gær að Bandaríkjamenn horfðu fram á samdrátt í kjölfar aðgerða hans í efnahagsmálum. Þá sagðist forsetinn íhuga að hækka enn tolla á vörur frá Kanada og Mexíkó. Þáttastjórnandinn Maria Bartiromo sagði menn hafa áhyggjur af kólnun í efnahagslífinu og spurði Trump hvort hann ætti von á samdrætti á árinu. „Mér er illa við að spá um þannig mál,“ svaraði forsetinn. „Það er aðlögunartímabil, af því að það sem við erum að gera er mjög stórt. Við erum að færa auðinn aftur til Bandaríkjanna. Það er stórmál og það er alltaf tímabil... það tekur tíma. Það tekur svolítinn tíma en ég tel það verði frábært fyrir okkur.“ Tollar Trump gagnvart Kanada, Mexíkó og Kína hafa vakið ugg á mörkuðum en ríkin hafa svarað með eigin álögum á vörur frá Bandaríkjunum. Þá hefur stefnuleysi einkennt margar af yfirlýsingum og ákvörðunum Trump, sem felldi aftur niður tolla á ákveðnar vörur fyrir helgi. Þá hefur forsetinn boðað 25 prósent toll á allt innflutt stál og ál, auk þess sem hann hefur hótað Evrópuríkjunum háum tollum innan tíðar. Bartiromo vék að því í viðtalinu, sem tekið var upp í síðustu viku, að forystumenn í viðskiptalífinu vildu stöðugleika. Trump sagði að tollar yrðu mögulega hækkaðir en hann ætti síður von á því að þeir myndu lækka aftur. „Sjáðu til, landið okkar hefur verið rænt í marga áratugi og við ætlum ekki lengur að láta ræna okkur.“ Andstætt við Trump þá sagði viðskiptaráðherrann Howard Lutnick í þættinum Meet the Press í gær að Bandaríkjamenn þyrftu ekki að hafa áhyggjur af samdrætti. „Ég myndi aldrei veðja á samdrátt,“ sagði hann. „Ekki séns.“ New York Times greindi frá. Bandaríkin Donald Trump Efnahagsmál Skattar og tollar Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Þá sagðist forsetinn íhuga að hækka enn tolla á vörur frá Kanada og Mexíkó. Þáttastjórnandinn Maria Bartiromo sagði menn hafa áhyggjur af kólnun í efnahagslífinu og spurði Trump hvort hann ætti von á samdrætti á árinu. „Mér er illa við að spá um þannig mál,“ svaraði forsetinn. „Það er aðlögunartímabil, af því að það sem við erum að gera er mjög stórt. Við erum að færa auðinn aftur til Bandaríkjanna. Það er stórmál og það er alltaf tímabil... það tekur tíma. Það tekur svolítinn tíma en ég tel það verði frábært fyrir okkur.“ Tollar Trump gagnvart Kanada, Mexíkó og Kína hafa vakið ugg á mörkuðum en ríkin hafa svarað með eigin álögum á vörur frá Bandaríkjunum. Þá hefur stefnuleysi einkennt margar af yfirlýsingum og ákvörðunum Trump, sem felldi aftur niður tolla á ákveðnar vörur fyrir helgi. Þá hefur forsetinn boðað 25 prósent toll á allt innflutt stál og ál, auk þess sem hann hefur hótað Evrópuríkjunum háum tollum innan tíðar. Bartiromo vék að því í viðtalinu, sem tekið var upp í síðustu viku, að forystumenn í viðskiptalífinu vildu stöðugleika. Trump sagði að tollar yrðu mögulega hækkaðir en hann ætti síður von á því að þeir myndu lækka aftur. „Sjáðu til, landið okkar hefur verið rænt í marga áratugi og við ætlum ekki lengur að láta ræna okkur.“ Andstætt við Trump þá sagði viðskiptaráðherrann Howard Lutnick í þættinum Meet the Press í gær að Bandaríkjamenn þyrftu ekki að hafa áhyggjur af samdrætti. „Ég myndi aldrei veðja á samdrátt,“ sagði hann. „Ekki séns.“ New York Times greindi frá.
Bandaríkin Donald Trump Efnahagsmál Skattar og tollar Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira