Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar 8. mars 2025 16:01 Nýlega átti ég athyglisvert samtal um skólastarf, sem vakti mig til umhugsunar um hvernig við kennum ungmennum rökhugsun og gagnrýna hugsun. Í samtalinu kom fram að 15 ára ungmenni í grunnskóla hafði fengið það verkefni að skrifa rökfærsluritgerð. Það sem kom mér á óvart var að ungmennið virtist ekki átta sig á því hvað orðið rök þýðir. Ekki aðeins átti nemandinn erfitt með að skilja hugtakið heldur hafði hann fengið verkefnið án skýrrar leiðsagnar frá kennara um hvað væri átt við með rökum eða hvernig rökfærsluritgerð ætti að vera uppbyggð. Þetta samtal vakti strax tvær spurningar í huga mér: Annars vegar, af hverju vissi 15 ára ungmenni ekki hvað rök eru, og hins vegar, hvers vegna var verkefnið lagt fyrir án þess að kennari hefði tryggt að nemendur hefðu nauðsynlega þekkingu til að vinna það? Skortur á grunnskilningi – einkenni stærra vandamáls? Rökhugsun og röksemdafærsla eru lykilatriði í námi og daglegu lífi. Að geta sett fram rök og byggt mál sitt á skynsamlegum og sannfærandi forsendum er grunnforsenda fyrir því að taka þátt í samfélaginu af ábyrgð og skilningi. Þessi hæfni er sérstaklega mikilvæg í lýðræðislegu samfélagi þar sem borgarar þurfa að taka upplýstar ákvarðanir, meta sannleiksgildi upplýsinga og greina á milli staðreynda og skoðana. Þegar ungmenni á unglingsaldri skilur ekki grundvallarhugtök eins og rök vekur það spurningar um kennsluhætti og námskrárgrunninn. Þetta gæti verið vísbending um að íslenskt skólakerfi leggi ekki nægilega mikla áherslu á rökhugsun sem hluta af grunnmenntun nemenda. Ef nemendur eiga að geta skrifað rökfærsluritgerð hlýtur það að vera forsenda að þeir skilji hvað rök eru og hvernig á að beita þeim. Rökhugsun á gervigreindaröld – mikilvægari en nokkru sinni fyrr Í nútímanum, þar sem gervigreind og tækniframfarir breyta því hvernig við nálgumst upplýsingar, skiptir gagnrýnin hugsun enn meira máli. Við lifum á tímum þar sem falsfréttir, upphrópanir og alls konar ósannindi dreifast hraðar en nokkru sinni fyrr – oft án þess að fólk spyrji sig hvort upplýsingarnar standist rýni. Samfélagsmiðlar og gervigreindarverkfæri búa til sannfærandi texta, myndir og jafnvel myndskeið sem eru hrein fölsun, en líta út fyrir að vera trúverðug. Ef ungt fólk lærir ekki að nota rök og meta sannleiksgildi upplýsinga, þá verður það berskjaldað fyrir áróðri og blekkingum. Þetta undirstrikar hversu mikilvægt er að kenna nemendum að rökstyðja mál sitt og greina milli staðreynda og rangfærslna. Ef við viljum koma í veg fyrir að komandi kynslóðir falli fyrir blekkingum verðum við að styrkja kennslu í rökhugsun og gagnrýnni hugsun – og það byrjar allt með því að tryggja að nemendur skilji hvað rök eru. Vandinn við ónógan undirbúning verkefna Það sem mér þótti ekki síður áhyggjuefni var að nemandanum hafði einfaldlega verið sett fyrir verkefni án þess að kennari hefði gengið úr skugga um að allir skildu lykilhugtökin og tilgang verkefnisins. Það er því miður ekki óalgengt að kennarar setji nemendum fyrir verkefni til að vinna heima eða í skólanum án þess að tryggja að allir hafi nauðsynlega undirstöðu til að leysa þau. Slíkur skortur á undirbúningi getur haft eftirfarandi neikvæð áhrif: Óöryggi nemenda: Ef nemendur eiga erfitt með að skilja verkefni sem þeim eru sett fyrir, gætu þeir upplifað vanmátt og misst áhugann á náminu. Slakur námsárangur: Ef nemendur fá ekki nægilega leiðsögn er hætta á að þeir misskilji verkefnið og skili af sér illa unnu efni sem endurspeglar ekki raunverulega getu þeirra. Minnkandi færni í rökhugsun: Ef nemendur læra ekki að nota rök rétt í grunnskóla, hvernig geta þeir þá þróað þessa hæfni síðar í námi eða starfi? Þetta er áminning um að ekki dugar að leggja fyrir verkefni með fyrirmælum og senda nemendur af stað í sjálfstæða vinnu – það þarf að tryggja að þeir hafi nauðsynlega þekkingu og færni til að takast á við verkefnið. Hvað má bæta? Lausnir og tillögur Skólakerfið á að leggja áherslu á rökhugsun og rökfærslu og þarf því að tryggja að nemendur fái skýra leiðsögn, markvissa þjálfun og tækifæri til að æfa sig í að beita rökum á árangursríkan hátt. Hér eru nokkrar leiðir til að bæta úr þessum vanda: Kennarar þurfa að útskýra hugtök áður en verkefni hefjast. Það ætti að vera grunnkrafa að áður en nemendur spreyta sig á rökfærsluverkefni séu þeir búnir að fá kennslu í því hvað rök eru, hvernig þau eru byggð upp og hvernig þau eru notuð í röksemdafærslu. Aukið vægi gagnrýninnar hugsunar í námskrá. Nemendur þurfa að læra að greina á milli haldbærra raka og veikra raka, sjá tengsl á milli hugmynda og æfa sig í rökræðu þar sem þeir nota rök til að verja skoðanir sínar. Leiðsagnarkennsla í stað verkefnaskila án stuðnings. Þegar nemendur fá verkefni sem byggja á hugtökum sem þeir eru ekki vanir að nota þarf að tryggja að kennari leiðbeini þeim í ferlinu. Aukið vægi rökfræði í grunnskóla. Með markvissri kennslu í rökfræði gætu nemendur lært að greina röksemdafærslur í fréttum, samfélagsmiðlum og auglýsingum – færni sem er nauðsynleg á tímum gervigreindar og upplýsingaóreiðu. Þessi reynsla er áminning um að skólakerfið ber ábyrgð á því að tryggja að nemendur skilji grunnatriði áður en þeim eru sett fyrir verkefni sem byggjast á þeim. Ef 15 ára nemandi skilur ekki hvað rök eru, þá vaknar sú spurning hvað það segir um kennsluna sem hann hefur fengið. Í heimi þar sem ofgnótt falsfrétta og efnis búið til af gervigreind flæðir yfir okkur, getum við ekki leyft okkur að ala upp kynslóð sem skortir færni í rökhugsun. Gervigreind hefur sýnt að hún getur framleitt sannfærandi texta, myndefni og fréttir sem eru byggðar á röngum eða skálduðum upplýsingum, oft án nokkurra heimildartilvitnana. Þegar slík tæki geta „ofskynjað“ (e. hallucinate) efni og búið til staðlausar „staðreyndir”, verður gagnrýnin hugsun mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Skólakerfið verður að leggja aukna áherslu á rökfræði, gagnrýna hugsun og hæfni til að greina á milli staðreynda og skáldskapar – því án þessara verkfæra er hætt við að ungt fólk verði leiksoppur þeirra sem vilja afvegaleiða það, villa um fyrir því og sannfæra það um hvað sem er. Höfundur er aðjúnkt í ferðamálafræði við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla- og menntamál Guðmundur Björnsson Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Nýlega átti ég athyglisvert samtal um skólastarf, sem vakti mig til umhugsunar um hvernig við kennum ungmennum rökhugsun og gagnrýna hugsun. Í samtalinu kom fram að 15 ára ungmenni í grunnskóla hafði fengið það verkefni að skrifa rökfærsluritgerð. Það sem kom mér á óvart var að ungmennið virtist ekki átta sig á því hvað orðið rök þýðir. Ekki aðeins átti nemandinn erfitt með að skilja hugtakið heldur hafði hann fengið verkefnið án skýrrar leiðsagnar frá kennara um hvað væri átt við með rökum eða hvernig rökfærsluritgerð ætti að vera uppbyggð. Þetta samtal vakti strax tvær spurningar í huga mér: Annars vegar, af hverju vissi 15 ára ungmenni ekki hvað rök eru, og hins vegar, hvers vegna var verkefnið lagt fyrir án þess að kennari hefði tryggt að nemendur hefðu nauðsynlega þekkingu til að vinna það? Skortur á grunnskilningi – einkenni stærra vandamáls? Rökhugsun og röksemdafærsla eru lykilatriði í námi og daglegu lífi. Að geta sett fram rök og byggt mál sitt á skynsamlegum og sannfærandi forsendum er grunnforsenda fyrir því að taka þátt í samfélaginu af ábyrgð og skilningi. Þessi hæfni er sérstaklega mikilvæg í lýðræðislegu samfélagi þar sem borgarar þurfa að taka upplýstar ákvarðanir, meta sannleiksgildi upplýsinga og greina á milli staðreynda og skoðana. Þegar ungmenni á unglingsaldri skilur ekki grundvallarhugtök eins og rök vekur það spurningar um kennsluhætti og námskrárgrunninn. Þetta gæti verið vísbending um að íslenskt skólakerfi leggi ekki nægilega mikla áherslu á rökhugsun sem hluta af grunnmenntun nemenda. Ef nemendur eiga að geta skrifað rökfærsluritgerð hlýtur það að vera forsenda að þeir skilji hvað rök eru og hvernig á að beita þeim. Rökhugsun á gervigreindaröld – mikilvægari en nokkru sinni fyrr Í nútímanum, þar sem gervigreind og tækniframfarir breyta því hvernig við nálgumst upplýsingar, skiptir gagnrýnin hugsun enn meira máli. Við lifum á tímum þar sem falsfréttir, upphrópanir og alls konar ósannindi dreifast hraðar en nokkru sinni fyrr – oft án þess að fólk spyrji sig hvort upplýsingarnar standist rýni. Samfélagsmiðlar og gervigreindarverkfæri búa til sannfærandi texta, myndir og jafnvel myndskeið sem eru hrein fölsun, en líta út fyrir að vera trúverðug. Ef ungt fólk lærir ekki að nota rök og meta sannleiksgildi upplýsinga, þá verður það berskjaldað fyrir áróðri og blekkingum. Þetta undirstrikar hversu mikilvægt er að kenna nemendum að rökstyðja mál sitt og greina milli staðreynda og rangfærslna. Ef við viljum koma í veg fyrir að komandi kynslóðir falli fyrir blekkingum verðum við að styrkja kennslu í rökhugsun og gagnrýnni hugsun – og það byrjar allt með því að tryggja að nemendur skilji hvað rök eru. Vandinn við ónógan undirbúning verkefna Það sem mér þótti ekki síður áhyggjuefni var að nemandanum hafði einfaldlega verið sett fyrir verkefni án þess að kennari hefði gengið úr skugga um að allir skildu lykilhugtökin og tilgang verkefnisins. Það er því miður ekki óalgengt að kennarar setji nemendum fyrir verkefni til að vinna heima eða í skólanum án þess að tryggja að allir hafi nauðsynlega undirstöðu til að leysa þau. Slíkur skortur á undirbúningi getur haft eftirfarandi neikvæð áhrif: Óöryggi nemenda: Ef nemendur eiga erfitt með að skilja verkefni sem þeim eru sett fyrir, gætu þeir upplifað vanmátt og misst áhugann á náminu. Slakur námsárangur: Ef nemendur fá ekki nægilega leiðsögn er hætta á að þeir misskilji verkefnið og skili af sér illa unnu efni sem endurspeglar ekki raunverulega getu þeirra. Minnkandi færni í rökhugsun: Ef nemendur læra ekki að nota rök rétt í grunnskóla, hvernig geta þeir þá þróað þessa hæfni síðar í námi eða starfi? Þetta er áminning um að ekki dugar að leggja fyrir verkefni með fyrirmælum og senda nemendur af stað í sjálfstæða vinnu – það þarf að tryggja að þeir hafi nauðsynlega þekkingu og færni til að takast á við verkefnið. Hvað má bæta? Lausnir og tillögur Skólakerfið á að leggja áherslu á rökhugsun og rökfærslu og þarf því að tryggja að nemendur fái skýra leiðsögn, markvissa þjálfun og tækifæri til að æfa sig í að beita rökum á árangursríkan hátt. Hér eru nokkrar leiðir til að bæta úr þessum vanda: Kennarar þurfa að útskýra hugtök áður en verkefni hefjast. Það ætti að vera grunnkrafa að áður en nemendur spreyta sig á rökfærsluverkefni séu þeir búnir að fá kennslu í því hvað rök eru, hvernig þau eru byggð upp og hvernig þau eru notuð í röksemdafærslu. Aukið vægi gagnrýninnar hugsunar í námskrá. Nemendur þurfa að læra að greina á milli haldbærra raka og veikra raka, sjá tengsl á milli hugmynda og æfa sig í rökræðu þar sem þeir nota rök til að verja skoðanir sínar. Leiðsagnarkennsla í stað verkefnaskila án stuðnings. Þegar nemendur fá verkefni sem byggja á hugtökum sem þeir eru ekki vanir að nota þarf að tryggja að kennari leiðbeini þeim í ferlinu. Aukið vægi rökfræði í grunnskóla. Með markvissri kennslu í rökfræði gætu nemendur lært að greina röksemdafærslur í fréttum, samfélagsmiðlum og auglýsingum – færni sem er nauðsynleg á tímum gervigreindar og upplýsingaóreiðu. Þessi reynsla er áminning um að skólakerfið ber ábyrgð á því að tryggja að nemendur skilji grunnatriði áður en þeim eru sett fyrir verkefni sem byggjast á þeim. Ef 15 ára nemandi skilur ekki hvað rök eru, þá vaknar sú spurning hvað það segir um kennsluna sem hann hefur fengið. Í heimi þar sem ofgnótt falsfrétta og efnis búið til af gervigreind flæðir yfir okkur, getum við ekki leyft okkur að ala upp kynslóð sem skortir færni í rökhugsun. Gervigreind hefur sýnt að hún getur framleitt sannfærandi texta, myndefni og fréttir sem eru byggðar á röngum eða skálduðum upplýsingum, oft án nokkurra heimildartilvitnana. Þegar slík tæki geta „ofskynjað“ (e. hallucinate) efni og búið til staðlausar „staðreyndir”, verður gagnrýnin hugsun mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Skólakerfið verður að leggja aukna áherslu á rökfræði, gagnrýna hugsun og hæfni til að greina á milli staðreynda og skáldskapar – því án þessara verkfæra er hætt við að ungt fólk verði leiksoppur þeirra sem vilja afvegaleiða það, villa um fyrir því og sannfæra það um hvað sem er. Höfundur er aðjúnkt í ferðamálafræði við HÍ.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun