Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar 8. mars 2025 13:33 Það er ekkert leyndarmál að kynbundið ofbeldi er vandamál á Íslandi. Um 42% kvenna á aldrinum 18-80 ára hafa orðið fyrir einhvers konar ofbeldi á sinni lífsleið samkvæmt rannsókn sem gerð var árið 2010. Þessi tala hefur lítið sem ekkert breyst,15 árum seinna. Það hefur margoft verið skrifað og talað um afleiðingar ofbeldis. Hver þolandinn á fætur öðrum berskjaldar sig fyrir alþjóð í þeirri veiku von um að ráðamenn landsins vakni. Við erum enn að berjast fyrir lágmarks virðingu fyrir brotaþolum í kerfinu og enginn vill taka ábyrgð. Á stjórnvöldum hvílir sú skylda að tryggja öryggi samfélagsins og borgaranna og standa vörð um grundvallarréttindi einstaklinga. Ég spyr þá, hvar er þetta öryggi fyrir þolendur kynbundins ofbeldis? Endalausar afsakanir Mannekla er afsökunin hjá lögreglunni og fyrrum ríkisstjórn bar fyrir sig niðurskurð í fjárlögum. Brotaþolar sitja svo uppi með niðurfelld mál vegna vangetu embætta til að rannsaka málin og gerendur sleppa. Vitandi allt þetta er samt alltaf verið að tala um að við þurfum að taka á þessum málum, að það sé óásættanlegt að réttarkerfið okkar virki ekki sem skyldi og að kynbundið ofbeldi þurfi að uppræta! 20% karla eru ofbeldismenn Hvað með að karlar bara hætti að beita ofbeldi? Er það of mikið? Ef þeir beita ofbeldi, er það galin hugmynd að þeir taki ábyrgðina og fái ekki skilorðsbundna dóma á silfurfati? Öryggi og líf kvenna er í húfi. Ég upplifi stundum að karlmenn séu upp til hópa týndir. Þeim finnst erfitt að 20% þeirra séu ofbeldismenn en finnst þó oft ekkert erfitt að horfa í augu kvenna, vitandi að það séu 42% líkur á að þær hafi eða verði fyrir ofbeldi af hendi karlmanns. Konur eru ekki að hugsa út í hvort þær verði fyrir ofbeldi heldur hver muni beita þær ofbeldi. Verður það vinur? Kærasti? Frændi? Vinnufélagi? Ábyrgðin á kolröngum stað Nýlega las ég í fjölmiðlum að forseti Íslands hefur hrundið af stað verkefni sem hún kallar Riddara kærleikans þar sem hún m.a. leiddi saman ólíka karlmenn í umræðuhóp. Í samtalinu kom fram að karlmenn þyrftu bara meiri kærleika og knús. Á sama tíma fara menn í skóla barnanna okkar og segja þeim að herða sig og hætta að væla. Hvort er það? Eigum við að herða börnin og knúsa karlana ? Ekki knúsa börnin og gera karla ábyrga ? Það sem karlmenn þurfa er að taka sig saman, taka þátt í að uppræta nauðgunarmenningu í sínu daglega lífi og kalla hvern annan út. Það er ekki í verkahring kvenna að sjá til þess að karlmenn beiti ekki ofbeldi. Á meðan Riddarar kærleikans knúsast á Bessastöðum eru konur raunverulega að láta lífið vegna afleiðinga kynbundins ofbeldis. Höfundur er stjórnarformaður Vitundar - Samtaka gegn kynbundnu ofbeldi. Heimildir: https://skemman.is/bitstream/1946/10724/1/26012011_Ofbeldi_a_konum.pdf https://stigamot.is/wp-content/uploads/2023/10/Stigamot_Ofbeldismenn_2023-1.pdf https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/05/22/margir_logreglumenn_eru_i_rauninni_i_tveimur_storfu/ https://www.visir.is/g/20242574201d/nidur-skurdur-skerdir-thjonustu-og-ognar-oryggi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðný S. Bjarnadóttir Kynbundið ofbeldi Mest lesið Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Bjarki Sigurðsson Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Bjarki Sigurðsson skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Það er ekkert leyndarmál að kynbundið ofbeldi er vandamál á Íslandi. Um 42% kvenna á aldrinum 18-80 ára hafa orðið fyrir einhvers konar ofbeldi á sinni lífsleið samkvæmt rannsókn sem gerð var árið 2010. Þessi tala hefur lítið sem ekkert breyst,15 árum seinna. Það hefur margoft verið skrifað og talað um afleiðingar ofbeldis. Hver þolandinn á fætur öðrum berskjaldar sig fyrir alþjóð í þeirri veiku von um að ráðamenn landsins vakni. Við erum enn að berjast fyrir lágmarks virðingu fyrir brotaþolum í kerfinu og enginn vill taka ábyrgð. Á stjórnvöldum hvílir sú skylda að tryggja öryggi samfélagsins og borgaranna og standa vörð um grundvallarréttindi einstaklinga. Ég spyr þá, hvar er þetta öryggi fyrir þolendur kynbundins ofbeldis? Endalausar afsakanir Mannekla er afsökunin hjá lögreglunni og fyrrum ríkisstjórn bar fyrir sig niðurskurð í fjárlögum. Brotaþolar sitja svo uppi með niðurfelld mál vegna vangetu embætta til að rannsaka málin og gerendur sleppa. Vitandi allt þetta er samt alltaf verið að tala um að við þurfum að taka á þessum málum, að það sé óásættanlegt að réttarkerfið okkar virki ekki sem skyldi og að kynbundið ofbeldi þurfi að uppræta! 20% karla eru ofbeldismenn Hvað með að karlar bara hætti að beita ofbeldi? Er það of mikið? Ef þeir beita ofbeldi, er það galin hugmynd að þeir taki ábyrgðina og fái ekki skilorðsbundna dóma á silfurfati? Öryggi og líf kvenna er í húfi. Ég upplifi stundum að karlmenn séu upp til hópa týndir. Þeim finnst erfitt að 20% þeirra séu ofbeldismenn en finnst þó oft ekkert erfitt að horfa í augu kvenna, vitandi að það séu 42% líkur á að þær hafi eða verði fyrir ofbeldi af hendi karlmanns. Konur eru ekki að hugsa út í hvort þær verði fyrir ofbeldi heldur hver muni beita þær ofbeldi. Verður það vinur? Kærasti? Frændi? Vinnufélagi? Ábyrgðin á kolröngum stað Nýlega las ég í fjölmiðlum að forseti Íslands hefur hrundið af stað verkefni sem hún kallar Riddara kærleikans þar sem hún m.a. leiddi saman ólíka karlmenn í umræðuhóp. Í samtalinu kom fram að karlmenn þyrftu bara meiri kærleika og knús. Á sama tíma fara menn í skóla barnanna okkar og segja þeim að herða sig og hætta að væla. Hvort er það? Eigum við að herða börnin og knúsa karlana ? Ekki knúsa börnin og gera karla ábyrga ? Það sem karlmenn þurfa er að taka sig saman, taka þátt í að uppræta nauðgunarmenningu í sínu daglega lífi og kalla hvern annan út. Það er ekki í verkahring kvenna að sjá til þess að karlmenn beiti ekki ofbeldi. Á meðan Riddarar kærleikans knúsast á Bessastöðum eru konur raunverulega að láta lífið vegna afleiðinga kynbundins ofbeldis. Höfundur er stjórnarformaður Vitundar - Samtaka gegn kynbundnu ofbeldi. Heimildir: https://skemman.is/bitstream/1946/10724/1/26012011_Ofbeldi_a_konum.pdf https://stigamot.is/wp-content/uploads/2023/10/Stigamot_Ofbeldismenn_2023-1.pdf https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/05/22/margir_logreglumenn_eru_i_rauninni_i_tveimur_storfu/ https://www.visir.is/g/20242574201d/nidur-skurdur-skerdir-thjonustu-og-ognar-oryggi
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun