Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 7. mars 2025 20:24 Sigurður Hannesson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Vísir/Egill Aðalsteinsson Mikil óvissa ríkir á alþjóðasviðinu eftir aðgerðir Bandaríkjaforseta í tollamálum. Komi til tollastríðs milli ríkja Evrópusambandsins og Bandaríkjanna er versta sviðsmynd Íslendinga að „klemmast einhvern veginn á milli“ að sögn framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta að setja verndartolla á fjölda vara frá Kanada og Mexíkó og síðan að fresta þeim um mánuð höfðu mikil áhrif á markaði um allan heim. Þrátt fyrir tímabundna afléttingu tolla hyggst Trump halda sínu striki með álagningu frekari tolla. Trump hefur áður sagst ætla leggja 25 prósenta tolla á vörur frá ríkjum Evrópusambandsins. Óvíst er hvort að tollarnir yrðu lagðir einnig á EES-ríki líkt og Ísland. „Tollastríð auðvitað hljómar mjög illa í eyrum okkar, eins og eyrum flestra. Áhrifanna hefur ekki gætt að miklu leyti enda hafa ekki verið kynntar neinar aðgerðir gagnvart Íslandi. Óvissan er það sem er langverst og við sjáum það á hvort sem það sé á mörkuðum hér eða annars staðar hvernig hún hefur áhrif á markaði,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Enn sé mikil óvissa um hvernig tolla sé um að ræða og að hvaða mörkuðum og löndum þeir koma til með að beinast að. „Það er óvissa. Svo er það hitt að tollum er svarað með tollum annars staðar þannig þetta gæti haft víðtæk áhrif. En versta sviðsmyndin fyrir okkur er að við klemmumst einhvern veginn á milli Bandaríkjanna og Evrópu með okkar helstu útflutningsvörur. Það væri langversta sviðsmyndin en ég hins vegar held ég að það sé afar ólíklegt,“ segir Sigurður. Þessi versta sviðsmynd að mati Sigurðar myndi leiða til þess að erfitt væri að koma íslenskum útflutningsvörum í verð. „Þá þyrfti að sætta sig við það að njóta verri kjara eða reyna finna aðra markaði. Það getur haft áhrif hérna innlands,“ segir hann. Ísland hafi áður lent í tollgjöldum á útflutningsvörur árið 2018. „Við þessar aðstæður er meginmál að stjórnvöld sinni hagsmunagæslu, það er gott að heyra orð forsætisráðherra í þá veru,“ segir hann. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að varnarsamningur Íslands við Bandaríkin standi á styrkum fótum þrátt fyrir stefnubreytingu Bandaríkjanna í varnarmálum. Í Bandaríkjunum sé það til skoðunar að koma ekki þeim ríkjum til varnar sem eru í Atlantshafsbandalaginu sem verja minna en tveimur prósentum af landsframleiðslu til varnarmála. Ísland er meðal þeirra ríkja. „Við þurfum að efla tengsl okkar bæði til vesturs og austurs við þessar aðstæður vegna þess að við byggjum okkar lífskjör á því að framleiða og flytja út. Þess vegna þurfum við greiðan aðgang að mörkuðum,“ segir Sigurður. Íslendingar geti gripið til aðgerða í varnarmálunum að sögn Sigurðar, til að mynda með að efla stofnanir líkt og Landhelgisgæsluna og lögregluna. „En við getum líka horft á framleiðslu því hér eru auðvitað framleiddar ýmsar vörur sem að nýtast við öryggi eða varnir. Þannig að við höfum sannarlega ýmislegt fram að færa þar sem við getum lagt áherslu á. Svo er það auðvitað sérþekking á ákveðnum sviðum sem við búum yfir sem geti nýst öðrum.“ Skattar og tollar Bandaríkin Efnahagsmál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Sjá meira
Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta að setja verndartolla á fjölda vara frá Kanada og Mexíkó og síðan að fresta þeim um mánuð höfðu mikil áhrif á markaði um allan heim. Þrátt fyrir tímabundna afléttingu tolla hyggst Trump halda sínu striki með álagningu frekari tolla. Trump hefur áður sagst ætla leggja 25 prósenta tolla á vörur frá ríkjum Evrópusambandsins. Óvíst er hvort að tollarnir yrðu lagðir einnig á EES-ríki líkt og Ísland. „Tollastríð auðvitað hljómar mjög illa í eyrum okkar, eins og eyrum flestra. Áhrifanna hefur ekki gætt að miklu leyti enda hafa ekki verið kynntar neinar aðgerðir gagnvart Íslandi. Óvissan er það sem er langverst og við sjáum það á hvort sem það sé á mörkuðum hér eða annars staðar hvernig hún hefur áhrif á markaði,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Enn sé mikil óvissa um hvernig tolla sé um að ræða og að hvaða mörkuðum og löndum þeir koma til með að beinast að. „Það er óvissa. Svo er það hitt að tollum er svarað með tollum annars staðar þannig þetta gæti haft víðtæk áhrif. En versta sviðsmyndin fyrir okkur er að við klemmumst einhvern veginn á milli Bandaríkjanna og Evrópu með okkar helstu útflutningsvörur. Það væri langversta sviðsmyndin en ég hins vegar held ég að það sé afar ólíklegt,“ segir Sigurður. Þessi versta sviðsmynd að mati Sigurðar myndi leiða til þess að erfitt væri að koma íslenskum útflutningsvörum í verð. „Þá þyrfti að sætta sig við það að njóta verri kjara eða reyna finna aðra markaði. Það getur haft áhrif hérna innlands,“ segir hann. Ísland hafi áður lent í tollgjöldum á útflutningsvörur árið 2018. „Við þessar aðstæður er meginmál að stjórnvöld sinni hagsmunagæslu, það er gott að heyra orð forsætisráðherra í þá veru,“ segir hann. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að varnarsamningur Íslands við Bandaríkin standi á styrkum fótum þrátt fyrir stefnubreytingu Bandaríkjanna í varnarmálum. Í Bandaríkjunum sé það til skoðunar að koma ekki þeim ríkjum til varnar sem eru í Atlantshafsbandalaginu sem verja minna en tveimur prósentum af landsframleiðslu til varnarmála. Ísland er meðal þeirra ríkja. „Við þurfum að efla tengsl okkar bæði til vesturs og austurs við þessar aðstæður vegna þess að við byggjum okkar lífskjör á því að framleiða og flytja út. Þess vegna þurfum við greiðan aðgang að mörkuðum,“ segir Sigurður. Íslendingar geti gripið til aðgerða í varnarmálunum að sögn Sigurðar, til að mynda með að efla stofnanir líkt og Landhelgisgæsluna og lögregluna. „En við getum líka horft á framleiðslu því hér eru auðvitað framleiddar ýmsar vörur sem að nýtast við öryggi eða varnir. Þannig að við höfum sannarlega ýmislegt fram að færa þar sem við getum lagt áherslu á. Svo er það auðvitað sérþekking á ákveðnum sviðum sem við búum yfir sem geti nýst öðrum.“
Skattar og tollar Bandaríkin Efnahagsmál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Sjá meira