„Ég get alltaf stólað á Collin“ Siggeir Ævarsson skrifar 6. mars 2025 21:59 Borche Ilievski, þjálfari ÍR, fagnar sætum sigri í leikslok. Í bakgrunni má sjá Collin Pryor, sem skoraði sigurkörfu kvöldsins Vísir/Hulda Margrét ÍR lagði KR í háspennuleik í Bónus-deild karla í kvöld, 97-96, en sigurinn þýðir að ÍR jafnar KR að stigum og á enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Borche Ilievski, þjálfari ÍR, var í sjöunda himni með sigurinn í kvöld og að heppnin hafi loks verið með hans mönnum. „Þeir voru að síga fram úr og ég hélt að við værum að fara að kasta þessu frá okkur tók ég eina ákvörðun og það var að setja Collin inn á. Ég hugsaði þessa skiptingu fyrst og fremst varnarlega en svo endaði hann á að skora mikilvægustu körfu leiksins! Ég er virkilega ánægður með þennan sigur.“ Alltaf hægt að treysta á Collin Pryor Collin Pryor byrjaði leikinn fyrir ÍR en sat svo á bekknum allt þar til í lokin. Hann var klár þegar kallið kom og skilaði heldur betur sínu. „Ég get alltaf stólað á Collin“. Maðurinn sem er jafn hokinn af reynslu og hann getur fært okkur sigur eins og í kvöld. En Linards var að valda okkur miklum vandræðum og Collin átti í vandræðum með að dekka hann. Þar sem Linards spilaði nánast allan leikinn hélt hann Collin í raun á bekknum. En þegar á reyndi vildi ég hafa hann inn á. Ég vildi hafa hann inn á til að sinna varnarhlutverki því þeir voru að ráðast á Oscar og þess vegna setti ég Collin aftur inn á og þegar upp var staðið var það hárrétt ákvörðun af minni hálfu.“ Leikurinn í kvöld var nokkuð fast leikinn en Borche var þó ekkert sérstaklega ánægður með varnarleikinn en tveir leikmenn KR gerðu ÍR-ingum lífið leitt í kvöld sóknarlega. „Linards var óstöðvandi í fyrri hálfleik og skoraði 20 af 44 stigum KR. Þegar Nim (Nimrod Hilliard) byrjaði að skora fór ég að hafa áhyggjur því Nim er ótrúlegur leikmaður og hefði getað klárað leikinn fyrir þá. En við höfðum trú og gáfumst aldrei upp. Við vorum heppnir í lokin sérstaklega með vörnina því við tókum sénsa og Nim var sennilega mjög hissa hversu opinn hann var. Í þetta skiptið var heppnin með okkur, öfugt við það sem gerðist á móti Val og Njarðvík.“ ÍR-ingar eru nú með örlögin í sínum höndum en liðið á eftir tvo leiki gegn föllnum liðum Hattar og Hauka. En þeir leikur eru sannarlega sýnd veiði en ekki gefin. „Við megum ekki vanmeta Hött og Hauka og við höfum þegar átt slæman leik gegn Haukum. Þetta eru góð lið með unga leikmenn sem leggja sig alla fram. Við þurfum að fara þangað og leggja allt í sölurnar. Næstu tveir leikir verða sennilega efiðustu leikir tímabilsins, jafnvel erfiðari en þessi.“ Stuðningsmenn ÍR, Ghetto Hooligans, fögnuðu ógurlega í leikslok en Borche og stuðningsmannasveitin virðast eiga í mjög innilegu sambandi þar sem Borche fagnar alltaf með þeim í leikslok. „Þeir nutu leiksins í botn en ég held að þeir séu orðnir svolítið þreyttir á að upplifa svona spennuleiki trekk í trekk. Þetta var eins og úrslitakeppnisleikur í kvöld og síðustu tveir eiginlega líka.“ Ghetto Hooligans standa þétt við bakið á BorcheVísir/Hulda Margrét Bónus-deild karla Körfubolti ÍR Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Fleiri fréttir „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Sjá meira
Borche Ilievski, þjálfari ÍR, var í sjöunda himni með sigurinn í kvöld og að heppnin hafi loks verið með hans mönnum. „Þeir voru að síga fram úr og ég hélt að við værum að fara að kasta þessu frá okkur tók ég eina ákvörðun og það var að setja Collin inn á. Ég hugsaði þessa skiptingu fyrst og fremst varnarlega en svo endaði hann á að skora mikilvægustu körfu leiksins! Ég er virkilega ánægður með þennan sigur.“ Alltaf hægt að treysta á Collin Pryor Collin Pryor byrjaði leikinn fyrir ÍR en sat svo á bekknum allt þar til í lokin. Hann var klár þegar kallið kom og skilaði heldur betur sínu. „Ég get alltaf stólað á Collin“. Maðurinn sem er jafn hokinn af reynslu og hann getur fært okkur sigur eins og í kvöld. En Linards var að valda okkur miklum vandræðum og Collin átti í vandræðum með að dekka hann. Þar sem Linards spilaði nánast allan leikinn hélt hann Collin í raun á bekknum. En þegar á reyndi vildi ég hafa hann inn á. Ég vildi hafa hann inn á til að sinna varnarhlutverki því þeir voru að ráðast á Oscar og þess vegna setti ég Collin aftur inn á og þegar upp var staðið var það hárrétt ákvörðun af minni hálfu.“ Leikurinn í kvöld var nokkuð fast leikinn en Borche var þó ekkert sérstaklega ánægður með varnarleikinn en tveir leikmenn KR gerðu ÍR-ingum lífið leitt í kvöld sóknarlega. „Linards var óstöðvandi í fyrri hálfleik og skoraði 20 af 44 stigum KR. Þegar Nim (Nimrod Hilliard) byrjaði að skora fór ég að hafa áhyggjur því Nim er ótrúlegur leikmaður og hefði getað klárað leikinn fyrir þá. En við höfðum trú og gáfumst aldrei upp. Við vorum heppnir í lokin sérstaklega með vörnina því við tókum sénsa og Nim var sennilega mjög hissa hversu opinn hann var. Í þetta skiptið var heppnin með okkur, öfugt við það sem gerðist á móti Val og Njarðvík.“ ÍR-ingar eru nú með örlögin í sínum höndum en liðið á eftir tvo leiki gegn föllnum liðum Hattar og Hauka. En þeir leikur eru sannarlega sýnd veiði en ekki gefin. „Við megum ekki vanmeta Hött og Hauka og við höfum þegar átt slæman leik gegn Haukum. Þetta eru góð lið með unga leikmenn sem leggja sig alla fram. Við þurfum að fara þangað og leggja allt í sölurnar. Næstu tveir leikir verða sennilega efiðustu leikir tímabilsins, jafnvel erfiðari en þessi.“ Stuðningsmenn ÍR, Ghetto Hooligans, fögnuðu ógurlega í leikslok en Borche og stuðningsmannasveitin virðast eiga í mjög innilegu sambandi þar sem Borche fagnar alltaf með þeim í leikslok. „Þeir nutu leiksins í botn en ég held að þeir séu orðnir svolítið þreyttir á að upplifa svona spennuleiki trekk í trekk. Þetta var eins og úrslitakeppnisleikur í kvöld og síðustu tveir eiginlega líka.“ Ghetto Hooligans standa þétt við bakið á BorcheVísir/Hulda Margrét
Bónus-deild karla Körfubolti ÍR Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Fleiri fréttir „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Sjá meira