„Ég get alltaf stólað á Collin“ Siggeir Ævarsson skrifar 6. mars 2025 21:59 Borche Ilievski, þjálfari ÍR, fagnar sætum sigri í leikslok. Í bakgrunni má sjá Collin Pryor, sem skoraði sigurkörfu kvöldsins Vísir/Hulda Margrét ÍR lagði KR í háspennuleik í Bónus-deild karla í kvöld, 97-96, en sigurinn þýðir að ÍR jafnar KR að stigum og á enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Borche Ilievski, þjálfari ÍR, var í sjöunda himni með sigurinn í kvöld og að heppnin hafi loks verið með hans mönnum. „Þeir voru að síga fram úr og ég hélt að við værum að fara að kasta þessu frá okkur tók ég eina ákvörðun og það var að setja Collin inn á. Ég hugsaði þessa skiptingu fyrst og fremst varnarlega en svo endaði hann á að skora mikilvægustu körfu leiksins! Ég er virkilega ánægður með þennan sigur.“ Alltaf hægt að treysta á Collin Pryor Collin Pryor byrjaði leikinn fyrir ÍR en sat svo á bekknum allt þar til í lokin. Hann var klár þegar kallið kom og skilaði heldur betur sínu. „Ég get alltaf stólað á Collin“. Maðurinn sem er jafn hokinn af reynslu og hann getur fært okkur sigur eins og í kvöld. En Linards var að valda okkur miklum vandræðum og Collin átti í vandræðum með að dekka hann. Þar sem Linards spilaði nánast allan leikinn hélt hann Collin í raun á bekknum. En þegar á reyndi vildi ég hafa hann inn á. Ég vildi hafa hann inn á til að sinna varnarhlutverki því þeir voru að ráðast á Oscar og þess vegna setti ég Collin aftur inn á og þegar upp var staðið var það hárrétt ákvörðun af minni hálfu.“ Leikurinn í kvöld var nokkuð fast leikinn en Borche var þó ekkert sérstaklega ánægður með varnarleikinn en tveir leikmenn KR gerðu ÍR-ingum lífið leitt í kvöld sóknarlega. „Linards var óstöðvandi í fyrri hálfleik og skoraði 20 af 44 stigum KR. Þegar Nim (Nimrod Hilliard) byrjaði að skora fór ég að hafa áhyggjur því Nim er ótrúlegur leikmaður og hefði getað klárað leikinn fyrir þá. En við höfðum trú og gáfumst aldrei upp. Við vorum heppnir í lokin sérstaklega með vörnina því við tókum sénsa og Nim var sennilega mjög hissa hversu opinn hann var. Í þetta skiptið var heppnin með okkur, öfugt við það sem gerðist á móti Val og Njarðvík.“ ÍR-ingar eru nú með örlögin í sínum höndum en liðið á eftir tvo leiki gegn föllnum liðum Hattar og Hauka. En þeir leikur eru sannarlega sýnd veiði en ekki gefin. „Við megum ekki vanmeta Hött og Hauka og við höfum þegar átt slæman leik gegn Haukum. Þetta eru góð lið með unga leikmenn sem leggja sig alla fram. Við þurfum að fara þangað og leggja allt í sölurnar. Næstu tveir leikir verða sennilega efiðustu leikir tímabilsins, jafnvel erfiðari en þessi.“ Stuðningsmenn ÍR, Ghetto Hooligans, fögnuðu ógurlega í leikslok en Borche og stuðningsmannasveitin virðast eiga í mjög innilegu sambandi þar sem Borche fagnar alltaf með þeim í leikslok. „Þeir nutu leiksins í botn en ég held að þeir séu orðnir svolítið þreyttir á að upplifa svona spennuleiki trekk í trekk. Þetta var eins og úrslitakeppnisleikur í kvöld og síðustu tveir eiginlega líka.“ Ghetto Hooligans standa þétt við bakið á BorcheVísir/Hulda Margrét Bónus-deild karla Körfubolti ÍR Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira
Borche Ilievski, þjálfari ÍR, var í sjöunda himni með sigurinn í kvöld og að heppnin hafi loks verið með hans mönnum. „Þeir voru að síga fram úr og ég hélt að við værum að fara að kasta þessu frá okkur tók ég eina ákvörðun og það var að setja Collin inn á. Ég hugsaði þessa skiptingu fyrst og fremst varnarlega en svo endaði hann á að skora mikilvægustu körfu leiksins! Ég er virkilega ánægður með þennan sigur.“ Alltaf hægt að treysta á Collin Pryor Collin Pryor byrjaði leikinn fyrir ÍR en sat svo á bekknum allt þar til í lokin. Hann var klár þegar kallið kom og skilaði heldur betur sínu. „Ég get alltaf stólað á Collin“. Maðurinn sem er jafn hokinn af reynslu og hann getur fært okkur sigur eins og í kvöld. En Linards var að valda okkur miklum vandræðum og Collin átti í vandræðum með að dekka hann. Þar sem Linards spilaði nánast allan leikinn hélt hann Collin í raun á bekknum. En þegar á reyndi vildi ég hafa hann inn á. Ég vildi hafa hann inn á til að sinna varnarhlutverki því þeir voru að ráðast á Oscar og þess vegna setti ég Collin aftur inn á og þegar upp var staðið var það hárrétt ákvörðun af minni hálfu.“ Leikurinn í kvöld var nokkuð fast leikinn en Borche var þó ekkert sérstaklega ánægður með varnarleikinn en tveir leikmenn KR gerðu ÍR-ingum lífið leitt í kvöld sóknarlega. „Linards var óstöðvandi í fyrri hálfleik og skoraði 20 af 44 stigum KR. Þegar Nim (Nimrod Hilliard) byrjaði að skora fór ég að hafa áhyggjur því Nim er ótrúlegur leikmaður og hefði getað klárað leikinn fyrir þá. En við höfðum trú og gáfumst aldrei upp. Við vorum heppnir í lokin sérstaklega með vörnina því við tókum sénsa og Nim var sennilega mjög hissa hversu opinn hann var. Í þetta skiptið var heppnin með okkur, öfugt við það sem gerðist á móti Val og Njarðvík.“ ÍR-ingar eru nú með örlögin í sínum höndum en liðið á eftir tvo leiki gegn föllnum liðum Hattar og Hauka. En þeir leikur eru sannarlega sýnd veiði en ekki gefin. „Við megum ekki vanmeta Hött og Hauka og við höfum þegar átt slæman leik gegn Haukum. Þetta eru góð lið með unga leikmenn sem leggja sig alla fram. Við þurfum að fara þangað og leggja allt í sölurnar. Næstu tveir leikir verða sennilega efiðustu leikir tímabilsins, jafnvel erfiðari en þessi.“ Stuðningsmenn ÍR, Ghetto Hooligans, fögnuðu ógurlega í leikslok en Borche og stuðningsmannasveitin virðast eiga í mjög innilegu sambandi þar sem Borche fagnar alltaf með þeim í leikslok. „Þeir nutu leiksins í botn en ég held að þeir séu orðnir svolítið þreyttir á að upplifa svona spennuleiki trekk í trekk. Þetta var eins og úrslitakeppnisleikur í kvöld og síðustu tveir eiginlega líka.“ Ghetto Hooligans standa þétt við bakið á BorcheVísir/Hulda Margrét
Bónus-deild karla Körfubolti ÍR Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira