Ekki hættur í þjálfun Aron Guðmundsson skrifar 7. mars 2025 08:32 Undir stjórn Gunnars varð Afturelding bikarmeistari árið 2023 Vísir/Hulda Margrét Gunnar Magnússon lætur af störfum sem þjálfari karlaliðs Aftureldingar í handbolta eftir yfirstandandi tímabil. Hann segir menn þurfa að vita sinn tíma sem þjálfari hjá hverju liði. Hann er ekki hættur alfarið í þjálfun. „Ég er að klára mitt fimmta ár og ákvað eiginlega fyrir yfirstandandi tímabil að það yrði líklegast mitt síðasta,“ segir Gunnar í viðtali hjá Henry Birgi Gunnarssyni. „Maður þarf að vita sinn tíma sem þjálfari. Hvað maður eigi að vera lengi á hverjum stað. Ég hef aldrei verið lengur en fimm ár hjá einu og sama liðinu. Ég fann það um áramótin að það var búið að ganga vel, tímabilið væri gott og að þetta væri góður tímapunktur til þess að fara í vor.“ Afturelding í góðum höndum Tímasetningin á yfirlýsingunni, er einhver hugsun á bak við hana? „Nei ég veit það ekki. Ég lét formanninn vita af því í byrjun janúar hvernig stæði hjá mér, hvað ég væri að hugsa sjálfur. Þeir fengu góðan tíma til að undirbúa það, vinna sína vinnu. Þeir eru búnir að ráða Stefán Árnason, minn aðstoðarmann og ég er náttúrulega bara mjög glaður með að liðið sé í góðum höndum, að hann taki við af mér. Það var kannski líka bara hluti af planinu þegar að Stefán kom inn. Að hann myndi taka við af mér og ég er ánægður með að það gangi eftir.“ Mosfellingar fagna bikarmeistaratitlinum árið 2023. Vísir/Hulda Margrét Þú gefur Stefáni félaga þínum hæstu meðmæli? „Já. Liðið er í góðum höndum. Hann á stóran þátt í þessu öllu með mér. Við vinnum vel saman og höfum gert síðustu ár. Ég treysti honum hundrað prósent í að taka við af mér. Er sannfærður um að Afturelding muni halda áfram sinni vegferð. Ég er stoltur af því hvernig þetta er búið að vera. Síðustu ár höfum við verið að berjast á toppnum um alla titla, höfum unnið titla, alið upp okkar eigin leikmenn og sent leikmenn út í atvinnumennskuna. Þetta mun bara halda áfram.“ Nú spyrja menn sig ertu að draga þig í hlé þarna eða ertu að hætta í þjálfun? „Nei ég er ekki að hætta. En auðvitað er þetta bara ekkert stór markaður og það verður bara að koma í ljós hver framtíðin verður en nei ég er alls ekki að fara hætta. Hvort ég taki eitt ár í pásu verður bara að koma í ljós.“ Afturelding Olís-deild karla Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sonurinn smitaði Aron af handa-, fóta- og munnsjúkdómi Landsmeistari í sextánda sinn á ferlinum Sjá meira
„Ég er að klára mitt fimmta ár og ákvað eiginlega fyrir yfirstandandi tímabil að það yrði líklegast mitt síðasta,“ segir Gunnar í viðtali hjá Henry Birgi Gunnarssyni. „Maður þarf að vita sinn tíma sem þjálfari. Hvað maður eigi að vera lengi á hverjum stað. Ég hef aldrei verið lengur en fimm ár hjá einu og sama liðinu. Ég fann það um áramótin að það var búið að ganga vel, tímabilið væri gott og að þetta væri góður tímapunktur til þess að fara í vor.“ Afturelding í góðum höndum Tímasetningin á yfirlýsingunni, er einhver hugsun á bak við hana? „Nei ég veit það ekki. Ég lét formanninn vita af því í byrjun janúar hvernig stæði hjá mér, hvað ég væri að hugsa sjálfur. Þeir fengu góðan tíma til að undirbúa það, vinna sína vinnu. Þeir eru búnir að ráða Stefán Árnason, minn aðstoðarmann og ég er náttúrulega bara mjög glaður með að liðið sé í góðum höndum, að hann taki við af mér. Það var kannski líka bara hluti af planinu þegar að Stefán kom inn. Að hann myndi taka við af mér og ég er ánægður með að það gangi eftir.“ Mosfellingar fagna bikarmeistaratitlinum árið 2023. Vísir/Hulda Margrét Þú gefur Stefáni félaga þínum hæstu meðmæli? „Já. Liðið er í góðum höndum. Hann á stóran þátt í þessu öllu með mér. Við vinnum vel saman og höfum gert síðustu ár. Ég treysti honum hundrað prósent í að taka við af mér. Er sannfærður um að Afturelding muni halda áfram sinni vegferð. Ég er stoltur af því hvernig þetta er búið að vera. Síðustu ár höfum við verið að berjast á toppnum um alla titla, höfum unnið titla, alið upp okkar eigin leikmenn og sent leikmenn út í atvinnumennskuna. Þetta mun bara halda áfram.“ Nú spyrja menn sig ertu að draga þig í hlé þarna eða ertu að hætta í þjálfun? „Nei ég er ekki að hætta. En auðvitað er þetta bara ekkert stór markaður og það verður bara að koma í ljós hver framtíðin verður en nei ég er alls ekki að fara hætta. Hvort ég taki eitt ár í pásu verður bara að koma í ljós.“
Afturelding Olís-deild karla Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sonurinn smitaði Aron af handa-, fóta- og munnsjúkdómi Landsmeistari í sextánda sinn á ferlinum Sjá meira