Ekki hættur í þjálfun Aron Guðmundsson skrifar 7. mars 2025 08:32 Undir stjórn Gunnars varð Afturelding bikarmeistari árið 2023 Vísir/Hulda Margrét Gunnar Magnússon lætur af störfum sem þjálfari karlaliðs Aftureldingar í handbolta eftir yfirstandandi tímabil. Hann segir menn þurfa að vita sinn tíma sem þjálfari hjá hverju liði. Hann er ekki hættur alfarið í þjálfun. „Ég er að klára mitt fimmta ár og ákvað eiginlega fyrir yfirstandandi tímabil að það yrði líklegast mitt síðasta,“ segir Gunnar í viðtali hjá Henry Birgi Gunnarssyni. „Maður þarf að vita sinn tíma sem þjálfari. Hvað maður eigi að vera lengi á hverjum stað. Ég hef aldrei verið lengur en fimm ár hjá einu og sama liðinu. Ég fann það um áramótin að það var búið að ganga vel, tímabilið væri gott og að þetta væri góður tímapunktur til þess að fara í vor.“ Afturelding í góðum höndum Tímasetningin á yfirlýsingunni, er einhver hugsun á bak við hana? „Nei ég veit það ekki. Ég lét formanninn vita af því í byrjun janúar hvernig stæði hjá mér, hvað ég væri að hugsa sjálfur. Þeir fengu góðan tíma til að undirbúa það, vinna sína vinnu. Þeir eru búnir að ráða Stefán Árnason, minn aðstoðarmann og ég er náttúrulega bara mjög glaður með að liðið sé í góðum höndum, að hann taki við af mér. Það var kannski líka bara hluti af planinu þegar að Stefán kom inn. Að hann myndi taka við af mér og ég er ánægður með að það gangi eftir.“ Mosfellingar fagna bikarmeistaratitlinum árið 2023. Vísir/Hulda Margrét Þú gefur Stefáni félaga þínum hæstu meðmæli? „Já. Liðið er í góðum höndum. Hann á stóran þátt í þessu öllu með mér. Við vinnum vel saman og höfum gert síðustu ár. Ég treysti honum hundrað prósent í að taka við af mér. Er sannfærður um að Afturelding muni halda áfram sinni vegferð. Ég er stoltur af því hvernig þetta er búið að vera. Síðustu ár höfum við verið að berjast á toppnum um alla titla, höfum unnið titla, alið upp okkar eigin leikmenn og sent leikmenn út í atvinnumennskuna. Þetta mun bara halda áfram.“ Nú spyrja menn sig ertu að draga þig í hlé þarna eða ertu að hætta í þjálfun? „Nei ég er ekki að hætta. En auðvitað er þetta bara ekkert stór markaður og það verður bara að koma í ljós hver framtíðin verður en nei ég er alls ekki að fara hætta. Hvort ég taki eitt ár í pásu verður bara að koma í ljós.“ Afturelding Olís-deild karla Handbolti Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Sjá meira
„Ég er að klára mitt fimmta ár og ákvað eiginlega fyrir yfirstandandi tímabil að það yrði líklegast mitt síðasta,“ segir Gunnar í viðtali hjá Henry Birgi Gunnarssyni. „Maður þarf að vita sinn tíma sem þjálfari. Hvað maður eigi að vera lengi á hverjum stað. Ég hef aldrei verið lengur en fimm ár hjá einu og sama liðinu. Ég fann það um áramótin að það var búið að ganga vel, tímabilið væri gott og að þetta væri góður tímapunktur til þess að fara í vor.“ Afturelding í góðum höndum Tímasetningin á yfirlýsingunni, er einhver hugsun á bak við hana? „Nei ég veit það ekki. Ég lét formanninn vita af því í byrjun janúar hvernig stæði hjá mér, hvað ég væri að hugsa sjálfur. Þeir fengu góðan tíma til að undirbúa það, vinna sína vinnu. Þeir eru búnir að ráða Stefán Árnason, minn aðstoðarmann og ég er náttúrulega bara mjög glaður með að liðið sé í góðum höndum, að hann taki við af mér. Það var kannski líka bara hluti af planinu þegar að Stefán kom inn. Að hann myndi taka við af mér og ég er ánægður með að það gangi eftir.“ Mosfellingar fagna bikarmeistaratitlinum árið 2023. Vísir/Hulda Margrét Þú gefur Stefáni félaga þínum hæstu meðmæli? „Já. Liðið er í góðum höndum. Hann á stóran þátt í þessu öllu með mér. Við vinnum vel saman og höfum gert síðustu ár. Ég treysti honum hundrað prósent í að taka við af mér. Er sannfærður um að Afturelding muni halda áfram sinni vegferð. Ég er stoltur af því hvernig þetta er búið að vera. Síðustu ár höfum við verið að berjast á toppnum um alla titla, höfum unnið titla, alið upp okkar eigin leikmenn og sent leikmenn út í atvinnumennskuna. Þetta mun bara halda áfram.“ Nú spyrja menn sig ertu að draga þig í hlé þarna eða ertu að hætta í þjálfun? „Nei ég er ekki að hætta. En auðvitað er þetta bara ekkert stór markaður og það verður bara að koma í ljós hver framtíðin verður en nei ég er alls ekki að fara hætta. Hvort ég taki eitt ár í pásu verður bara að koma í ljós.“
Afturelding Olís-deild karla Handbolti Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Sjá meira