Aukið fjármagn til að stytta bið Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 6. mars 2025 12:06 Alma Möller heilbrigðisráðherra ætlar að setja meiri pening í þau úrræði sem eru til staðar meðal annars til að tyggja að ekki þurfi að loka þeim í sumar. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra ætlar að setja auka þrjú hundruð og fimmtíu milljónir króna í baráttuna við vímuefnavanda. Með því vonast ráðherrann til að hægt verði að stytta bið eftir úrræðum og koma í veg fyrir sumarlokanir. Sérstök umræða var á Alþingi fyrir hádegi um áfengis- og vímuefnavandann. Málshefjandi var Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar sem vildi með umræðunni heyra sýn ríkisstjórnarinnar á þessi mál. Sigmar telur mikilvægt að endurskipuleggja meðferðarkerfið, koma í veg fyrir lokanir stofnana yfir sumartímann og stytta biðlista. „Það eru tvö þúsund manns sem að biðja um pláss á Vogi á hverju einasta ári, tvö þúsund og sjö hundruð manns, stór hópur til viðbótar leitar beint í önnur úrræði eða reynir að sækja sér bata með öðrum hætti. Það getur gerst á Landspítalanum. Við erum líka með Hlaðgerðarkot og Krýsuvík. Þarna alls staðar eru langir biðlistar. Fólk sem kemst í þjónustu fær að mörgu leyti mjög góða þjónustu hérna á Íslandi en biðlistarnir eru allt of langir. Ábyrgðin á þessu liggur í áratuga vanmati stjórnvalda á afleiðingum þessa sjúkdóms. Hún liggur hjá okkur stjórnmálamönnunum og hún liggur hjá fjárveitingarvaldinu en ekki fagfólkinu og meðferðarstöðvunum. Það vinna allir af hugsjón í þessum málaflokki en við þurfum ofureinfaldlega að gera betur.“ Alma Möller heilbrigðisráðherra sagði fíknivandann fyrst og fremst heilbrigðisvanda en starfshópur vinni nú að heildarstefnu í áfengis- og vímuvörnum. Þá ætli hún að setja meira fjármagn í málaflokkinn. „Ég mun því leggja til að í fjáraukalögum í þessu þingi verði að auki veitt þrjú hundruð og fimmtíu milljónum til að styrkja og auka fyrirliggjandi úrræði, til að stytta bið og tryggja að ekki þurfi að koma til sumarlokanna og er ríkisstjórnin einhuga um þetta.“ Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Sérstök umræða var á Alþingi fyrir hádegi um áfengis- og vímuefnavandann. Málshefjandi var Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar sem vildi með umræðunni heyra sýn ríkisstjórnarinnar á þessi mál. Sigmar telur mikilvægt að endurskipuleggja meðferðarkerfið, koma í veg fyrir lokanir stofnana yfir sumartímann og stytta biðlista. „Það eru tvö þúsund manns sem að biðja um pláss á Vogi á hverju einasta ári, tvö þúsund og sjö hundruð manns, stór hópur til viðbótar leitar beint í önnur úrræði eða reynir að sækja sér bata með öðrum hætti. Það getur gerst á Landspítalanum. Við erum líka með Hlaðgerðarkot og Krýsuvík. Þarna alls staðar eru langir biðlistar. Fólk sem kemst í þjónustu fær að mörgu leyti mjög góða þjónustu hérna á Íslandi en biðlistarnir eru allt of langir. Ábyrgðin á þessu liggur í áratuga vanmati stjórnvalda á afleiðingum þessa sjúkdóms. Hún liggur hjá okkur stjórnmálamönnunum og hún liggur hjá fjárveitingarvaldinu en ekki fagfólkinu og meðferðarstöðvunum. Það vinna allir af hugsjón í þessum málaflokki en við þurfum ofureinfaldlega að gera betur.“ Alma Möller heilbrigðisráðherra sagði fíknivandann fyrst og fremst heilbrigðisvanda en starfshópur vinni nú að heildarstefnu í áfengis- og vímuvörnum. Þá ætli hún að setja meira fjármagn í málaflokkinn. „Ég mun því leggja til að í fjáraukalögum í þessu þingi verði að auki veitt þrjú hundruð og fimmtíu milljónum til að styrkja og auka fyrirliggjandi úrræði, til að stytta bið og tryggja að ekki þurfi að koma til sumarlokanna og er ríkisstjórnin einhuga um þetta.“
Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira