Aukið fjármagn til að stytta bið Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 6. mars 2025 12:06 Alma Möller heilbrigðisráðherra ætlar að setja meiri pening í þau úrræði sem eru til staðar meðal annars til að tyggja að ekki þurfi að loka þeim í sumar. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra ætlar að setja auka þrjú hundruð og fimmtíu milljónir króna í baráttuna við vímuefnavanda. Með því vonast ráðherrann til að hægt verði að stytta bið eftir úrræðum og koma í veg fyrir sumarlokanir. Sérstök umræða var á Alþingi fyrir hádegi um áfengis- og vímuefnavandann. Málshefjandi var Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar sem vildi með umræðunni heyra sýn ríkisstjórnarinnar á þessi mál. Sigmar telur mikilvægt að endurskipuleggja meðferðarkerfið, koma í veg fyrir lokanir stofnana yfir sumartímann og stytta biðlista. „Það eru tvö þúsund manns sem að biðja um pláss á Vogi á hverju einasta ári, tvö þúsund og sjö hundruð manns, stór hópur til viðbótar leitar beint í önnur úrræði eða reynir að sækja sér bata með öðrum hætti. Það getur gerst á Landspítalanum. Við erum líka með Hlaðgerðarkot og Krýsuvík. Þarna alls staðar eru langir biðlistar. Fólk sem kemst í þjónustu fær að mörgu leyti mjög góða þjónustu hérna á Íslandi en biðlistarnir eru allt of langir. Ábyrgðin á þessu liggur í áratuga vanmati stjórnvalda á afleiðingum þessa sjúkdóms. Hún liggur hjá okkur stjórnmálamönnunum og hún liggur hjá fjárveitingarvaldinu en ekki fagfólkinu og meðferðarstöðvunum. Það vinna allir af hugsjón í þessum málaflokki en við þurfum ofureinfaldlega að gera betur.“ Alma Möller heilbrigðisráðherra sagði fíknivandann fyrst og fremst heilbrigðisvanda en starfshópur vinni nú að heildarstefnu í áfengis- og vímuvörnum. Þá ætli hún að setja meira fjármagn í málaflokkinn. „Ég mun því leggja til að í fjáraukalögum í þessu þingi verði að auki veitt þrjú hundruð og fimmtíu milljónum til að styrkja og auka fyrirliggjandi úrræði, til að stytta bið og tryggja að ekki þurfi að koma til sumarlokanna og er ríkisstjórnin einhuga um þetta.“ Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Sérstök umræða var á Alþingi fyrir hádegi um áfengis- og vímuefnavandann. Málshefjandi var Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar sem vildi með umræðunni heyra sýn ríkisstjórnarinnar á þessi mál. Sigmar telur mikilvægt að endurskipuleggja meðferðarkerfið, koma í veg fyrir lokanir stofnana yfir sumartímann og stytta biðlista. „Það eru tvö þúsund manns sem að biðja um pláss á Vogi á hverju einasta ári, tvö þúsund og sjö hundruð manns, stór hópur til viðbótar leitar beint í önnur úrræði eða reynir að sækja sér bata með öðrum hætti. Það getur gerst á Landspítalanum. Við erum líka með Hlaðgerðarkot og Krýsuvík. Þarna alls staðar eru langir biðlistar. Fólk sem kemst í þjónustu fær að mörgu leyti mjög góða þjónustu hérna á Íslandi en biðlistarnir eru allt of langir. Ábyrgðin á þessu liggur í áratuga vanmati stjórnvalda á afleiðingum þessa sjúkdóms. Hún liggur hjá okkur stjórnmálamönnunum og hún liggur hjá fjárveitingarvaldinu en ekki fagfólkinu og meðferðarstöðvunum. Það vinna allir af hugsjón í þessum málaflokki en við þurfum ofureinfaldlega að gera betur.“ Alma Möller heilbrigðisráðherra sagði fíknivandann fyrst og fremst heilbrigðisvanda en starfshópur vinni nú að heildarstefnu í áfengis- og vímuvörnum. Þá ætli hún að setja meira fjármagn í málaflokkinn. „Ég mun því leggja til að í fjáraukalögum í þessu þingi verði að auki veitt þrjú hundruð og fimmtíu milljónum til að styrkja og auka fyrirliggjandi úrræði, til að stytta bið og tryggja að ekki þurfi að koma til sumarlokanna og er ríkisstjórnin einhuga um þetta.“
Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira