Aukið fjármagn til að stytta bið Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 6. mars 2025 12:06 Alma Möller heilbrigðisráðherra ætlar að setja meiri pening í þau úrræði sem eru til staðar meðal annars til að tyggja að ekki þurfi að loka þeim í sumar. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra ætlar að setja auka þrjú hundruð og fimmtíu milljónir króna í baráttuna við vímuefnavanda. Með því vonast ráðherrann til að hægt verði að stytta bið eftir úrræðum og koma í veg fyrir sumarlokanir. Sérstök umræða var á Alþingi fyrir hádegi um áfengis- og vímuefnavandann. Málshefjandi var Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar sem vildi með umræðunni heyra sýn ríkisstjórnarinnar á þessi mál. Sigmar telur mikilvægt að endurskipuleggja meðferðarkerfið, koma í veg fyrir lokanir stofnana yfir sumartímann og stytta biðlista. „Það eru tvö þúsund manns sem að biðja um pláss á Vogi á hverju einasta ári, tvö þúsund og sjö hundruð manns, stór hópur til viðbótar leitar beint í önnur úrræði eða reynir að sækja sér bata með öðrum hætti. Það getur gerst á Landspítalanum. Við erum líka með Hlaðgerðarkot og Krýsuvík. Þarna alls staðar eru langir biðlistar. Fólk sem kemst í þjónustu fær að mörgu leyti mjög góða þjónustu hérna á Íslandi en biðlistarnir eru allt of langir. Ábyrgðin á þessu liggur í áratuga vanmati stjórnvalda á afleiðingum þessa sjúkdóms. Hún liggur hjá okkur stjórnmálamönnunum og hún liggur hjá fjárveitingarvaldinu en ekki fagfólkinu og meðferðarstöðvunum. Það vinna allir af hugsjón í þessum málaflokki en við þurfum ofureinfaldlega að gera betur.“ Alma Möller heilbrigðisráðherra sagði fíknivandann fyrst og fremst heilbrigðisvanda en starfshópur vinni nú að heildarstefnu í áfengis- og vímuvörnum. Þá ætli hún að setja meira fjármagn í málaflokkinn. „Ég mun því leggja til að í fjáraukalögum í þessu þingi verði að auki veitt þrjú hundruð og fimmtíu milljónum til að styrkja og auka fyrirliggjandi úrræði, til að stytta bið og tryggja að ekki þurfi að koma til sumarlokanna og er ríkisstjórnin einhuga um þetta.“ Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Sjá meira
Sérstök umræða var á Alþingi fyrir hádegi um áfengis- og vímuefnavandann. Málshefjandi var Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar sem vildi með umræðunni heyra sýn ríkisstjórnarinnar á þessi mál. Sigmar telur mikilvægt að endurskipuleggja meðferðarkerfið, koma í veg fyrir lokanir stofnana yfir sumartímann og stytta biðlista. „Það eru tvö þúsund manns sem að biðja um pláss á Vogi á hverju einasta ári, tvö þúsund og sjö hundruð manns, stór hópur til viðbótar leitar beint í önnur úrræði eða reynir að sækja sér bata með öðrum hætti. Það getur gerst á Landspítalanum. Við erum líka með Hlaðgerðarkot og Krýsuvík. Þarna alls staðar eru langir biðlistar. Fólk sem kemst í þjónustu fær að mörgu leyti mjög góða þjónustu hérna á Íslandi en biðlistarnir eru allt of langir. Ábyrgðin á þessu liggur í áratuga vanmati stjórnvalda á afleiðingum þessa sjúkdóms. Hún liggur hjá okkur stjórnmálamönnunum og hún liggur hjá fjárveitingarvaldinu en ekki fagfólkinu og meðferðarstöðvunum. Það vinna allir af hugsjón í þessum málaflokki en við þurfum ofureinfaldlega að gera betur.“ Alma Möller heilbrigðisráðherra sagði fíknivandann fyrst og fremst heilbrigðisvanda en starfshópur vinni nú að heildarstefnu í áfengis- og vímuvörnum. Þá ætli hún að setja meira fjármagn í málaflokkinn. „Ég mun því leggja til að í fjáraukalögum í þessu þingi verði að auki veitt þrjú hundruð og fimmtíu milljónum til að styrkja og auka fyrirliggjandi úrræði, til að stytta bið og tryggja að ekki þurfi að koma til sumarlokanna og er ríkisstjórnin einhuga um þetta.“
Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Sjá meira