Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar 6. mars 2025 10:31 Á síðasta fundi Stúdentaráðs Háskóla Íslands var lögð fram tillaga um að Háskóli Íslands ætti að ráða aðgengisfulltrúa í starf. Sú tillaga var samþykkt einróma og sýnir fram á vilja stúdenta til þess að bæta og vinna að aðgengismálum innan Háskóla Íslands. Hlutverk aðgengisfulltrúa er margvíslegt en í stuttu máli er markmið hans að huga að aðgengismálum í háskólanum með einum eða öðrum hætti. Á meðal verkefna sem aðgengisfulltrúi vinnur að er að taka við ábendingum um úrbætur við háskólann, veita ráðleggingar varðandi útfærslu lausna á aðgengismálum, vera í stöðugum samskiptum við Framkvæmda- og tæknisvið HÍ, framkvæma aðgengisúttektir og hafa umsjón með verkefnum sem snerta aðgengismál. Stefna HÍ 2021-2026 leggur áherslu á að „háskólinn verði enn betri vinnustaður sem tryggir jafnrétti og fjölbreyttan bakgrunn nemenda og starfsfólks“. Bætt aðgengismál eru lykilskref í átt að þessu markmiði. Ef litið er til áskorana hvað varðar aðgengi innan háskólans er ljóst að risastórt verkefni blasir við. Til þess að tryggja möguleikann á háskólanámi fyrir alla þarf að bæta aðgengi í byggingum háskólans. Nemendur lenda ítrekað í vandræðum á meðan skólagöngu stendur, vandræðum sem gera þeim erfitt að sinna námi við Háskóla Íslands. Dæmi um þetta eru ónothæfir rampar, læstar hurðir, vöntun á sjálfstýrðum hurðaopnurum, óaðgengilegar námsstofur og skortur á leiðarlínum, punktaletri, navilens og öðrum umhverfismerkingum inni í byggingum. Áherslur á algilda hönnun geta leyst þessar áskoranir. Algild hönnun innifelur í sér að byggingar séu hannaðar með það í huga að fatlað fólk geti farið um mannvirki án hindrana. Hægt er að þróa þessa hugmynd áfram og sníða hana að háskólasamfélaginu. Háskóli Íslands hefur tækifæri til þess að vera leiðandi háskóli í aðgengismálum þar sem algild hönnun er höfð í huga við hönnun bygginga, uppsetningu náms, rannsóknaraðstöðu og starfsemi háskólans. Gífurlegt mannafl er til staðar innan HÍ: jafnréttisfulltrúar með mikla reynslu, nemendaráðgjöf með sérþekkingu í úrlausnum, prófessorar í fötlunarfræðum og stúdentafylking sem styður hagsmunabaráttu fatlaðra nemenda með mikilli elju. Nú vantar bara aðgengisfulltrúa til þess að taka aðgengismál á næsta stig og stórefla háskólann. Bætt aðgengi fatlaðs fólks að háskólasamfélaginu bætir aðgengi allra. Draumur minn er að fatlað fólk geti sótt sér háskólanám án hindrana. Til þess þarf átak í aðgengismálum háskólans og ráðning aðgengisfulltrúa væri lykilskref í átt að því. Stúdentar HÍ hafa talað. Mun Háskóli Íslands svara? Höfundur er stúdentaráðsliði í Stúdentaráði Háskóla Íslands og nemandi við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Háskólar Skóla- og menntamál Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Á síðasta fundi Stúdentaráðs Háskóla Íslands var lögð fram tillaga um að Háskóli Íslands ætti að ráða aðgengisfulltrúa í starf. Sú tillaga var samþykkt einróma og sýnir fram á vilja stúdenta til þess að bæta og vinna að aðgengismálum innan Háskóla Íslands. Hlutverk aðgengisfulltrúa er margvíslegt en í stuttu máli er markmið hans að huga að aðgengismálum í háskólanum með einum eða öðrum hætti. Á meðal verkefna sem aðgengisfulltrúi vinnur að er að taka við ábendingum um úrbætur við háskólann, veita ráðleggingar varðandi útfærslu lausna á aðgengismálum, vera í stöðugum samskiptum við Framkvæmda- og tæknisvið HÍ, framkvæma aðgengisúttektir og hafa umsjón með verkefnum sem snerta aðgengismál. Stefna HÍ 2021-2026 leggur áherslu á að „háskólinn verði enn betri vinnustaður sem tryggir jafnrétti og fjölbreyttan bakgrunn nemenda og starfsfólks“. Bætt aðgengismál eru lykilskref í átt að þessu markmiði. Ef litið er til áskorana hvað varðar aðgengi innan háskólans er ljóst að risastórt verkefni blasir við. Til þess að tryggja möguleikann á háskólanámi fyrir alla þarf að bæta aðgengi í byggingum háskólans. Nemendur lenda ítrekað í vandræðum á meðan skólagöngu stendur, vandræðum sem gera þeim erfitt að sinna námi við Háskóla Íslands. Dæmi um þetta eru ónothæfir rampar, læstar hurðir, vöntun á sjálfstýrðum hurðaopnurum, óaðgengilegar námsstofur og skortur á leiðarlínum, punktaletri, navilens og öðrum umhverfismerkingum inni í byggingum. Áherslur á algilda hönnun geta leyst þessar áskoranir. Algild hönnun innifelur í sér að byggingar séu hannaðar með það í huga að fatlað fólk geti farið um mannvirki án hindrana. Hægt er að þróa þessa hugmynd áfram og sníða hana að háskólasamfélaginu. Háskóli Íslands hefur tækifæri til þess að vera leiðandi háskóli í aðgengismálum þar sem algild hönnun er höfð í huga við hönnun bygginga, uppsetningu náms, rannsóknaraðstöðu og starfsemi háskólans. Gífurlegt mannafl er til staðar innan HÍ: jafnréttisfulltrúar með mikla reynslu, nemendaráðgjöf með sérþekkingu í úrlausnum, prófessorar í fötlunarfræðum og stúdentafylking sem styður hagsmunabaráttu fatlaðra nemenda með mikilli elju. Nú vantar bara aðgengisfulltrúa til þess að taka aðgengismál á næsta stig og stórefla háskólann. Bætt aðgengi fatlaðs fólks að háskólasamfélaginu bætir aðgengi allra. Draumur minn er að fatlað fólk geti sótt sér háskólanám án hindrana. Til þess þarf átak í aðgengismálum háskólans og ráðning aðgengisfulltrúa væri lykilskref í átt að því. Stúdentar HÍ hafa talað. Mun Háskóli Íslands svara? Höfundur er stúdentaráðsliði í Stúdentaráði Háskóla Íslands og nemandi við Háskóla Íslands.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun