Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Sindri Sverrisson skrifar 5. mars 2025 11:01 Ísland tryggði sig inn á EM í þriðja sinn með mögnuðum sigri gegn Tyrklandi fyrir rúmri viku. vísir/Anton Samningaviðræður á milli Póllands og Íslands eru í höfn og verða þjóðirnar saman í D-riðli á EM í körfubolta í lok ágúst. Framkvæmdastjóri KKÍ segir þetta þýða einfaldara skipulag, lægri reikning og betri aðstöðu fyrir Ísland. Það er jafnframt ljóst að Ísland verður í riðli með Luka Doncic og félögum frá Slóveníu. Riðillinn verður spilaður í Katowice í Póllandi og því ljóst að Íslendingar munu flykkjast þangað þegar EM hefst 27. ágúst, rétt eins og þeir gerðu þegar Ísland komst á EM 2015 og 2017. EM fer fram í fjórum löndum og mátti hvert þeirra velja sér eina þjóð í sinn riðil. Lettland valdi Eistland, Finnland valdi Litháen og Kýpur valdi Grikkland. KKÍ ræddi við hina gestgjafana en samdi á endanum við Pólverja sem voru síðastir að ákveða sig. FIBA Europe hefur nú lagt blessun sína yfir þessa ákvörðun. Pólland og Ísland verða samstarfsþjóðir á EM sem hefst 27. ágúst.FIBA Europe Mikill áhugi á leikjum Íslands „Við vitum núna strax hvar við verðum á EM,“ segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ í samtali við íþróttadeild. „Á næstu dögum getum við því farið að skoða miðasölu á mótið, vinna það með okkar samstarfsaðilum á borð við Icelandair upp á pakkaferðir að gera. Við erum þá allavegana á undan öllum öðrum þjóðum sem að verða í Póllandi að gera þetta, getum farið að skipuleggja okkur.“ Ísland mun spila í hinni glæsilegu Spodek höll sem tekur um 9.000 manns í sæti. Mikill áhugi er nú þegar fyrir leikjum Íslands að sögn Hannesar og munu frekari upplýsingar um miðasölu á leikina og sölu á pakkaferðum verða birtar á næstu dögum. Fá betri aðstöðu og lægri reikning „Við verðum með sérstakt Íslendingasvæði og margt í framkvæmdinni sem við fáum að vera með puttana í sem gerir okkar íslensku áhorfendum auðveldara að mæta á svæðið og hafa gaman. Svo er það hitt. Það er líka körfuboltalega séð margt jákvætt í þessu. Við fáum aðeins betri og stærri aðstöðu á hótelinu, þá er þetta aðeins jákvætt fjárhagslega. Við sömdum við Pólverjana með það meðal annars í huga. Á alla kanta er þetta í raun jákvætt. En það sem mestu skiptir er að áður en dregið verður í riðla í lok mars getum við verið farin af stað með miðasöluna, sölu á pakkaferðum og aðra vinnu svo við getum tryggt að sem flestir áhorfendur frá Íslandi geti komist á mótið.“ Þá er samkomulagið jákvætt upp á kostnað KKÍ vegna þátttöku á mótinu að gera. „Stutta útfærslan er sú að þeir taka aðeins meiri þátt í kostnaði viðveru okkar í Póllandi. Það verður ódýrara fyrir okkur að borga reikninginn þegar að við förum heim,“ segir Hannes. Slóvenar eina lausa liðið úr flokki tvö Slóvenar verða í riðli Íslands vegna þess að þeir eru eina lausa liðið úr næstefsta styrkleikaflokki, fyrst búið er að raða Lettlandi, Litháen og Grikklandi í riðla. Það ræðst svo í drættinum 27. mars hvaða þrjú lið til viðbótar verða í riðli með Íslandi, Póllandi og Slóveníu. Í riðilinn vantar lið úr efsta styrkleikaflokki, fjórða og fimmta flokki. Styrkleikaflokkarnir fyrir EM-dráttinn 27. mars.FIBA Hvaða lið bætast í riðilinn? Eins og sjá má á myndinni hér að ofan er Ísland í sjötta og neðsta styrkleikaflokki, ásamt Svíþjóð, Portúgal og Kýpur, þrátt fyrir að hafa endað fyrir ofan Tyrkland í næstefsta sæti síns undanriðils. Raðað var í styrkleikaflokka út frá nýjasta heimslista FIBA. Liðin sem Ísland gæti fengið úr efsta flokki eru: Serbía, Þýskaland, Frakkland og Spánn. Úr fjórða flokki gætu komið: Georgía, Tyrkland eða Ísrael. Úr fimmta flokki gætu komið: Belgía, Bosnía eða Bretland. Höll sem handboltalið Íslands spilaði í Íslendingar þekkja höllina glæsilegu í Katowice, Spodek, eftir að íslenska karlalandsliðið spilaði í henni á EM í handbolta árið 2016. Sú keppni fór reyndar hræðilega fyrir Ísland sem endaði neðst í sínum riðli og féll strax úr keppni, þrátt fyrir sigur á Noregi í fyrsta leik. Katowice er um það bil 300.000 manna borg í suðurhluta Póllands, nærri landamærunum að Tékklandi og Slóvakíu, en alls búa hátt í 2 milljónir manna á Katowice-svæðinu. Borgin er í rúmlega 80 kílómetra fjarlægð frá Kraká. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Tengdar fréttir Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Viðræður eru enn í fullum gangi á milli Körfuknattleikssambands Íslands og Pólverja um samstarf í lokakeppni EM karla sem hefst 27. ágúst. Niðurstaða gæti fengist í dag en líklegt þykir að Ísland spili í pólsku borginni Katowice og mæti þar NBA-stórstjörnunni Luka Doncic. 28. febrúar 2025 11:02 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Sjá meira
Riðillinn verður spilaður í Katowice í Póllandi og því ljóst að Íslendingar munu flykkjast þangað þegar EM hefst 27. ágúst, rétt eins og þeir gerðu þegar Ísland komst á EM 2015 og 2017. EM fer fram í fjórum löndum og mátti hvert þeirra velja sér eina þjóð í sinn riðil. Lettland valdi Eistland, Finnland valdi Litháen og Kýpur valdi Grikkland. KKÍ ræddi við hina gestgjafana en samdi á endanum við Pólverja sem voru síðastir að ákveða sig. FIBA Europe hefur nú lagt blessun sína yfir þessa ákvörðun. Pólland og Ísland verða samstarfsþjóðir á EM sem hefst 27. ágúst.FIBA Europe Mikill áhugi á leikjum Íslands „Við vitum núna strax hvar við verðum á EM,“ segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ í samtali við íþróttadeild. „Á næstu dögum getum við því farið að skoða miðasölu á mótið, vinna það með okkar samstarfsaðilum á borð við Icelandair upp á pakkaferðir að gera. Við erum þá allavegana á undan öllum öðrum þjóðum sem að verða í Póllandi að gera þetta, getum farið að skipuleggja okkur.“ Ísland mun spila í hinni glæsilegu Spodek höll sem tekur um 9.000 manns í sæti. Mikill áhugi er nú þegar fyrir leikjum Íslands að sögn Hannesar og munu frekari upplýsingar um miðasölu á leikina og sölu á pakkaferðum verða birtar á næstu dögum. Fá betri aðstöðu og lægri reikning „Við verðum með sérstakt Íslendingasvæði og margt í framkvæmdinni sem við fáum að vera með puttana í sem gerir okkar íslensku áhorfendum auðveldara að mæta á svæðið og hafa gaman. Svo er það hitt. Það er líka körfuboltalega séð margt jákvætt í þessu. Við fáum aðeins betri og stærri aðstöðu á hótelinu, þá er þetta aðeins jákvætt fjárhagslega. Við sömdum við Pólverjana með það meðal annars í huga. Á alla kanta er þetta í raun jákvætt. En það sem mestu skiptir er að áður en dregið verður í riðla í lok mars getum við verið farin af stað með miðasöluna, sölu á pakkaferðum og aðra vinnu svo við getum tryggt að sem flestir áhorfendur frá Íslandi geti komist á mótið.“ Þá er samkomulagið jákvætt upp á kostnað KKÍ vegna þátttöku á mótinu að gera. „Stutta útfærslan er sú að þeir taka aðeins meiri þátt í kostnaði viðveru okkar í Póllandi. Það verður ódýrara fyrir okkur að borga reikninginn þegar að við förum heim,“ segir Hannes. Slóvenar eina lausa liðið úr flokki tvö Slóvenar verða í riðli Íslands vegna þess að þeir eru eina lausa liðið úr næstefsta styrkleikaflokki, fyrst búið er að raða Lettlandi, Litháen og Grikklandi í riðla. Það ræðst svo í drættinum 27. mars hvaða þrjú lið til viðbótar verða í riðli með Íslandi, Póllandi og Slóveníu. Í riðilinn vantar lið úr efsta styrkleikaflokki, fjórða og fimmta flokki. Styrkleikaflokkarnir fyrir EM-dráttinn 27. mars.FIBA Hvaða lið bætast í riðilinn? Eins og sjá má á myndinni hér að ofan er Ísland í sjötta og neðsta styrkleikaflokki, ásamt Svíþjóð, Portúgal og Kýpur, þrátt fyrir að hafa endað fyrir ofan Tyrkland í næstefsta sæti síns undanriðils. Raðað var í styrkleikaflokka út frá nýjasta heimslista FIBA. Liðin sem Ísland gæti fengið úr efsta flokki eru: Serbía, Þýskaland, Frakkland og Spánn. Úr fjórða flokki gætu komið: Georgía, Tyrkland eða Ísrael. Úr fimmta flokki gætu komið: Belgía, Bosnía eða Bretland. Höll sem handboltalið Íslands spilaði í Íslendingar þekkja höllina glæsilegu í Katowice, Spodek, eftir að íslenska karlalandsliðið spilaði í henni á EM í handbolta árið 2016. Sú keppni fór reyndar hræðilega fyrir Ísland sem endaði neðst í sínum riðli og féll strax úr keppni, þrátt fyrir sigur á Noregi í fyrsta leik. Katowice er um það bil 300.000 manna borg í suðurhluta Póllands, nærri landamærunum að Tékklandi og Slóvakíu, en alls búa hátt í 2 milljónir manna á Katowice-svæðinu. Borgin er í rúmlega 80 kílómetra fjarlægð frá Kraká.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Tengdar fréttir Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Viðræður eru enn í fullum gangi á milli Körfuknattleikssambands Íslands og Pólverja um samstarf í lokakeppni EM karla sem hefst 27. ágúst. Niðurstaða gæti fengist í dag en líklegt þykir að Ísland spili í pólsku borginni Katowice og mæti þar NBA-stórstjörnunni Luka Doncic. 28. febrúar 2025 11:02 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Sjá meira
Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Viðræður eru enn í fullum gangi á milli Körfuknattleikssambands Íslands og Pólverja um samstarf í lokakeppni EM karla sem hefst 27. ágúst. Niðurstaða gæti fengist í dag en líklegt þykir að Ísland spili í pólsku borginni Katowice og mæti þar NBA-stórstjörnunni Luka Doncic. 28. febrúar 2025 11:02