Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar 5. mars 2025 08:00 Stígamót eru afsprengi kvennabaráttunnar sem reis hátt á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, en í þessari viku fagna Stígamót 35 ára afmæli. Það er reyndar undarlegt að tala um að fagna einhverju sem ætti ekki að þurfa að vera til í okkar samfélagi. Engu að síður ber að fagna því að brotaþolar hafi getað leitað skjóls og aðstoðar og að barátta Stígamóta fyrir betra samfélagi hafi skilað nokkrum árangri. Að stofnun Stígamóta árið 1990 stóðu eftirfarandi samtök: Barnahópur Kvennaathvarfs, Ráðgjafahópur um nauðgunarmál, KFUK í Reykjavík, Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna, Vinnuhópur gegn sifjaspellum, Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt, Kvenréttindafélag Íslands, Kvennaráðgjöfin, Fóstrufélag Íslands, Þroskaþjálfafélag Íslands, Kvenfélagasamband Íslands, Hið íslenska kennarafélag, LFK, Starfsmannafélag ríkisstofnana og Félag háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga. Þetta var því breiðfylking kvennasamtaka sem þekkti þörfina fyrir þjónustu eins og Stígamót veittu, ýmist á eigin skinni eða í gegnum störf sín. Að öðrum ólöstuðum er líka vert að minnast á dr. Guðrúnu Jónsdóttur, félagsráðgjafa sem var driffjöðurin í stofnun og upphafsárum Stígamóta. Fyrir rúmu ári síðan kom út ævisaga hennar, Ég verð aldrei ungfrú meðfærileg, eftir Ingibjörgu Döggu Kjartansdóttur. Fyrstu árin var á brattann að sækja enda hin opinbera barátta gegn kynbundnu ofbeldi nýhafin. Áður börðust konur gegn ofbeldi með því að berjast gegn áfengisneyslu karla, berjast fyrir fjárhagslegu sjálfstæði kvenna, þungunarrofum og fleiru. Það var ekki fyrr en í kringum 1980 sem kynbundið ofbeldi varð að baráttumáli opinberlega, að talað var um það í heyranda hljóði. Fyrstu ár Kvennaathvarfsins og svo Stígamóta fóru enda í að réttlæta tilveru sína, að ofbeldi væri það algengt að nauðsynlegt væri fyrir konur og börn að eiga skjól og að baráttan gegn ofbeldi ætti heima á hinu pólitíska sviði. Setningar eins og “karlar þora ekki lengur að faðma börnin sín” voru algengar á þessum árum, eins og Stígamót væri að tortryggja allt og alla þegar markmiðið var að opna umræðu um kynferðisbrot gegn börnum og konum. Við erum sem betur fer á öðrum stað í dag, við viðurkennum vandann en okkur hefur ekki tekist neitt sérstaklega vel að vinna gegn rótum hans. Eins og samfélagið allt hafa Stígamót tekið miklum breytingum frá stofnun. Á upphafsmetrum starfsins var lítil sérfræðiþekking til og starfið byggðist mest á að konur hlustuðu, trúðu og studdu aðrar konur. Það var til dæmis ekki viðurkennt að börn sem verða fyrir ofbeldi geti hermt ofbeldið uppá önnur börn í kringum sig. Þannig var fólk hólfað niður eftir því hvort það var þolandi eða gerandi og ef það hafði sýnt af sér gerendahegðun sem barn gat það ekki sótt stuðning til Stígamóta. Í dag vitum við að málið er flóknara en svo og á Stígamótum fá brotaþolar aðstoð í dag nánast óháð eigin hegðun. Þá skal það viðurkennt að mikið af þeirri þekkingu sem er viðurkennd í dag um kynferðisofbeldi og afleiðingar þess hefur einmitt orðið til inni á Stígamótum, í samtölum við brotaþola og greiningu á komuskýrslum sem Stígamót hafa alltaf tekið saman og miðlað inn í samfélagsumræðuna. Eitt af því sem hefur verið í umræðunni er aðstoð við karlkyns brotaþola og hvernig það samræmist starfi Stígamóta sem eru stofnuð af konum fyrir konur. Hugmyndafræðin er feminísk og viðurkennir að ofbeldið er kynbundið og skýringanna á ofbeldi er fyrst og fremst leitað í samfélagsgerðinni, þ.e. í valda- og stöðumismun. Karlar eru oftar en ekki í valdastöðu gagnvart konum og börnum, ófatlað fólk í valdastöðu gagnvart fötluðu fólki, innlendir gagnvart fólki af erlendum uppruna o.s.frv. Þessi hugmyndafræði fellur best að reynslu þeirra sem beitt hafa verið kynferðisofbeldi og skýra jafnframt þá staðreynd að það eru í miklum mæli karlar sem beita konur og börn kynferðisofbeldi. Samkvæmt þessum hugmyndum er kynferðisofbeldi ógnvænlegasta form kynjamisréttis. Það þarf hins vegar ekki að þýða að karlar geti ekki orðið fyrir ofbeldi eða að konur geti ekki beitt ofbeldi. Hitt er bara miklu algengara (90% brotaþola eru konur og 95% gerenda eru karlar skv. gögnum Stígamóta). Karlkyns brotaþolar eru hins vegar oft á tíðum að takast á við skaðlegar kynjaðir ranghugmyndir sem tefja að þeir leiti sér hjálpar. Þeir eru hjartanlega velkomnir á Stígamót eins og brotaþolar af öðrum kynjum en á Stígamótum hafa í rúm 20 ár verið sérstakir hópar fyrir karlkyns brotaþola og síðastliðinn 10 ára hafa verið sérstök fræðslukvöld fyrir karlkyns brotaþola undir handleiðslu karlkyns ráðgjafa. Stígamót hafa lært og samfélagið hefur lært en það er samt ótrúlegt að við höfum ekki komist lengra þrátt fyrir alla baráttuna. Við höfum náð svo miklum árangri á svo mörgum sviðum jafnréttisbaráttunnar en kynbundið ofbeldi þrífst enn, og það sem meira er, það þrífst enn á meðal unga fólksins. Það eru fáar vísbendingar um að það sé á undanhaldi. Og það litar alla tilveruna að beita og vera beitt ofbeldi sem ung manneskja. Ef þú sem ungur karlmaður nauðgar konu og það hefur engar afleiðingar fyrir þig þá ferð þú út í lífið með þau skilaboð að þú getir beitt valdi til að ná þínu fram. Unga konan sem þú nauðgaðir fær að sama skapi skilaboð um að það megi koma fram við hana hvernig sem er án þess að það hafi afleiðingar. Þegar kynbundið ofbeldi er ekki tekið alvarlega fá allir drengir þessi skilaboð og allar stelpur og stálp. Þannig litar þetta fullorðinsárin og samfélagið allt. Það að berjast gegn og taka á kynferðisofbeldi er því forsenda kynjajafnréttis. Þessi hugmyndafræði hefur alltaf verið hornsteinn Stígamóta og heldur áfram að vera það. Síðustu ár hafa Stígamót í samstarfi við ríki og borg einbeitt sér að forvarnarstarfi gagnvart ungu fólki undir heitinu Sjúkást. Stígamót reka einnig netspjall þar sem ungmenni geta reifað allt milli himins og jarðar í skjóli nafnleyndar. Sjúktspjall er opið þrjú kvöld í viku og hefur reynst mörgum vel en við fáum líka vitneskju um þann vanda sem ungt fólk glímir við og getum því sniðið fræðsluna að þeirra þörfum. Kynferðislegt og kynbundið ofbeldi er enn til og það er sorgleg staðreynd. Þetta er hins vegar menningarbundið og það þýðir að við getum breytt því. Við verðum að trúa að það sé hægt að útrýma kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi rétt eins og við höfum náð að breyta alls konar hegðun í gegnum tíðina með samstilltu átaki. Stígamót eru tilbúin til allra þeirra verka sem eru líkleg til árangurs, með 35 ára þekkingu og reynslu í farteskinu, ótal hugmyndir að bættu samfélagi og með vilja og þor til að skora á hólm ríkjandi menningu. Ert þú með? Sjáumst á málþingi Stígamóta „Útrýmum kynferðisofbeldi“ fimmtudaginn 6. mars kl. 16 í Veröld – húsi Vigdísar. Höfundur er talskona Stígamóta Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Kynferðisofbeldi Kynbundið ofbeldi Félagasamtök Jafnréttismál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Stígamót eru afsprengi kvennabaráttunnar sem reis hátt á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, en í þessari viku fagna Stígamót 35 ára afmæli. Það er reyndar undarlegt að tala um að fagna einhverju sem ætti ekki að þurfa að vera til í okkar samfélagi. Engu að síður ber að fagna því að brotaþolar hafi getað leitað skjóls og aðstoðar og að barátta Stígamóta fyrir betra samfélagi hafi skilað nokkrum árangri. Að stofnun Stígamóta árið 1990 stóðu eftirfarandi samtök: Barnahópur Kvennaathvarfs, Ráðgjafahópur um nauðgunarmál, KFUK í Reykjavík, Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna, Vinnuhópur gegn sifjaspellum, Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt, Kvenréttindafélag Íslands, Kvennaráðgjöfin, Fóstrufélag Íslands, Þroskaþjálfafélag Íslands, Kvenfélagasamband Íslands, Hið íslenska kennarafélag, LFK, Starfsmannafélag ríkisstofnana og Félag háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga. Þetta var því breiðfylking kvennasamtaka sem þekkti þörfina fyrir þjónustu eins og Stígamót veittu, ýmist á eigin skinni eða í gegnum störf sín. Að öðrum ólöstuðum er líka vert að minnast á dr. Guðrúnu Jónsdóttur, félagsráðgjafa sem var driffjöðurin í stofnun og upphafsárum Stígamóta. Fyrir rúmu ári síðan kom út ævisaga hennar, Ég verð aldrei ungfrú meðfærileg, eftir Ingibjörgu Döggu Kjartansdóttur. Fyrstu árin var á brattann að sækja enda hin opinbera barátta gegn kynbundnu ofbeldi nýhafin. Áður börðust konur gegn ofbeldi með því að berjast gegn áfengisneyslu karla, berjast fyrir fjárhagslegu sjálfstæði kvenna, þungunarrofum og fleiru. Það var ekki fyrr en í kringum 1980 sem kynbundið ofbeldi varð að baráttumáli opinberlega, að talað var um það í heyranda hljóði. Fyrstu ár Kvennaathvarfsins og svo Stígamóta fóru enda í að réttlæta tilveru sína, að ofbeldi væri það algengt að nauðsynlegt væri fyrir konur og börn að eiga skjól og að baráttan gegn ofbeldi ætti heima á hinu pólitíska sviði. Setningar eins og “karlar þora ekki lengur að faðma börnin sín” voru algengar á þessum árum, eins og Stígamót væri að tortryggja allt og alla þegar markmiðið var að opna umræðu um kynferðisbrot gegn börnum og konum. Við erum sem betur fer á öðrum stað í dag, við viðurkennum vandann en okkur hefur ekki tekist neitt sérstaklega vel að vinna gegn rótum hans. Eins og samfélagið allt hafa Stígamót tekið miklum breytingum frá stofnun. Á upphafsmetrum starfsins var lítil sérfræðiþekking til og starfið byggðist mest á að konur hlustuðu, trúðu og studdu aðrar konur. Það var til dæmis ekki viðurkennt að börn sem verða fyrir ofbeldi geti hermt ofbeldið uppá önnur börn í kringum sig. Þannig var fólk hólfað niður eftir því hvort það var þolandi eða gerandi og ef það hafði sýnt af sér gerendahegðun sem barn gat það ekki sótt stuðning til Stígamóta. Í dag vitum við að málið er flóknara en svo og á Stígamótum fá brotaþolar aðstoð í dag nánast óháð eigin hegðun. Þá skal það viðurkennt að mikið af þeirri þekkingu sem er viðurkennd í dag um kynferðisofbeldi og afleiðingar þess hefur einmitt orðið til inni á Stígamótum, í samtölum við brotaþola og greiningu á komuskýrslum sem Stígamót hafa alltaf tekið saman og miðlað inn í samfélagsumræðuna. Eitt af því sem hefur verið í umræðunni er aðstoð við karlkyns brotaþola og hvernig það samræmist starfi Stígamóta sem eru stofnuð af konum fyrir konur. Hugmyndafræðin er feminísk og viðurkennir að ofbeldið er kynbundið og skýringanna á ofbeldi er fyrst og fremst leitað í samfélagsgerðinni, þ.e. í valda- og stöðumismun. Karlar eru oftar en ekki í valdastöðu gagnvart konum og börnum, ófatlað fólk í valdastöðu gagnvart fötluðu fólki, innlendir gagnvart fólki af erlendum uppruna o.s.frv. Þessi hugmyndafræði fellur best að reynslu þeirra sem beitt hafa verið kynferðisofbeldi og skýra jafnframt þá staðreynd að það eru í miklum mæli karlar sem beita konur og börn kynferðisofbeldi. Samkvæmt þessum hugmyndum er kynferðisofbeldi ógnvænlegasta form kynjamisréttis. Það þarf hins vegar ekki að þýða að karlar geti ekki orðið fyrir ofbeldi eða að konur geti ekki beitt ofbeldi. Hitt er bara miklu algengara (90% brotaþola eru konur og 95% gerenda eru karlar skv. gögnum Stígamóta). Karlkyns brotaþolar eru hins vegar oft á tíðum að takast á við skaðlegar kynjaðir ranghugmyndir sem tefja að þeir leiti sér hjálpar. Þeir eru hjartanlega velkomnir á Stígamót eins og brotaþolar af öðrum kynjum en á Stígamótum hafa í rúm 20 ár verið sérstakir hópar fyrir karlkyns brotaþola og síðastliðinn 10 ára hafa verið sérstök fræðslukvöld fyrir karlkyns brotaþola undir handleiðslu karlkyns ráðgjafa. Stígamót hafa lært og samfélagið hefur lært en það er samt ótrúlegt að við höfum ekki komist lengra þrátt fyrir alla baráttuna. Við höfum náð svo miklum árangri á svo mörgum sviðum jafnréttisbaráttunnar en kynbundið ofbeldi þrífst enn, og það sem meira er, það þrífst enn á meðal unga fólksins. Það eru fáar vísbendingar um að það sé á undanhaldi. Og það litar alla tilveruna að beita og vera beitt ofbeldi sem ung manneskja. Ef þú sem ungur karlmaður nauðgar konu og það hefur engar afleiðingar fyrir þig þá ferð þú út í lífið með þau skilaboð að þú getir beitt valdi til að ná þínu fram. Unga konan sem þú nauðgaðir fær að sama skapi skilaboð um að það megi koma fram við hana hvernig sem er án þess að það hafi afleiðingar. Þegar kynbundið ofbeldi er ekki tekið alvarlega fá allir drengir þessi skilaboð og allar stelpur og stálp. Þannig litar þetta fullorðinsárin og samfélagið allt. Það að berjast gegn og taka á kynferðisofbeldi er því forsenda kynjajafnréttis. Þessi hugmyndafræði hefur alltaf verið hornsteinn Stígamóta og heldur áfram að vera það. Síðustu ár hafa Stígamót í samstarfi við ríki og borg einbeitt sér að forvarnarstarfi gagnvart ungu fólki undir heitinu Sjúkást. Stígamót reka einnig netspjall þar sem ungmenni geta reifað allt milli himins og jarðar í skjóli nafnleyndar. Sjúktspjall er opið þrjú kvöld í viku og hefur reynst mörgum vel en við fáum líka vitneskju um þann vanda sem ungt fólk glímir við og getum því sniðið fræðsluna að þeirra þörfum. Kynferðislegt og kynbundið ofbeldi er enn til og það er sorgleg staðreynd. Þetta er hins vegar menningarbundið og það þýðir að við getum breytt því. Við verðum að trúa að það sé hægt að útrýma kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi rétt eins og við höfum náð að breyta alls konar hegðun í gegnum tíðina með samstilltu átaki. Stígamót eru tilbúin til allra þeirra verka sem eru líkleg til árangurs, með 35 ára þekkingu og reynslu í farteskinu, ótal hugmyndir að bættu samfélagi og með vilja og þor til að skora á hólm ríkjandi menningu. Ert þú með? Sjáumst á málþingi Stígamóta „Útrýmum kynferðisofbeldi“ fimmtudaginn 6. mars kl. 16 í Veröld – húsi Vigdísar. Höfundur er talskona Stígamóta
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar