Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Stefán Árni Pálsson skrifar 4. mars 2025 10:00 Karen er hætt í handbolta eftir magnaðan feril. Ein besta handboltakona Íslands til margra ára hefur lagt skóna á hilluna. Hún lék sinn síðasta leik um helgina þegar Fram mætti Haukum í bikarúrslitum. Karen Knútsdóttir er hætt. Hún tilkynnti það eftir 25-20 tap í bikarúrslitum á laugardaginn. Ástæðan, hún er barnshafandi af sínu þriðja barni. Hún tók skóna fram í haust eftir hlé en gaf það út að skórnir myndu fara aftur upp í hillu eftir tímabilið. Hún hefur nú ákveðið að láta leikinn á laugardaginn verða hennar síðasti. „Ég er ótrúlega stolt af mínum ferli og ég upplifði mikið. Það sem situr alltaf eftir eru vinirnir sem maður er búin að eignast og minningarnar sem maður er búin að skapa og auðvitað er alltaf gaman að vinna titla,“ segir Karen sem spilaði lokaleikinn ólétt. „Þetta var smá óvænt meðganga sem við erum að ganga í gegnum núna og var ekki alveg planið. Ég ætlaði ekkert endilega að enda ferilinn svona hálf orkulaus. Ég er auðvitað bara ólétt í þriðja sinn á fimm árum og það tekur sinn toll þannig að ég fékk mjög mikinn stuðning síðustu viku frá fjölskyldu og vinum til að komast í gegnum þessa viku.“ Karen lék allan sinn feril á Íslandi með Fram og varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari með liðinu og varð bikarmeistari fjórum sinnum. Hin 35 ára Karen lék með Blomberg-Lippe í Þýskalandi á árunum 2011-13, SønderjyskE í Danmörku 2013-14 og Nice í Frakklandi 2014-17. Karen lék 106 landsleiki og skoraði 371 mark. „Besta handboltaminningin er náttúrulega HM í Brasilíu sem við förum á 2011 og þá var ég bara tuttugu og eins. Eftirminnilegasti titill er fyrsti bikartitilinn árið 2010. Þá vorum við bara tvítugar, ungt lið og unnum mjög gott Valslið. Fyrsti titilinn er kannski smá sætastur.“ Handbolti Olís-deild kvenna Powerade-bikarinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Sjá meira
Karen Knútsdóttir er hætt. Hún tilkynnti það eftir 25-20 tap í bikarúrslitum á laugardaginn. Ástæðan, hún er barnshafandi af sínu þriðja barni. Hún tók skóna fram í haust eftir hlé en gaf það út að skórnir myndu fara aftur upp í hillu eftir tímabilið. Hún hefur nú ákveðið að láta leikinn á laugardaginn verða hennar síðasti. „Ég er ótrúlega stolt af mínum ferli og ég upplifði mikið. Það sem situr alltaf eftir eru vinirnir sem maður er búin að eignast og minningarnar sem maður er búin að skapa og auðvitað er alltaf gaman að vinna titla,“ segir Karen sem spilaði lokaleikinn ólétt. „Þetta var smá óvænt meðganga sem við erum að ganga í gegnum núna og var ekki alveg planið. Ég ætlaði ekkert endilega að enda ferilinn svona hálf orkulaus. Ég er auðvitað bara ólétt í þriðja sinn á fimm árum og það tekur sinn toll þannig að ég fékk mjög mikinn stuðning síðustu viku frá fjölskyldu og vinum til að komast í gegnum þessa viku.“ Karen lék allan sinn feril á Íslandi með Fram og varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari með liðinu og varð bikarmeistari fjórum sinnum. Hin 35 ára Karen lék með Blomberg-Lippe í Þýskalandi á árunum 2011-13, SønderjyskE í Danmörku 2013-14 og Nice í Frakklandi 2014-17. Karen lék 106 landsleiki og skoraði 371 mark. „Besta handboltaminningin er náttúrulega HM í Brasilíu sem við förum á 2011 og þá var ég bara tuttugu og eins. Eftirminnilegasti titill er fyrsti bikartitilinn árið 2010. Þá vorum við bara tvítugar, ungt lið og unnum mjög gott Valslið. Fyrsti titilinn er kannski smá sætastur.“
Handbolti Olís-deild kvenna Powerade-bikarinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Sjá meira