Hefndi kossins með kossi Jón Þór Stefánsson skrifar 3. mars 2025 21:18 Adrien Brody og Halle Berry hafa nú kysst í tvígang í kringum Óskarsverðlaunin. Getty Bandaríska leikkonan Halle Berry smellti einum rembingskossi á kollega sinn Adrien Brody á rauða dreglinum fyrir Óskarsverðlaunin í gær. Þar með „hefndi“ hún fyrir það þegar Brody kyssti hana á sömu hátíð fyrir meira en tuttugu árum. Atvikið sem um ræðir átti sér stað 2003, og er með eftirminnilegri uppákomum Óskarsverðlaunahátíðarinnar. Þá var Halle Berry, sem hafði fengið verðlaunin árið áður fyrir leik sinn í Monster Ball, að kynna sigurvegarann í flokki besta leikara í aðalhlutverki. Adrien Brody hreppti hnossið fyrir leik sinn í The Pianist, og þegar hann steig á svið og tók við verðlaununum greip hann um Berry og kyssti hana. Í gærkvöldi hlaut Brody Óskarinn fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni The Brutalist. Koss Berry átti sér þó stað áður en hann fékk verðlaunin, nánar tiltekið á rauða dreglinum. Berry deildi myndbandi af atvikinu á Instagram og skrifaði: „Ég varð að hefna mín.“ View this post on Instagram A post shared by Halle Berry (@halleberry) Á dögunum, í aðdraganda Óskarsins, var Brody spurður út í atvikið 2003. Þá gaf hann til kynna að tíðarandinn hefði breyst síðan, og til hins betra. „Ekkert sem ég hef nokkurn tímann gert, eða mun nokkurn tímann gera, er til þess að særa neinn.“ Berry hefur jafnframt tjáð sig um atvikið. Árið 2017 sagði hún háttsemi Brody hafa komið sér í opna skjöldu, en hún hafi ákveðið að spila með þar sem hún skildi að Óskarssigurverar gætu verið í tilfinningarússíbana. Eftir kossinn í gærkvöldi greindi Berry frá því að þetta væri í fyrsta skipti sem hún hefði séð Brody á rauða dreglinum eftir kossinn 2003. Þar sem hann væri tilnefndur þetta árið hefði hann „átt þetta skilið“. Kossinn í gærkvöldi átti sér stað beint fyrir framan augun á kærustu Brody, Georginu Chapman. „Hvernig er hægt að neita manni um að kyssa Halle Berry?“ sagði hún í viðtali um málið í dag. Óskarsverðlaunin Bíó og sjónvarp Bandaríkin Hollywood Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Atvikið sem um ræðir átti sér stað 2003, og er með eftirminnilegri uppákomum Óskarsverðlaunahátíðarinnar. Þá var Halle Berry, sem hafði fengið verðlaunin árið áður fyrir leik sinn í Monster Ball, að kynna sigurvegarann í flokki besta leikara í aðalhlutverki. Adrien Brody hreppti hnossið fyrir leik sinn í The Pianist, og þegar hann steig á svið og tók við verðlaununum greip hann um Berry og kyssti hana. Í gærkvöldi hlaut Brody Óskarinn fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni The Brutalist. Koss Berry átti sér þó stað áður en hann fékk verðlaunin, nánar tiltekið á rauða dreglinum. Berry deildi myndbandi af atvikinu á Instagram og skrifaði: „Ég varð að hefna mín.“ View this post on Instagram A post shared by Halle Berry (@halleberry) Á dögunum, í aðdraganda Óskarsins, var Brody spurður út í atvikið 2003. Þá gaf hann til kynna að tíðarandinn hefði breyst síðan, og til hins betra. „Ekkert sem ég hef nokkurn tímann gert, eða mun nokkurn tímann gera, er til þess að særa neinn.“ Berry hefur jafnframt tjáð sig um atvikið. Árið 2017 sagði hún háttsemi Brody hafa komið sér í opna skjöldu, en hún hafi ákveðið að spila með þar sem hún skildi að Óskarssigurverar gætu verið í tilfinningarússíbana. Eftir kossinn í gærkvöldi greindi Berry frá því að þetta væri í fyrsta skipti sem hún hefði séð Brody á rauða dreglinum eftir kossinn 2003. Þar sem hann væri tilnefndur þetta árið hefði hann „átt þetta skilið“. Kossinn í gærkvöldi átti sér stað beint fyrir framan augun á kærustu Brody, Georginu Chapman. „Hvernig er hægt að neita manni um að kyssa Halle Berry?“ sagði hún í viðtali um málið í dag.
Óskarsverðlaunin Bíó og sjónvarp Bandaríkin Hollywood Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira