Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar 3. mars 2025 13:32 Góðu fréttir helgarinnar eru líklega þær að Diljá Mist Einarsdóttir var ekki kosin varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hingað til hef ég ekki gefið Diljá mikinn gaum, né hennar verkum í pólitík, þar sem ég á almennt litla samleið með flokknum hennar. En Diljá fangaði athygli mína í fyrsta skipti núna vegna fyrirsagnar þar sem vitnað er í framboðsræðu hennar þar sem hún sagði „woke-ið er búið“. Líklega var það markmið hennar að ná athygli fólks með þessum orðum. Ég hlustaði því á alla ræðuna (ræða hefst 4:14:30) og ég get ekki orða bundist. Í máli hennar stendur ekki steinn yfir steini því hún virðist ekki skilja að hún á sjálf „woke“ mikið að þakka. Heimur kjaftæðisins Talið er að uppruni orðsins „woke“ eigi sér rætur að rekja til réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum í upphafi síðustu aldar. Í dag er merkingin sú að woke-manneskja sé upplýst og meðvituð um félagslegt óréttlæti og kynþáttamisrétti. Að vera „woke“ þýðir því einfaldlega að láta sér annt um velferð annarra, með öðrum orðum að hafa samkennd með þeim sem minna mega sín í samfélaginu. Í samhengi allrar ræðunnar er áhugavert að Diljá hafni þessari hugmynd á sama tíma og hún talar um hvernig Sjálfstæðisflokkurinn var í samstarfi með „römmum afturhaldsöflum“ í ríkisstjórn síðustu tvö tímabil. Þetta „afturhald“, sem Diljá Mist uppnefnir sem svo, var þó ekki meira en það að ríkisstjórnin kom í gegn gríðarlega mikilvægum mannréttindamálum, eins og lögum um kynrænt sjálfræði sem skiptu miklu máli fyrir lítinn en mjög jaðarsettan hóp af hinsegin fólki. Þessi lög gerðu það að verkum að Ísland komst í fararbrodd hvað varðar lagaleg réttindi hinsegin fólks á heimsvísu. Í ræðu sinni talaði Diljá einnig um hvernig hún heyrði á fundum um allt land með fólki úr Sjálfstæðisflokknum hvort „væri ekki komið nóg af öllum þessum konum, hvar myndi þetta enda?“ og að hún hafi þá svarað að „í flokknum er fólk metið út frá verðleikum, ekki út frá kyni eða einhverju öðru.“ Hún hlaut lófaklapp fyrir vikið. Undir lok ræðunnar segir Diljá: „Ég ætla að fá að tala hreina íslensku. Heimur kjaftæðisins, hann er að baki. Heimurinn þar sem að verðleikar skipta engu máli, hann er farinn. Heimurinn þar sem allt er lygi, hann er horfinn. Með öðrum orðum; woke-ið er búið“. Enn buldi lófaklapp í salnum. Heimur lyga Staðhæfingar Diljár halda engu vatni. Lof mér að tala hreina íslensku; Ef ekki væri fyrir woke-fólk byggju konur við mun meira félagslegt og lagalegt óréttlæti. Ef woke-ið væri búið fengju konur færri tækifæri því fólk væri metið út frá kyni eða einhverju öðru. Ef woke-ið væri búið fengi jaðarsett fólk enn færri tækifæri, óháð verðleikum sínum. Það er woke-fólki að þakka að enn er barist fyrir jöfnum rétti allra hópa í íslensku samfélagi. Ef ekki væri fyrir woke-fólk væri ekki möguleiki fyrir Diljá, sem konu, að bjóða þig fram í varaformann stjórnmálaflokks. Það er woke-fólki úr kvenréttindabaráttu Íslands og heimsins alls að þakka að hún fái að vera stjórnmálakona og hafi jöfn lagaleg réttindi á við karlmenn. Diljá segir að heimur lyga sé horfinn, en í ræðu sinni sýnir hún og sannar að hún sjálf vilji halda lygunum á lofti. Hún hyglir í raun heimi kjaftæðisins, sem hún segir að sé að baki, með því að og gera woke-fólk tortryggilegt. Þetta er orðræða sem kemur beint frá römmum afturhaldsöflum í Bandaríkjunum, en þar keppast Trump-istar og repúblikanar við að lýsa því yfir að woke-ið sé dautt til að gera Ameríku mikilfenglega á ný. Þar er orðið „woke“ notað sem skammaryrði. Þar er svona staðhæfingum fleygt fram til að skapa sundrung og tortryggni, til að skapa ótta gagnvart minnihlutahópum og þeim sem láta sig félagslegt réttlæti varða. Á sama tíma sjáum við réttindi minnihlutahópa dregin til baka, t.d. eru sjálfsögð mannréttindi trans fólks þegar orðin minni en þau voru áður en Trump tók við. Þar virðist woke-ið búið, a.m.k. í stjórnsýslunni. Heimur vonar Ég vona innilega að Diljá og Sjálfstæðisflokkurinn samsami sér ekki með þeirri vegferð sem Bandaríkin eru á. Ég skora á Diljá, sem og aðra, stjórnmálamenn og landsmenn alla, að láta sig félagslegt og lagalegt óréttlæti varða. Ég vona sérstaklega að Diljá, og hennar stóri og valdamikli flokkur, haldi áfram að vera, ef eitthvað er, meira „woke“, með því að hlúa að minnihlutahópum og, standa vörð um mannréttindi, íslenskri þjóð til heilla. Þannig getum við öll upplifað meira frelsi sem mér skilst að sé grunnstef flokksins. Síðast en ekki síst vona ég innilega að við hættum að apa eftir orðræðu römmu afturhaldsaflanna í Bandaríkjunum. Það vekur hjá mér mikinn ugg að verða vitni að svo óábyrgri og sundrandi opinberri orðræðu til þess eins að reyna að ná kjöri. Það gefur mér vonarglætu að Sjálfstæðisflokkurinn kaus hana ekki sem varaformann og hafnaði þar með glundroðanum sem hún virðist standa fyrir. Höfundur er leikari, höfundur, leiklistarkennari og þáttastjórnandi hlaðvarpsins Mennsku sem fjallar um fegurð fjölbreytileikans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Góðu fréttir helgarinnar eru líklega þær að Diljá Mist Einarsdóttir var ekki kosin varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hingað til hef ég ekki gefið Diljá mikinn gaum, né hennar verkum í pólitík, þar sem ég á almennt litla samleið með flokknum hennar. En Diljá fangaði athygli mína í fyrsta skipti núna vegna fyrirsagnar þar sem vitnað er í framboðsræðu hennar þar sem hún sagði „woke-ið er búið“. Líklega var það markmið hennar að ná athygli fólks með þessum orðum. Ég hlustaði því á alla ræðuna (ræða hefst 4:14:30) og ég get ekki orða bundist. Í máli hennar stendur ekki steinn yfir steini því hún virðist ekki skilja að hún á sjálf „woke“ mikið að þakka. Heimur kjaftæðisins Talið er að uppruni orðsins „woke“ eigi sér rætur að rekja til réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum í upphafi síðustu aldar. Í dag er merkingin sú að woke-manneskja sé upplýst og meðvituð um félagslegt óréttlæti og kynþáttamisrétti. Að vera „woke“ þýðir því einfaldlega að láta sér annt um velferð annarra, með öðrum orðum að hafa samkennd með þeim sem minna mega sín í samfélaginu. Í samhengi allrar ræðunnar er áhugavert að Diljá hafni þessari hugmynd á sama tíma og hún talar um hvernig Sjálfstæðisflokkurinn var í samstarfi með „römmum afturhaldsöflum“ í ríkisstjórn síðustu tvö tímabil. Þetta „afturhald“, sem Diljá Mist uppnefnir sem svo, var þó ekki meira en það að ríkisstjórnin kom í gegn gríðarlega mikilvægum mannréttindamálum, eins og lögum um kynrænt sjálfræði sem skiptu miklu máli fyrir lítinn en mjög jaðarsettan hóp af hinsegin fólki. Þessi lög gerðu það að verkum að Ísland komst í fararbrodd hvað varðar lagaleg réttindi hinsegin fólks á heimsvísu. Í ræðu sinni talaði Diljá einnig um hvernig hún heyrði á fundum um allt land með fólki úr Sjálfstæðisflokknum hvort „væri ekki komið nóg af öllum þessum konum, hvar myndi þetta enda?“ og að hún hafi þá svarað að „í flokknum er fólk metið út frá verðleikum, ekki út frá kyni eða einhverju öðru.“ Hún hlaut lófaklapp fyrir vikið. Undir lok ræðunnar segir Diljá: „Ég ætla að fá að tala hreina íslensku. Heimur kjaftæðisins, hann er að baki. Heimurinn þar sem að verðleikar skipta engu máli, hann er farinn. Heimurinn þar sem allt er lygi, hann er horfinn. Með öðrum orðum; woke-ið er búið“. Enn buldi lófaklapp í salnum. Heimur lyga Staðhæfingar Diljár halda engu vatni. Lof mér að tala hreina íslensku; Ef ekki væri fyrir woke-fólk byggju konur við mun meira félagslegt og lagalegt óréttlæti. Ef woke-ið væri búið fengju konur færri tækifæri því fólk væri metið út frá kyni eða einhverju öðru. Ef woke-ið væri búið fengi jaðarsett fólk enn færri tækifæri, óháð verðleikum sínum. Það er woke-fólki að þakka að enn er barist fyrir jöfnum rétti allra hópa í íslensku samfélagi. Ef ekki væri fyrir woke-fólk væri ekki möguleiki fyrir Diljá, sem konu, að bjóða þig fram í varaformann stjórnmálaflokks. Það er woke-fólki úr kvenréttindabaráttu Íslands og heimsins alls að þakka að hún fái að vera stjórnmálakona og hafi jöfn lagaleg réttindi á við karlmenn. Diljá segir að heimur lyga sé horfinn, en í ræðu sinni sýnir hún og sannar að hún sjálf vilji halda lygunum á lofti. Hún hyglir í raun heimi kjaftæðisins, sem hún segir að sé að baki, með því að og gera woke-fólk tortryggilegt. Þetta er orðræða sem kemur beint frá römmum afturhaldsöflum í Bandaríkjunum, en þar keppast Trump-istar og repúblikanar við að lýsa því yfir að woke-ið sé dautt til að gera Ameríku mikilfenglega á ný. Þar er orðið „woke“ notað sem skammaryrði. Þar er svona staðhæfingum fleygt fram til að skapa sundrung og tortryggni, til að skapa ótta gagnvart minnihlutahópum og þeim sem láta sig félagslegt réttlæti varða. Á sama tíma sjáum við réttindi minnihlutahópa dregin til baka, t.d. eru sjálfsögð mannréttindi trans fólks þegar orðin minni en þau voru áður en Trump tók við. Þar virðist woke-ið búið, a.m.k. í stjórnsýslunni. Heimur vonar Ég vona innilega að Diljá og Sjálfstæðisflokkurinn samsami sér ekki með þeirri vegferð sem Bandaríkin eru á. Ég skora á Diljá, sem og aðra, stjórnmálamenn og landsmenn alla, að láta sig félagslegt og lagalegt óréttlæti varða. Ég vona sérstaklega að Diljá, og hennar stóri og valdamikli flokkur, haldi áfram að vera, ef eitthvað er, meira „woke“, með því að hlúa að minnihlutahópum og, standa vörð um mannréttindi, íslenskri þjóð til heilla. Þannig getum við öll upplifað meira frelsi sem mér skilst að sé grunnstef flokksins. Síðast en ekki síst vona ég innilega að við hættum að apa eftir orðræðu römmu afturhaldsaflanna í Bandaríkjunum. Það vekur hjá mér mikinn ugg að verða vitni að svo óábyrgri og sundrandi opinberri orðræðu til þess eins að reyna að ná kjöri. Það gefur mér vonarglætu að Sjálfstæðisflokkurinn kaus hana ekki sem varaformann og hafnaði þar með glundroðanum sem hún virðist standa fyrir. Höfundur er leikari, höfundur, leiklistarkennari og þáttastjórnandi hlaðvarpsins Mennsku sem fjallar um fegurð fjölbreytileikans.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun