Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. mars 2025 14:03 Haraldur Þór fjallaði m.a. um nýja Ölfusárbrú á opnum fundi hjá Framsóknarfélaginu á Selfossi á dögunum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps undrast að það eigi að setja gjaldtöku á nýja brú yfir Ölfusá við Selfoss og segir það ósanngjarnt fyrir íbúa á Suðurlandi að þurfa að borga fyrir það að aka yfir brú til að komast á höfuðborgarsvæðið. Bygging nýrrar brúar Ölfusá er hluti af verkefninu Hringvegur um Ölfusá hjá Vegagerðinni, sem snýst um færslu Hringvegarins út fyrir þéttbýlið á Selfossi. Byggja á 330 metra langa brú, sem mun kosta um 18 milljarða króna. Brúin verður stagbrú með 60 metra háum turni á Efri-Laugardælaeyju. Brúargólfið verður 19 metra breitt og er gert ráð fyrir 2+1 vegi með aðskildum akstursstefnum, ásamt göngu- og hjólaleið. Gjaldtaka verður yfir nýju brúna, sem Haraldi Þór Jónssyni, oddvita Skeiða og Gnúpverjahrepps hugnast ekki. „Auðvitað er ég sáttur við brúna en við verðum samt að horfa á það að þetta er í fyrsta sinn, sem er verið að setja gjaldtöku á íbúa á Suðurlandi af því að núverandi vegakerfi er sprungið. Hingað til hafa veggjöld snúist um að stytta tíma. Ég held að þetta sé svolítið sérstakt þegar við hérna á Suðurlandi með alla þessa mikilvægu orkuinnviði, sem er lífæð samfélagsins á höfuðborgarsvæðinu þurfum allt í einu að fara að borga yfir brú til að komast í bæinn, mér finnst það ekki rétt,” segir Haraldur Þór Ósanngjarn segir oddvitinn. „Það er miklu eðlilegra að það sé rukkað kílómetragjald jafnt á alla og svo framvegis.” Gjaldtaka verður yfir nýja brú yfir Ölfusá, sem oddvita Skeiða og Gnúpverjahrepps hugnast ekki. Brúin verður tekin í notkun haustið 2028 ef allt gengur upp. Kostnaður við hana verður um 18 milljarðar króna.Aðsend Ætlar þú ekki að aka yfir nýju brúna á rafmagnsbílnum þínum? „Jú að sjálfsögðu mun ég aka yfir brúna og borga með bros á vör en það breytir því ekki að mér finnst þetta ósanngjarnt,” segir Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða og Gnúpverjahrepps. Framkvæmdir eru nú þegar hafnar við nýju brúnna, sem stefnt er að verði fullbyggð í október 2028. Ekkert mun kosta að aka yfir núverandi Ölfusárbrú þegar nýja brúin verður tekin í notkun enda hefur aldrei kostað neitt að aka yfir brúna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Ný Ölfusárbrú Skeiða- og Gnúpverjahreppur Neytendur Vegtollar Vegagerð Samgöngur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira
Bygging nýrrar brúar Ölfusá er hluti af verkefninu Hringvegur um Ölfusá hjá Vegagerðinni, sem snýst um færslu Hringvegarins út fyrir þéttbýlið á Selfossi. Byggja á 330 metra langa brú, sem mun kosta um 18 milljarða króna. Brúin verður stagbrú með 60 metra háum turni á Efri-Laugardælaeyju. Brúargólfið verður 19 metra breitt og er gert ráð fyrir 2+1 vegi með aðskildum akstursstefnum, ásamt göngu- og hjólaleið. Gjaldtaka verður yfir nýju brúna, sem Haraldi Þór Jónssyni, oddvita Skeiða og Gnúpverjahrepps hugnast ekki. „Auðvitað er ég sáttur við brúna en við verðum samt að horfa á það að þetta er í fyrsta sinn, sem er verið að setja gjaldtöku á íbúa á Suðurlandi af því að núverandi vegakerfi er sprungið. Hingað til hafa veggjöld snúist um að stytta tíma. Ég held að þetta sé svolítið sérstakt þegar við hérna á Suðurlandi með alla þessa mikilvægu orkuinnviði, sem er lífæð samfélagsins á höfuðborgarsvæðinu þurfum allt í einu að fara að borga yfir brú til að komast í bæinn, mér finnst það ekki rétt,” segir Haraldur Þór Ósanngjarn segir oddvitinn. „Það er miklu eðlilegra að það sé rukkað kílómetragjald jafnt á alla og svo framvegis.” Gjaldtaka verður yfir nýja brú yfir Ölfusá, sem oddvita Skeiða og Gnúpverjahrepps hugnast ekki. Brúin verður tekin í notkun haustið 2028 ef allt gengur upp. Kostnaður við hana verður um 18 milljarðar króna.Aðsend Ætlar þú ekki að aka yfir nýju brúna á rafmagnsbílnum þínum? „Jú að sjálfsögðu mun ég aka yfir brúna og borga með bros á vör en það breytir því ekki að mér finnst þetta ósanngjarnt,” segir Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða og Gnúpverjahrepps. Framkvæmdir eru nú þegar hafnar við nýju brúnna, sem stefnt er að verði fullbyggð í október 2028. Ekkert mun kosta að aka yfir núverandi Ölfusárbrú þegar nýja brúin verður tekin í notkun enda hefur aldrei kostað neitt að aka yfir brúna. Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Ný Ölfusárbrú Skeiða- og Gnúpverjahreppur Neytendur Vegtollar Vegagerð Samgöngur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira