Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. mars 2025 00:11 Selenskí ræddi við fréttamann Fox News í 25 mínútur í kvöld í framhaldi af fundinum með Trump í Hvíta húsinu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ítrekaði þakklæti sitt til bandarísku þjóðarinnar í viðtali á Fox sjónvarpsstöðinni vestra í kvöld í framhaldi af því sem mætti kalla hitafund forsetans með forseta og varaforseta Bandaríkjanna í Hvíta húsinu í kvöld. Í tæplega hálftíma viðtali talaði Selenskí aldrei illa um Bandaríkjaforseta, baðst ekki afsökunar og sagði mikilvægt að samskipti væri hreinskiptin. Fundurinn hefur vakið mikla umræðu og hafa flestir leiðtogar Evrópu, þar á meðal á Íslandi, fordæmt hegðun Donald Trump Bandaríkjaforseta á fundinum og ítrekað stuðning sinn við Úkraínu. Á fundinum helltu Trump forseti og J.D. Vance varaforseti sér yfir Selenskí, brigsluðu hann um vanþakklæti og vanvirðingu, hótuðu að hætta öllum stuðningi við Úkraínu ef Selenskí gæfi þeim ekki aðgang að verðmætum auðlindum og svo kórónaði Bandaríkjaforseti þetta allt saman með því að vísa Selenskí á dyr, aflýsa blaðamannafundi sem til stóð og segja svo í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum að Selenskí mætti koma aftur þegar hann væri orðinn „tilbúinn fyrir frið.“ Selenskí lét fundinn ekki slá sig út af laginu og mætti í viðtal á Fox í framhaldinu. Þar hélt hann ró sinni og sagði mikilvægt að geta átt hreinskiptin samskipti við leiðtoga Bandaríkjanna. „Jafnvel í svona erfiðri orðræðu verðum við að að vera heiðarlega og skilja hver annan. Það er mikilvægt,“ sagði Selenskí. Fundurinn hefði komið illa út fyrir báða aðila og suma hluti væri líklega betra að ræða utan kastljóss fjölmiðlanna. Með fullri virðingu fyrir lýðræðinu. Það sem skipti Úkraínu miklu máli væri að vita að Bandaríkin stæðu með þeim. Vinir og óvinir „Ég get ekki breytt afstöðu okkar Úkraínumanna til Rússa. Bandaríkjamenn eru bestu vinir okkar, Evrópubúar eru bestu vinir okkar og Rússar eru óvinir okkar,“ sagði Selenskí. Það þýddi ekki að Úkraína vildi ekki semja um frið við Rússland. En Úkraínumenn þyrftu tryggingu fyrir langtímafriði. Dæmin sýndu sig að Rússum væru illa treystandi enda hefði Vladimír Pútín Rússlandsforseti endurtekið rofið vopnahlé. Hann tók ekki undir að Trump væri stuðningsmaður Pútín. Trump hefði sjálfur sagst vera í miðjunni en Selenskí kysi þó að Trump hallaði sér í áttina að Úkraínu. Það væri ekki eins og stríðið hefði byrjað einhvers staðar miðja vegu á milli Úkraínu og Rússlands. Rússar hefðu ráðist inn í Úkraínu, fyrst 2014 og svo aftur 2022. Að sama skapi vilji Úkraínumenn ekki upplifa þetta aftur. Fréttamaður Fox spurði Selenskí í tvígang hvort hann ætlaði að biðja Trump afsökunar vegna fundarins í kvöld. Selenskí svaraði spurningunni ekki beint en ítrekaði nauðsyn á hreinskiptum samskiptum. „Ég er ekki viss um að við höfum gert nokkuð slæmt,“ sagði Selenskí um samtal þeirra Trump á fundinum í kvöld. Tengslin ríkari en þau milli forsetanna Úkraína væri ekki að beita neina þrýstingi heldur leita eftir aðstoð frá vinaþjóðum sínum. Selenskí var spurður hvort hægt væri að bjarga sambandi hans við Trump forseta eftir fundinn í kvöld. „Já, auðvitað. Tengsl okkar eru ríkari en á milli tveggja forseta. Það eru sterk tengsl á milli þjóða okkar. Þess vegna færi ég ykkar þjóð alltaf þakkir frá okkar fólki.“ Bandaríkin hafi hjálpað við að bjarga fólki, passa upp á mannréttindi og fyir það sé Úkraína þakklát. Þá þakkaði fréttmaður Fox honum fyrir að mæta í fyrirfram planað viðtal þrátt fyrir uppákomuna í Hvíta húsinu. Trump ræddi við fréttamenn fyrir utan Hvíta húsið að fundinum loknum. Hann sagði Selenskí hafa farið fram úr sér á fundinum enda væri hann ekki með nein tromp á hendi. Sjálfur væri Trump í leit að friði en ekki áframhaldandi stríði. Selenskí sé í leit að frekara stríði en Trump vilji ljúka því. Bandaríkin Donald Trump Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Sjá meira
Fundurinn hefur vakið mikla umræðu og hafa flestir leiðtogar Evrópu, þar á meðal á Íslandi, fordæmt hegðun Donald Trump Bandaríkjaforseta á fundinum og ítrekað stuðning sinn við Úkraínu. Á fundinum helltu Trump forseti og J.D. Vance varaforseti sér yfir Selenskí, brigsluðu hann um vanþakklæti og vanvirðingu, hótuðu að hætta öllum stuðningi við Úkraínu ef Selenskí gæfi þeim ekki aðgang að verðmætum auðlindum og svo kórónaði Bandaríkjaforseti þetta allt saman með því að vísa Selenskí á dyr, aflýsa blaðamannafundi sem til stóð og segja svo í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum að Selenskí mætti koma aftur þegar hann væri orðinn „tilbúinn fyrir frið.“ Selenskí lét fundinn ekki slá sig út af laginu og mætti í viðtal á Fox í framhaldinu. Þar hélt hann ró sinni og sagði mikilvægt að geta átt hreinskiptin samskipti við leiðtoga Bandaríkjanna. „Jafnvel í svona erfiðri orðræðu verðum við að að vera heiðarlega og skilja hver annan. Það er mikilvægt,“ sagði Selenskí. Fundurinn hefði komið illa út fyrir báða aðila og suma hluti væri líklega betra að ræða utan kastljóss fjölmiðlanna. Með fullri virðingu fyrir lýðræðinu. Það sem skipti Úkraínu miklu máli væri að vita að Bandaríkin stæðu með þeim. Vinir og óvinir „Ég get ekki breytt afstöðu okkar Úkraínumanna til Rússa. Bandaríkjamenn eru bestu vinir okkar, Evrópubúar eru bestu vinir okkar og Rússar eru óvinir okkar,“ sagði Selenskí. Það þýddi ekki að Úkraína vildi ekki semja um frið við Rússland. En Úkraínumenn þyrftu tryggingu fyrir langtímafriði. Dæmin sýndu sig að Rússum væru illa treystandi enda hefði Vladimír Pútín Rússlandsforseti endurtekið rofið vopnahlé. Hann tók ekki undir að Trump væri stuðningsmaður Pútín. Trump hefði sjálfur sagst vera í miðjunni en Selenskí kysi þó að Trump hallaði sér í áttina að Úkraínu. Það væri ekki eins og stríðið hefði byrjað einhvers staðar miðja vegu á milli Úkraínu og Rússlands. Rússar hefðu ráðist inn í Úkraínu, fyrst 2014 og svo aftur 2022. Að sama skapi vilji Úkraínumenn ekki upplifa þetta aftur. Fréttamaður Fox spurði Selenskí í tvígang hvort hann ætlaði að biðja Trump afsökunar vegna fundarins í kvöld. Selenskí svaraði spurningunni ekki beint en ítrekaði nauðsyn á hreinskiptum samskiptum. „Ég er ekki viss um að við höfum gert nokkuð slæmt,“ sagði Selenskí um samtal þeirra Trump á fundinum í kvöld. Tengslin ríkari en þau milli forsetanna Úkraína væri ekki að beita neina þrýstingi heldur leita eftir aðstoð frá vinaþjóðum sínum. Selenskí var spurður hvort hægt væri að bjarga sambandi hans við Trump forseta eftir fundinn í kvöld. „Já, auðvitað. Tengsl okkar eru ríkari en á milli tveggja forseta. Það eru sterk tengsl á milli þjóða okkar. Þess vegna færi ég ykkar þjóð alltaf þakkir frá okkar fólki.“ Bandaríkin hafi hjálpað við að bjarga fólki, passa upp á mannréttindi og fyir það sé Úkraína þakklát. Þá þakkaði fréttmaður Fox honum fyrir að mæta í fyrirfram planað viðtal þrátt fyrir uppákomuna í Hvíta húsinu. Trump ræddi við fréttamenn fyrir utan Hvíta húsið að fundinum loknum. Hann sagði Selenskí hafa farið fram úr sér á fundinum enda væri hann ekki með nein tromp á hendi. Sjálfur væri Trump í leit að friði en ekki áframhaldandi stríði. Selenskí sé í leit að frekara stríði en Trump vilji ljúka því.
Bandaríkin Donald Trump Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Sjá meira