Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Árni Sæberg skrifar 28. febrúar 2025 10:32 Andri Þór Guðmundsson er forstjóri Ölgerðarinnar. Vísir/Vilhelm Ölgerðin hefur samið um kaup á öllu hlutafé Kjarnavara ehf. Kjarnavörur er eitt stærsta framleiðslufyrirtæki landsins í sósum, sultum, grautum og smjörlíki. Þá á félagið Ísbúð Vesturbæjar. Heildarvirði félagsins er 3,97 milljarðar króna. Í tilkynningu Ölgerðarinnar til Kauphallar segir að Kjarnavörur séu í 32,4 prósent eigu Guðjóns Rúnarssonar, framkvæmdastjóra Kjarnavara og 67,6 prósent í eigu Dragsbæk A/S í Danmörku. Sósugerðarmaðurinn Nonni litli og birgir bakara fylgir með Kjarnavörur verði rekið sem sérstakt félag innan samstæðu Ölgerðarinnar og Guðjón muni áfram starfa sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins eftir kaupin. Hlutur Kjarnavara í dótturfélögum fylgi með í kaupunum, en það sé 100 prósent hlutur í Ísbúð Vesturbæjar ehf., 66,67 prósent hlutur í Nonna litla ehf. og 59 prósent hlutur í Innbaki hf. Heildarvirði Kjarnavara sé 3.970 milljónir króna og kaupin verði fjármögnuð með lántöku. Kaupin séu gerð með fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar, endanlega skjalagerð og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Í útrás til Færeyja Kjarnavörur sé eitt stærsta framleiðslufyrirtæki landsins í sósum, sultum, grautum og smjörlíki. Framleiðslan sé aðallega fyrir innanlandsmarkað en vörur séu jafnframt fluttar til Færeyja. Stærstur hluti vara fyrirtækisins sé seldur undir eigin vörumerkjum en um 40 prósent veltu komi fyrir framleiðslu undir vörumerkjum þriðja aðila. Hjá fyrirtækinu starfi 35 starfsmenn. Fjórar fasteignir, samtals um 3.000 fermetrar, í Garðabæ og Hafnarfirði sem eru í eigu Kjarnavara fylgi með í kaupunum. Samanlögð velta Kjarnavara og dótturfélaga á síðasta ári jafi verið um fjórir milljarðar króna og EBITDA 574 milljónir króna. Bjart fram undan „Ölgerðin sér mikla möguleika í Kjarnavörum, sem hefur styrkt sig í sessi frá stofnun og er nú eitt öflugasta framleiðslufyrirtæki landsins á sínu sviði. Vörumerki þess eru sterk og framleiðsla fyrir þriðja aðila árangursrík. Kaupin eru í samræmi við stefnu okkar um kjarnastyrkleika í vörumerkjauppbyggingu og við hlökkum til framtíðar með Kjarnavörur í samstæðu Ölgerðarinnar,“ er haft eftir Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar. „Kjarnavörur hafa náð að vaxa og stækka jafnt og þétt frá stofnun fyrirtækisins árið 1989. Einvala starfsfólk, skýr framtíðarsýn og öflugt gæðaeftirlit í framleiðslu hafa komið okkur á þann stað sem við erum í dag. Það er bjart framundan og það er ánægjuefni að ganga til liðs við Ölgerðina og halda uppbyggingunni áfram,“ er haft eftir Guðjóni Rúnarssyni, framkvæmdastjóra Kjarnavara. Matvælaframleiðsla Ölgerðin Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Ölgerðin hefur undirritað samkomulag um helstu skilmála kaupa á 100 prósent hlut í Gæðabakstri ehf.. Heildarvirði viðskiptanna er um 3,5 milljarðar króna. 22. janúar 2025 10:01 Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Í tilkynningu Ölgerðarinnar til Kauphallar segir að Kjarnavörur séu í 32,4 prósent eigu Guðjóns Rúnarssonar, framkvæmdastjóra Kjarnavara og 67,6 prósent í eigu Dragsbæk A/S í Danmörku. Sósugerðarmaðurinn Nonni litli og birgir bakara fylgir með Kjarnavörur verði rekið sem sérstakt félag innan samstæðu Ölgerðarinnar og Guðjón muni áfram starfa sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins eftir kaupin. Hlutur Kjarnavara í dótturfélögum fylgi með í kaupunum, en það sé 100 prósent hlutur í Ísbúð Vesturbæjar ehf., 66,67 prósent hlutur í Nonna litla ehf. og 59 prósent hlutur í Innbaki hf. Heildarvirði Kjarnavara sé 3.970 milljónir króna og kaupin verði fjármögnuð með lántöku. Kaupin séu gerð með fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar, endanlega skjalagerð og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Í útrás til Færeyja Kjarnavörur sé eitt stærsta framleiðslufyrirtæki landsins í sósum, sultum, grautum og smjörlíki. Framleiðslan sé aðallega fyrir innanlandsmarkað en vörur séu jafnframt fluttar til Færeyja. Stærstur hluti vara fyrirtækisins sé seldur undir eigin vörumerkjum en um 40 prósent veltu komi fyrir framleiðslu undir vörumerkjum þriðja aðila. Hjá fyrirtækinu starfi 35 starfsmenn. Fjórar fasteignir, samtals um 3.000 fermetrar, í Garðabæ og Hafnarfirði sem eru í eigu Kjarnavara fylgi með í kaupunum. Samanlögð velta Kjarnavara og dótturfélaga á síðasta ári jafi verið um fjórir milljarðar króna og EBITDA 574 milljónir króna. Bjart fram undan „Ölgerðin sér mikla möguleika í Kjarnavörum, sem hefur styrkt sig í sessi frá stofnun og er nú eitt öflugasta framleiðslufyrirtæki landsins á sínu sviði. Vörumerki þess eru sterk og framleiðsla fyrir þriðja aðila árangursrík. Kaupin eru í samræmi við stefnu okkar um kjarnastyrkleika í vörumerkjauppbyggingu og við hlökkum til framtíðar með Kjarnavörur í samstæðu Ölgerðarinnar,“ er haft eftir Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar. „Kjarnavörur hafa náð að vaxa og stækka jafnt og þétt frá stofnun fyrirtækisins árið 1989. Einvala starfsfólk, skýr framtíðarsýn og öflugt gæðaeftirlit í framleiðslu hafa komið okkur á þann stað sem við erum í dag. Það er bjart framundan og það er ánægjuefni að ganga til liðs við Ölgerðina og halda uppbyggingunni áfram,“ er haft eftir Guðjóni Rúnarssyni, framkvæmdastjóra Kjarnavara.
Matvælaframleiðsla Ölgerðin Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Ölgerðin hefur undirritað samkomulag um helstu skilmála kaupa á 100 prósent hlut í Gæðabakstri ehf.. Heildarvirði viðskiptanna er um 3,5 milljarðar króna. 22. janúar 2025 10:01 Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Ölgerðin hefur undirritað samkomulag um helstu skilmála kaupa á 100 prósent hlut í Gæðabakstri ehf.. Heildarvirði viðskiptanna er um 3,5 milljarðar króna. 22. janúar 2025 10:01
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent