Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar 26. febrúar 2025 12:45 Þegar Bjarni Benediktsson tilkynnti í byrjun janúar að hann hygðist ekki gefa kost á sér til endurkjörs sem formaður Sjálfstæðisflokksins á næsta landsfundi, hófust miklar vangaveltur um hver myndi taka við keflinu. Ljóst er að valið stendur nú á milli tveggja öflugra kvenna: Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur og Guðrúnar Hafsteinsdóttur. Kosningabaráttan hefur verið hörð en heiðarleg þeirra í milli, og báðar hafa þær ferðast víða, haldið kynningarfundi og skrifað greinar til að kynna stefnu sína. Fjölmiðlar hafa einnig tekið þær í viðtöl, þar á meðal Stefán Einar blaðamaður Morgunblaðsins, sem er þekktur fyrir gagnrýnar og krefjandi spurningar. Í því viðtali var gengið hart að Guðrúnu, en hún svaraði af yfirvegun og festu, leiðrétti rangfærslur Stefáns og kom sínum sjónarmiðum á framfæri með skýrum og trúverðugum hætti. Hún stóðst álagsprófið eins og sterkur formaður þarf að gera. Ferill frambjóðendanna Ég hef fylgst með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í mörg ár og tel hana hafa mikinn metnað, dugnað og skýra framtíðarsýn. Hún var kosin ritari Sjálfstæðisflokksins á landsfundi árið 2015 og starfaði í þeirri stöðu fram til ársins 2019 þegar hún var skipuð dómsmálaráðherra. Hún hefur setið á Alþingi frá árinu 2016 og hefur þar með verið mikilvægur hluti af forystu flokksins. Þegar hún bauð sig fram og var kosin ritari flokksins og þá voru miklar væntingar um að hún myndi styrkja tengsl flokksins við unga fólkið. Hún hefur skipulagsgáfu og skýra stefnu og reynslu í pólitík, sem gerir hana að sterkum frambjóðanda. Guðrún Hafsteinsdóttir hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og starfaði lengi hjá fjölskyldufyrirtækinu Kjörís, þar sem hún gegndi ýmsum stjórnunarstöðum. Hún var formaður Samtaka iðnaðarins frá 2014 til 2020 og sat jafnframt í stjórn Samtaka atvinnulífsins. Hún hefur einnig setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja og stofnana, þar á meðal Lífeyrissjóðs verslunarmanna, Landssambands lífeyrissjóða, Háskólans í Reykjavík, Bláa Lónsins og víðar. Guðrún var kjörin á Alþingi árið 2021 sem oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Hún var skipuð dómsmálaráðherra í júní 2023 og gegndi því embætti til desember 2024. Í störfum sinum hefur hún hefur lagt ríka áherslu á frelsi einstaklingsins, minni ríkisafskipti og mikilvægi einkaframtaks í samfélaginu. Ég kynntist Guðrúnu þegar ég tók sæti í stjórn Samtaka atvinnulífsins á árunum 2014–2018, þar sem hún var varaformaður stjórnar. Ég áttaði mig fljótt á styrkleikum hennar: hún er fær í að miðla málum, skapa samstöðu og finna lausnir sem flestir geta sætt sig við. Hún hefur víðtæka reynslu af fyrirtækjarekstri og hagsmunagæslu fyrir bæði stór og smá fyrirtæki. Sem landsbyggðarmaður tengdi ég sterkt við hennar áherslur og sýn á málefni atvinnulífsins og samfélagsins um allt land. Næsti formaður Sjálfstæðisflokksins mun þurfa að takast á við stór verkefni: endurskipulagningu flokksins, sætta fylkingar, eflingu tengsla við kjósendur um land allt og tryggja að stefna hans endurspegli hagsmuni heildarinnar. Gamall máshattur segir, „Greindur nærri getur, reyndur veit þó betur“. Eftir vandlega íhugun hef ég ákveðið að styðja Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Ég tel að með því séum við að færa flokkinn nær kjósendum um allt land, skapa frjóan jarðveg til vaxtar og tryggja sterka forystu til framtíðar. Hún hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu, sem ég tel mikilvægan þátt í hlutverki leiðtoga Sjálfstæðisflokksins. Guðrún er bæði greind og reynd. Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar Bjarni Benediktsson tilkynnti í byrjun janúar að hann hygðist ekki gefa kost á sér til endurkjörs sem formaður Sjálfstæðisflokksins á næsta landsfundi, hófust miklar vangaveltur um hver myndi taka við keflinu. Ljóst er að valið stendur nú á milli tveggja öflugra kvenna: Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur og Guðrúnar Hafsteinsdóttur. Kosningabaráttan hefur verið hörð en heiðarleg þeirra í milli, og báðar hafa þær ferðast víða, haldið kynningarfundi og skrifað greinar til að kynna stefnu sína. Fjölmiðlar hafa einnig tekið þær í viðtöl, þar á meðal Stefán Einar blaðamaður Morgunblaðsins, sem er þekktur fyrir gagnrýnar og krefjandi spurningar. Í því viðtali var gengið hart að Guðrúnu, en hún svaraði af yfirvegun og festu, leiðrétti rangfærslur Stefáns og kom sínum sjónarmiðum á framfæri með skýrum og trúverðugum hætti. Hún stóðst álagsprófið eins og sterkur formaður þarf að gera. Ferill frambjóðendanna Ég hef fylgst með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í mörg ár og tel hana hafa mikinn metnað, dugnað og skýra framtíðarsýn. Hún var kosin ritari Sjálfstæðisflokksins á landsfundi árið 2015 og starfaði í þeirri stöðu fram til ársins 2019 þegar hún var skipuð dómsmálaráðherra. Hún hefur setið á Alþingi frá árinu 2016 og hefur þar með verið mikilvægur hluti af forystu flokksins. Þegar hún bauð sig fram og var kosin ritari flokksins og þá voru miklar væntingar um að hún myndi styrkja tengsl flokksins við unga fólkið. Hún hefur skipulagsgáfu og skýra stefnu og reynslu í pólitík, sem gerir hana að sterkum frambjóðanda. Guðrún Hafsteinsdóttir hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og starfaði lengi hjá fjölskyldufyrirtækinu Kjörís, þar sem hún gegndi ýmsum stjórnunarstöðum. Hún var formaður Samtaka iðnaðarins frá 2014 til 2020 og sat jafnframt í stjórn Samtaka atvinnulífsins. Hún hefur einnig setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja og stofnana, þar á meðal Lífeyrissjóðs verslunarmanna, Landssambands lífeyrissjóða, Háskólans í Reykjavík, Bláa Lónsins og víðar. Guðrún var kjörin á Alþingi árið 2021 sem oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Hún var skipuð dómsmálaráðherra í júní 2023 og gegndi því embætti til desember 2024. Í störfum sinum hefur hún hefur lagt ríka áherslu á frelsi einstaklingsins, minni ríkisafskipti og mikilvægi einkaframtaks í samfélaginu. Ég kynntist Guðrúnu þegar ég tók sæti í stjórn Samtaka atvinnulífsins á árunum 2014–2018, þar sem hún var varaformaður stjórnar. Ég áttaði mig fljótt á styrkleikum hennar: hún er fær í að miðla málum, skapa samstöðu og finna lausnir sem flestir geta sætt sig við. Hún hefur víðtæka reynslu af fyrirtækjarekstri og hagsmunagæslu fyrir bæði stór og smá fyrirtæki. Sem landsbyggðarmaður tengdi ég sterkt við hennar áherslur og sýn á málefni atvinnulífsins og samfélagsins um allt land. Næsti formaður Sjálfstæðisflokksins mun þurfa að takast á við stór verkefni: endurskipulagningu flokksins, sætta fylkingar, eflingu tengsla við kjósendur um land allt og tryggja að stefna hans endurspegli hagsmuni heildarinnar. Gamall máshattur segir, „Greindur nærri getur, reyndur veit þó betur“. Eftir vandlega íhugun hef ég ákveðið að styðja Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Ég tel að með því séum við að færa flokkinn nær kjósendum um allt land, skapa frjóan jarðveg til vaxtar og tryggja sterka forystu til framtíðar. Hún hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu, sem ég tel mikilvægan þátt í hlutverki leiðtoga Sjálfstæðisflokksins. Guðrún er bæði greind og reynd. Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun