Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 26. febrúar 2025 07:00 Í gær birtist dómur héraðsdóms þar sem fram kemur að ,,umskurður drengja er ekki bannaður á Íslandi, andstætt líkamsárás gagnvart kynfærum stúlkna og kvenna.” Læknisfræðilega óþarfar og óafturkræfar aðgerðir á kynfærum drengja eru því löglegar samkvæmt dómnum. Umskurður stúlkna hefur verið bannaður á Íslandi frá árinu 2005. Jafnframt var bannað að framkvæma aðgerðir á börnum með ódæmigerð kyneinkenni með örfáum undantekningum með lögum um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019. Árið 2018 lagði Silja Dögg Gunnarsdóttir, fyrrum þingkona Framsóknar fram frumvarp um bann við umskurði drengja. Mikil umræða skapaðist um frumvarpið bæði hérlendis og erlendis og fjöldi lækna fagnaði frumvarpinu. Frumvarpið varð þó ekki að lögum. Það verður að teljast ámælisvert að ekki sé enn búið að banna óþarfar og óafturkræfar aðgerðir á kynfærum drengja eins og búið er að gera á kynfærum stúlkna og barna sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni (intersex). Þetta hlýtur að vekja upp spurningar um mismunun á grundvelli kyneinkenna, sjálfsákvörðunarrétt barna og trúfrelsi barna. Ónauðsynleg inngrip Umskurður drengja er varanleg og óafturkræf aðgerð sem felur í sér mikil inngrip á kynfærum barns. Aðgerðin getur valdið barninu sársauka, hættu á sýkingum og varanlegum skaða. Í einstaka tilfellum getur verið læknisfræðilega nauðsynlegt að framkvæma umskurð, til dæmis ef forhúð er of þröng eða í kjölfar alvarlegra sýkinga. Það á þó ekki við um óþarfar og óafturkræfar aðgerðir þar sem fullkomlega eðlilegur vefur sem gegnir mikilvægu hlutverki í kynfæra- og kynlífsheilbrigði drengja er fjarlægður af kynfærum þeirra. Helstu ástæður umskurðar í heiminum eru trúar- eða menningarlegar. Í því samhengi er vert að árétta að 12. gr. Alþjóðasamnings Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi og 3. mgr. 24. gr. barnasáttmálans, sem hefur verið lögfestur hérlendis, skyldar aðildarríki til þess að ryðja úr vegi hefðum sem eru skaðlegar heilbrigði barna. Samkvæmt 2. mgr. 27. gr. laga um réttindi sjúklinga skal þá hlífa börnum við ónauðsynlegum aðgerðum. Á Íslandi er ekkert regluverk um umskurð drengja. Ekki er því skylda að umskurður fari fram á heilbrigðisstofnun eða sé framkvæmd af lækni. Forsjáraðilar geta því tekið ákvörðun um að framkvæma læknisfræðilega óþarfan umskurð eða fengið aðra til að framkvæma aðgerðina í heimahúsi. Er sú háttsemi að skera hluta af húð ómálga barns eða fá annan aðila til að gera það heima í stofu, án nauðsynjar, raunverulega lögleg á Íslandi? Túlka má 3. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar sem kveður á um að börnum skuli tryggð í lögum sú vernd sem velferð þeirra krefst, á þann veg að hún skyldi löggjafann til þess að setja lög sem vernda börn gegn óþarfa læknisfræðilegum inngripum sem samræmast ekki velferð barna. Áðurnefndur dómur héraðsdóms telur þó ekki sannað að líf eða velferð brotaþola hafi verið ógnað með því að heimila umskurð á brotaþola ,,enda eru slíkar aðgerðir tíðkaðar víða um lönd án þess að læknisfræðileg þörf liggi fyrir.” Það er ljóst að umrætt mál kann að vera viðkvæmt og mikilvægt er að sýna nærgætni við umfjöllun þess. Staðhæfingar héraðsdóms vekja þó undrun með tilliti til ofangreinds ákvæðis barnasáttmálans um að aðildarríkjum beri að ryðja úr vegi hefðum sem eru skaðlegar heilbrigði barna. Í framhaldinu má velta fyrir sér hvort ekki sé nauðsynlegt að lögfesta bann við umskurð drengja. Það er erfitt er að færa rök fyrir því að læknisfræðilega óþarfar aðgerðir á kynfærum barna séu ekki skaðlegar heilbrigði barna enda eru til ófá dæmi um það um heim allan. Þar á meðal í því máli sem dómurinn fjallaði um, en í vitnisburði skurðlæknis í málinu kemur fram að ,,laga hafi þurft skurð á getnaðarlim eftir umskurð í heimahúsi. Það hafi verið töluverð blæðing og áverki sem þurfti að laga.” Slíkt inngrip hlýtur að teljast ónauðsynlegt og skaðlegt heilbrigði barna þó ekki hafi verið um lífshættulega blæðingu að ræða samkvæmt dómnum. Við lestur dómsins vakna þá einnig upp spurningar um hvaða aðrar aðgerðir megi ráðast í með þeim rökum að þær eru ,,tíðkaðar víða um lönd án þess að læknisfræðileg þörf liggi fyrir.” Sjálfsákvörðunarréttur Rauði þráðurinn í íslenskum barnalögum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, er að ávallt skuli hafa það sem er barninu fyrir bestu að leiðarljósi þegar teknar eru ákvarðanir um hag þess. Barnasáttmálinn kveður einnig á um að börn eigi rétt á að tjá sig um öll þau málefni er þau varða og því samræmist það illa sáttmálanum að foreldrar taki ákvarðanir um óafturkræfar aðgerðir á líkama barns líkt og umskurður drengja án læknisfræðilegrar nauðsynjar er. Umskurður kvenna hefur verið tengdur við friðhelgi og sjálfsákvörðunarrétt kvenna. Sambærileg rök hafa verið notuð um aðgerðir á börnum sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni (intersex) og hið sama ætti að gilda um óþarfar aðgerðir á kynfærum drengja. Ákvarðanir foreldra um læknisfræðilega óþarfan umskurð barna tekur burt getu barnsins til þess að geta ákveðið sjálft hvort það vilji vera umskorið þegar það hefur aldur og þroska til þess að taka slíka ákvörðun. Það kann að vera að drengir vilji láta umskera sig af trúar- eða menningarlegum ástæðum en slíkar ákvarðanir verða einstaklingarnir sjálfir að taka þegar þeir hafa náð aldri og þroska til þess að skilja hvað slíkar aðgerðir geta haft í för með sér. Með því að leyfa læknifræðilega óþarfan umskurð á drengjum er verið að brjóta á sjálfsákvörðunarrétti þeirra. Ótækt er að forsjáraðilar hafi heimild til þess að taka svo afgerandi ákvarðanir um kynfæri barna sinna sem eru enn of ung til þess að geta tjáð sig um aðgerðina ef ekki eru knýjandi heilsufarsleg rök fyrir henni. Réttur barna yfir eigin líkama og einstaklingsfrelsi á að ganga framar rétti forsjáraðila til að taka óafturkræfar trúar-, tilfinningalegar-, og menningarlegar ákvarðanir um líkama barna. Aðgerða er þörf Börn á Íslandi eiga að hafa öruggt skjól og vernd í íslenskum lögum fyrir óþarfa og óafturkræfu inngripi á líkama þeirra. Umboðsmenn barna á öllum Norðurlöndunum hafa kallað eftir því að drengir fái sjálfir að ákveða hvort þeir vilji láta umskera sig þegar þeir hafa aldur og þroska til. Ég skora á Alþingi að grípa til aðgerða með því að setja lög sem banna öll óþarfa inngrip í líkama barna og tryggja þar með öllum börnum sjálfsákvörðunarrétt yfir eigin líkama. Börn eiga njóta verndar frá því að vera skorin án þess að brýn læknisfræðileg rök séu til staðar. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknarflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Gná Jóhannsdóttir Framsóknarflokkurinn Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í gær birtist dómur héraðsdóms þar sem fram kemur að ,,umskurður drengja er ekki bannaður á Íslandi, andstætt líkamsárás gagnvart kynfærum stúlkna og kvenna.” Læknisfræðilega óþarfar og óafturkræfar aðgerðir á kynfærum drengja eru því löglegar samkvæmt dómnum. Umskurður stúlkna hefur verið bannaður á Íslandi frá árinu 2005. Jafnframt var bannað að framkvæma aðgerðir á börnum með ódæmigerð kyneinkenni með örfáum undantekningum með lögum um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019. Árið 2018 lagði Silja Dögg Gunnarsdóttir, fyrrum þingkona Framsóknar fram frumvarp um bann við umskurði drengja. Mikil umræða skapaðist um frumvarpið bæði hérlendis og erlendis og fjöldi lækna fagnaði frumvarpinu. Frumvarpið varð þó ekki að lögum. Það verður að teljast ámælisvert að ekki sé enn búið að banna óþarfar og óafturkræfar aðgerðir á kynfærum drengja eins og búið er að gera á kynfærum stúlkna og barna sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni (intersex). Þetta hlýtur að vekja upp spurningar um mismunun á grundvelli kyneinkenna, sjálfsákvörðunarrétt barna og trúfrelsi barna. Ónauðsynleg inngrip Umskurður drengja er varanleg og óafturkræf aðgerð sem felur í sér mikil inngrip á kynfærum barns. Aðgerðin getur valdið barninu sársauka, hættu á sýkingum og varanlegum skaða. Í einstaka tilfellum getur verið læknisfræðilega nauðsynlegt að framkvæma umskurð, til dæmis ef forhúð er of þröng eða í kjölfar alvarlegra sýkinga. Það á þó ekki við um óþarfar og óafturkræfar aðgerðir þar sem fullkomlega eðlilegur vefur sem gegnir mikilvægu hlutverki í kynfæra- og kynlífsheilbrigði drengja er fjarlægður af kynfærum þeirra. Helstu ástæður umskurðar í heiminum eru trúar- eða menningarlegar. Í því samhengi er vert að árétta að 12. gr. Alþjóðasamnings Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi og 3. mgr. 24. gr. barnasáttmálans, sem hefur verið lögfestur hérlendis, skyldar aðildarríki til þess að ryðja úr vegi hefðum sem eru skaðlegar heilbrigði barna. Samkvæmt 2. mgr. 27. gr. laga um réttindi sjúklinga skal þá hlífa börnum við ónauðsynlegum aðgerðum. Á Íslandi er ekkert regluverk um umskurð drengja. Ekki er því skylda að umskurður fari fram á heilbrigðisstofnun eða sé framkvæmd af lækni. Forsjáraðilar geta því tekið ákvörðun um að framkvæma læknisfræðilega óþarfan umskurð eða fengið aðra til að framkvæma aðgerðina í heimahúsi. Er sú háttsemi að skera hluta af húð ómálga barns eða fá annan aðila til að gera það heima í stofu, án nauðsynjar, raunverulega lögleg á Íslandi? Túlka má 3. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar sem kveður á um að börnum skuli tryggð í lögum sú vernd sem velferð þeirra krefst, á þann veg að hún skyldi löggjafann til þess að setja lög sem vernda börn gegn óþarfa læknisfræðilegum inngripum sem samræmast ekki velferð barna. Áðurnefndur dómur héraðsdóms telur þó ekki sannað að líf eða velferð brotaþola hafi verið ógnað með því að heimila umskurð á brotaþola ,,enda eru slíkar aðgerðir tíðkaðar víða um lönd án þess að læknisfræðileg þörf liggi fyrir.” Það er ljóst að umrætt mál kann að vera viðkvæmt og mikilvægt er að sýna nærgætni við umfjöllun þess. Staðhæfingar héraðsdóms vekja þó undrun með tilliti til ofangreinds ákvæðis barnasáttmálans um að aðildarríkjum beri að ryðja úr vegi hefðum sem eru skaðlegar heilbrigði barna. Í framhaldinu má velta fyrir sér hvort ekki sé nauðsynlegt að lögfesta bann við umskurð drengja. Það er erfitt er að færa rök fyrir því að læknisfræðilega óþarfar aðgerðir á kynfærum barna séu ekki skaðlegar heilbrigði barna enda eru til ófá dæmi um það um heim allan. Þar á meðal í því máli sem dómurinn fjallaði um, en í vitnisburði skurðlæknis í málinu kemur fram að ,,laga hafi þurft skurð á getnaðarlim eftir umskurð í heimahúsi. Það hafi verið töluverð blæðing og áverki sem þurfti að laga.” Slíkt inngrip hlýtur að teljast ónauðsynlegt og skaðlegt heilbrigði barna þó ekki hafi verið um lífshættulega blæðingu að ræða samkvæmt dómnum. Við lestur dómsins vakna þá einnig upp spurningar um hvaða aðrar aðgerðir megi ráðast í með þeim rökum að þær eru ,,tíðkaðar víða um lönd án þess að læknisfræðileg þörf liggi fyrir.” Sjálfsákvörðunarréttur Rauði þráðurinn í íslenskum barnalögum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, er að ávallt skuli hafa það sem er barninu fyrir bestu að leiðarljósi þegar teknar eru ákvarðanir um hag þess. Barnasáttmálinn kveður einnig á um að börn eigi rétt á að tjá sig um öll þau málefni er þau varða og því samræmist það illa sáttmálanum að foreldrar taki ákvarðanir um óafturkræfar aðgerðir á líkama barns líkt og umskurður drengja án læknisfræðilegrar nauðsynjar er. Umskurður kvenna hefur verið tengdur við friðhelgi og sjálfsákvörðunarrétt kvenna. Sambærileg rök hafa verið notuð um aðgerðir á börnum sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni (intersex) og hið sama ætti að gilda um óþarfar aðgerðir á kynfærum drengja. Ákvarðanir foreldra um læknisfræðilega óþarfan umskurð barna tekur burt getu barnsins til þess að geta ákveðið sjálft hvort það vilji vera umskorið þegar það hefur aldur og þroska til þess að taka slíka ákvörðun. Það kann að vera að drengir vilji láta umskera sig af trúar- eða menningarlegum ástæðum en slíkar ákvarðanir verða einstaklingarnir sjálfir að taka þegar þeir hafa náð aldri og þroska til þess að skilja hvað slíkar aðgerðir geta haft í för með sér. Með því að leyfa læknifræðilega óþarfan umskurð á drengjum er verið að brjóta á sjálfsákvörðunarrétti þeirra. Ótækt er að forsjáraðilar hafi heimild til þess að taka svo afgerandi ákvarðanir um kynfæri barna sinna sem eru enn of ung til þess að geta tjáð sig um aðgerðina ef ekki eru knýjandi heilsufarsleg rök fyrir henni. Réttur barna yfir eigin líkama og einstaklingsfrelsi á að ganga framar rétti forsjáraðila til að taka óafturkræfar trúar-, tilfinningalegar-, og menningarlegar ákvarðanir um líkama barna. Aðgerða er þörf Börn á Íslandi eiga að hafa öruggt skjól og vernd í íslenskum lögum fyrir óþarfa og óafturkræfu inngripi á líkama þeirra. Umboðsmenn barna á öllum Norðurlöndunum hafa kallað eftir því að drengir fái sjálfir að ákveða hvort þeir vilji láta umskera sig þegar þeir hafa aldur og þroska til. Ég skora á Alþingi að grípa til aðgerða með því að setja lög sem banna öll óþarfa inngrip í líkama barna og tryggja þar með öllum börnum sjálfsákvörðunarrétt yfir eigin líkama. Börn eiga njóta verndar frá því að vera skorin án þess að brýn læknisfræðileg rök séu til staðar. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknarflokksins
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun