Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 26. febrúar 2025 07:00 Í gær birtist dómur héraðsdóms þar sem fram kemur að ,,umskurður drengja er ekki bannaður á Íslandi, andstætt líkamsárás gagnvart kynfærum stúlkna og kvenna.” Læknisfræðilega óþarfar og óafturkræfar aðgerðir á kynfærum drengja eru því löglegar samkvæmt dómnum. Umskurður stúlkna hefur verið bannaður á Íslandi frá árinu 2005. Jafnframt var bannað að framkvæma aðgerðir á börnum með ódæmigerð kyneinkenni með örfáum undantekningum með lögum um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019. Árið 2018 lagði Silja Dögg Gunnarsdóttir, fyrrum þingkona Framsóknar fram frumvarp um bann við umskurði drengja. Mikil umræða skapaðist um frumvarpið bæði hérlendis og erlendis og fjöldi lækna fagnaði frumvarpinu. Frumvarpið varð þó ekki að lögum. Það verður að teljast ámælisvert að ekki sé enn búið að banna óþarfar og óafturkræfar aðgerðir á kynfærum drengja eins og búið er að gera á kynfærum stúlkna og barna sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni (intersex). Þetta hlýtur að vekja upp spurningar um mismunun á grundvelli kyneinkenna, sjálfsákvörðunarrétt barna og trúfrelsi barna. Ónauðsynleg inngrip Umskurður drengja er varanleg og óafturkræf aðgerð sem felur í sér mikil inngrip á kynfærum barns. Aðgerðin getur valdið barninu sársauka, hættu á sýkingum og varanlegum skaða. Í einstaka tilfellum getur verið læknisfræðilega nauðsynlegt að framkvæma umskurð, til dæmis ef forhúð er of þröng eða í kjölfar alvarlegra sýkinga. Það á þó ekki við um óþarfar og óafturkræfar aðgerðir þar sem fullkomlega eðlilegur vefur sem gegnir mikilvægu hlutverki í kynfæra- og kynlífsheilbrigði drengja er fjarlægður af kynfærum þeirra. Helstu ástæður umskurðar í heiminum eru trúar- eða menningarlegar. Í því samhengi er vert að árétta að 12. gr. Alþjóðasamnings Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi og 3. mgr. 24. gr. barnasáttmálans, sem hefur verið lögfestur hérlendis, skyldar aðildarríki til þess að ryðja úr vegi hefðum sem eru skaðlegar heilbrigði barna. Samkvæmt 2. mgr. 27. gr. laga um réttindi sjúklinga skal þá hlífa börnum við ónauðsynlegum aðgerðum. Á Íslandi er ekkert regluverk um umskurð drengja. Ekki er því skylda að umskurður fari fram á heilbrigðisstofnun eða sé framkvæmd af lækni. Forsjáraðilar geta því tekið ákvörðun um að framkvæma læknisfræðilega óþarfan umskurð eða fengið aðra til að framkvæma aðgerðina í heimahúsi. Er sú háttsemi að skera hluta af húð ómálga barns eða fá annan aðila til að gera það heima í stofu, án nauðsynjar, raunverulega lögleg á Íslandi? Túlka má 3. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar sem kveður á um að börnum skuli tryggð í lögum sú vernd sem velferð þeirra krefst, á þann veg að hún skyldi löggjafann til þess að setja lög sem vernda börn gegn óþarfa læknisfræðilegum inngripum sem samræmast ekki velferð barna. Áðurnefndur dómur héraðsdóms telur þó ekki sannað að líf eða velferð brotaþola hafi verið ógnað með því að heimila umskurð á brotaþola ,,enda eru slíkar aðgerðir tíðkaðar víða um lönd án þess að læknisfræðileg þörf liggi fyrir.” Það er ljóst að umrætt mál kann að vera viðkvæmt og mikilvægt er að sýna nærgætni við umfjöllun þess. Staðhæfingar héraðsdóms vekja þó undrun með tilliti til ofangreinds ákvæðis barnasáttmálans um að aðildarríkjum beri að ryðja úr vegi hefðum sem eru skaðlegar heilbrigði barna. Í framhaldinu má velta fyrir sér hvort ekki sé nauðsynlegt að lögfesta bann við umskurð drengja. Það er erfitt er að færa rök fyrir því að læknisfræðilega óþarfar aðgerðir á kynfærum barna séu ekki skaðlegar heilbrigði barna enda eru til ófá dæmi um það um heim allan. Þar á meðal í því máli sem dómurinn fjallaði um, en í vitnisburði skurðlæknis í málinu kemur fram að ,,laga hafi þurft skurð á getnaðarlim eftir umskurð í heimahúsi. Það hafi verið töluverð blæðing og áverki sem þurfti að laga.” Slíkt inngrip hlýtur að teljast ónauðsynlegt og skaðlegt heilbrigði barna þó ekki hafi verið um lífshættulega blæðingu að ræða samkvæmt dómnum. Við lestur dómsins vakna þá einnig upp spurningar um hvaða aðrar aðgerðir megi ráðast í með þeim rökum að þær eru ,,tíðkaðar víða um lönd án þess að læknisfræðileg þörf liggi fyrir.” Sjálfsákvörðunarréttur Rauði þráðurinn í íslenskum barnalögum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, er að ávallt skuli hafa það sem er barninu fyrir bestu að leiðarljósi þegar teknar eru ákvarðanir um hag þess. Barnasáttmálinn kveður einnig á um að börn eigi rétt á að tjá sig um öll þau málefni er þau varða og því samræmist það illa sáttmálanum að foreldrar taki ákvarðanir um óafturkræfar aðgerðir á líkama barns líkt og umskurður drengja án læknisfræðilegrar nauðsynjar er. Umskurður kvenna hefur verið tengdur við friðhelgi og sjálfsákvörðunarrétt kvenna. Sambærileg rök hafa verið notuð um aðgerðir á börnum sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni (intersex) og hið sama ætti að gilda um óþarfar aðgerðir á kynfærum drengja. Ákvarðanir foreldra um læknisfræðilega óþarfan umskurð barna tekur burt getu barnsins til þess að geta ákveðið sjálft hvort það vilji vera umskorið þegar það hefur aldur og þroska til þess að taka slíka ákvörðun. Það kann að vera að drengir vilji láta umskera sig af trúar- eða menningarlegum ástæðum en slíkar ákvarðanir verða einstaklingarnir sjálfir að taka þegar þeir hafa náð aldri og þroska til þess að skilja hvað slíkar aðgerðir geta haft í för með sér. Með því að leyfa læknifræðilega óþarfan umskurð á drengjum er verið að brjóta á sjálfsákvörðunarrétti þeirra. Ótækt er að forsjáraðilar hafi heimild til þess að taka svo afgerandi ákvarðanir um kynfæri barna sinna sem eru enn of ung til þess að geta tjáð sig um aðgerðina ef ekki eru knýjandi heilsufarsleg rök fyrir henni. Réttur barna yfir eigin líkama og einstaklingsfrelsi á að ganga framar rétti forsjáraðila til að taka óafturkræfar trúar-, tilfinningalegar-, og menningarlegar ákvarðanir um líkama barna. Aðgerða er þörf Börn á Íslandi eiga að hafa öruggt skjól og vernd í íslenskum lögum fyrir óþarfa og óafturkræfu inngripi á líkama þeirra. Umboðsmenn barna á öllum Norðurlöndunum hafa kallað eftir því að drengir fái sjálfir að ákveða hvort þeir vilji láta umskera sig þegar þeir hafa aldur og þroska til. Ég skora á Alþingi að grípa til aðgerða með því að setja lög sem banna öll óþarfa inngrip í líkama barna og tryggja þar með öllum börnum sjálfsákvörðunarrétt yfir eigin líkama. Börn eiga njóta verndar frá því að vera skorin án þess að brýn læknisfræðileg rök séu til staðar. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknarflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Gná Jóhannsdóttir Framsóknarflokkurinn Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Í gær birtist dómur héraðsdóms þar sem fram kemur að ,,umskurður drengja er ekki bannaður á Íslandi, andstætt líkamsárás gagnvart kynfærum stúlkna og kvenna.” Læknisfræðilega óþarfar og óafturkræfar aðgerðir á kynfærum drengja eru því löglegar samkvæmt dómnum. Umskurður stúlkna hefur verið bannaður á Íslandi frá árinu 2005. Jafnframt var bannað að framkvæma aðgerðir á börnum með ódæmigerð kyneinkenni með örfáum undantekningum með lögum um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019. Árið 2018 lagði Silja Dögg Gunnarsdóttir, fyrrum þingkona Framsóknar fram frumvarp um bann við umskurði drengja. Mikil umræða skapaðist um frumvarpið bæði hérlendis og erlendis og fjöldi lækna fagnaði frumvarpinu. Frumvarpið varð þó ekki að lögum. Það verður að teljast ámælisvert að ekki sé enn búið að banna óþarfar og óafturkræfar aðgerðir á kynfærum drengja eins og búið er að gera á kynfærum stúlkna og barna sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni (intersex). Þetta hlýtur að vekja upp spurningar um mismunun á grundvelli kyneinkenna, sjálfsákvörðunarrétt barna og trúfrelsi barna. Ónauðsynleg inngrip Umskurður drengja er varanleg og óafturkræf aðgerð sem felur í sér mikil inngrip á kynfærum barns. Aðgerðin getur valdið barninu sársauka, hættu á sýkingum og varanlegum skaða. Í einstaka tilfellum getur verið læknisfræðilega nauðsynlegt að framkvæma umskurð, til dæmis ef forhúð er of þröng eða í kjölfar alvarlegra sýkinga. Það á þó ekki við um óþarfar og óafturkræfar aðgerðir þar sem fullkomlega eðlilegur vefur sem gegnir mikilvægu hlutverki í kynfæra- og kynlífsheilbrigði drengja er fjarlægður af kynfærum þeirra. Helstu ástæður umskurðar í heiminum eru trúar- eða menningarlegar. Í því samhengi er vert að árétta að 12. gr. Alþjóðasamnings Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi og 3. mgr. 24. gr. barnasáttmálans, sem hefur verið lögfestur hérlendis, skyldar aðildarríki til þess að ryðja úr vegi hefðum sem eru skaðlegar heilbrigði barna. Samkvæmt 2. mgr. 27. gr. laga um réttindi sjúklinga skal þá hlífa börnum við ónauðsynlegum aðgerðum. Á Íslandi er ekkert regluverk um umskurð drengja. Ekki er því skylda að umskurður fari fram á heilbrigðisstofnun eða sé framkvæmd af lækni. Forsjáraðilar geta því tekið ákvörðun um að framkvæma læknisfræðilega óþarfan umskurð eða fengið aðra til að framkvæma aðgerðina í heimahúsi. Er sú háttsemi að skera hluta af húð ómálga barns eða fá annan aðila til að gera það heima í stofu, án nauðsynjar, raunverulega lögleg á Íslandi? Túlka má 3. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar sem kveður á um að börnum skuli tryggð í lögum sú vernd sem velferð þeirra krefst, á þann veg að hún skyldi löggjafann til þess að setja lög sem vernda börn gegn óþarfa læknisfræðilegum inngripum sem samræmast ekki velferð barna. Áðurnefndur dómur héraðsdóms telur þó ekki sannað að líf eða velferð brotaþola hafi verið ógnað með því að heimila umskurð á brotaþola ,,enda eru slíkar aðgerðir tíðkaðar víða um lönd án þess að læknisfræðileg þörf liggi fyrir.” Það er ljóst að umrætt mál kann að vera viðkvæmt og mikilvægt er að sýna nærgætni við umfjöllun þess. Staðhæfingar héraðsdóms vekja þó undrun með tilliti til ofangreinds ákvæðis barnasáttmálans um að aðildarríkjum beri að ryðja úr vegi hefðum sem eru skaðlegar heilbrigði barna. Í framhaldinu má velta fyrir sér hvort ekki sé nauðsynlegt að lögfesta bann við umskurð drengja. Það er erfitt er að færa rök fyrir því að læknisfræðilega óþarfar aðgerðir á kynfærum barna séu ekki skaðlegar heilbrigði barna enda eru til ófá dæmi um það um heim allan. Þar á meðal í því máli sem dómurinn fjallaði um, en í vitnisburði skurðlæknis í málinu kemur fram að ,,laga hafi þurft skurð á getnaðarlim eftir umskurð í heimahúsi. Það hafi verið töluverð blæðing og áverki sem þurfti að laga.” Slíkt inngrip hlýtur að teljast ónauðsynlegt og skaðlegt heilbrigði barna þó ekki hafi verið um lífshættulega blæðingu að ræða samkvæmt dómnum. Við lestur dómsins vakna þá einnig upp spurningar um hvaða aðrar aðgerðir megi ráðast í með þeim rökum að þær eru ,,tíðkaðar víða um lönd án þess að læknisfræðileg þörf liggi fyrir.” Sjálfsákvörðunarréttur Rauði þráðurinn í íslenskum barnalögum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, er að ávallt skuli hafa það sem er barninu fyrir bestu að leiðarljósi þegar teknar eru ákvarðanir um hag þess. Barnasáttmálinn kveður einnig á um að börn eigi rétt á að tjá sig um öll þau málefni er þau varða og því samræmist það illa sáttmálanum að foreldrar taki ákvarðanir um óafturkræfar aðgerðir á líkama barns líkt og umskurður drengja án læknisfræðilegrar nauðsynjar er. Umskurður kvenna hefur verið tengdur við friðhelgi og sjálfsákvörðunarrétt kvenna. Sambærileg rök hafa verið notuð um aðgerðir á börnum sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni (intersex) og hið sama ætti að gilda um óþarfar aðgerðir á kynfærum drengja. Ákvarðanir foreldra um læknisfræðilega óþarfan umskurð barna tekur burt getu barnsins til þess að geta ákveðið sjálft hvort það vilji vera umskorið þegar það hefur aldur og þroska til þess að taka slíka ákvörðun. Það kann að vera að drengir vilji láta umskera sig af trúar- eða menningarlegum ástæðum en slíkar ákvarðanir verða einstaklingarnir sjálfir að taka þegar þeir hafa náð aldri og þroska til þess að skilja hvað slíkar aðgerðir geta haft í för með sér. Með því að leyfa læknifræðilega óþarfan umskurð á drengjum er verið að brjóta á sjálfsákvörðunarrétti þeirra. Ótækt er að forsjáraðilar hafi heimild til þess að taka svo afgerandi ákvarðanir um kynfæri barna sinna sem eru enn of ung til þess að geta tjáð sig um aðgerðina ef ekki eru knýjandi heilsufarsleg rök fyrir henni. Réttur barna yfir eigin líkama og einstaklingsfrelsi á að ganga framar rétti forsjáraðila til að taka óafturkræfar trúar-, tilfinningalegar-, og menningarlegar ákvarðanir um líkama barna. Aðgerða er þörf Börn á Íslandi eiga að hafa öruggt skjól og vernd í íslenskum lögum fyrir óþarfa og óafturkræfu inngripi á líkama þeirra. Umboðsmenn barna á öllum Norðurlöndunum hafa kallað eftir því að drengir fái sjálfir að ákveða hvort þeir vilji láta umskera sig þegar þeir hafa aldur og þroska til. Ég skora á Alþingi að grípa til aðgerða með því að setja lög sem banna öll óþarfa inngrip í líkama barna og tryggja þar með öllum börnum sjálfsákvörðunarrétt yfir eigin líkama. Börn eiga njóta verndar frá því að vera skorin án þess að brýn læknisfræðileg rök séu til staðar. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknarflokksins
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun