Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. febrúar 2025 06:59 Það fór vel á með forsetunum, þrátt fyrir að þeir nálguðust málið á ólíkan hátt. Getty/Chip Somodevilla Ólík afstaða stjórnvalda í Evrópu annars vegar og Bandaríkjunum hins vegar kom bersýnilega í ljós þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti tók á móti Emmanuel Macron Frakklandsforseta í Hvíta húsinu í gær. Trump neitaði að nota orðið „einræðisherra“ um Vladimir Pútín Rússlandsforseta, líkt og hann hefur gert um Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, á blaðamannafundi og gaf þá útskýringu að hann vildi ekki nota orðið í hálfkæringi. Trump hefur gert því skóna að Úkraínumenn hafi mátt sjálfum sér um kenna hvernig komið er fyrir þeim en Macron var mjög afdráttarlaus þegar hann sagði Rússa árásaraðilann. Þá leiðrétti hann Trump vinsamlega þegar Trump fullyrti að Evrópa fengi fjárhagsaðstoð sína til Úkraínu endurgreidda. „Nei, í fullri hreinskilni, þá borguðum við,“ sagði Macron vinsamlega. Það sama ætti við um Evrópu eins og Bandaríkin; aðstoðin hefði verið blanda af styrkjum, lánum og lánatryggingum. „Ef þú heldur það þá er það allt í lagi,“ svaraði Trump brosandi. Samskipti Trump og Macron virtust vinaleg og þeir tókust ítrekað í hendur og töluðu innilega hvor um annan. Báðir sögðu í gær mögulegt að vopnahlé gæti komist á á næstu vikum og þá fullyrti Trump að Pútín hefði samþykkt viðveru evrópskra friðargæsluliða í Úkraínu. Trump virðist hins vegar enn ákveðinn í því að ná fram hagfelldum samningum við Úkraínu samhliða friðarviðræðunum og sagði samkomulag innan seilingar um náttúruauðlindir til handa Bandaríkjunum. Macron ítrekaði að friður mætti ekki kosta Úkraínu uppgjöf eða sjálfræði. Þá væri ekki hægt að koma á vopnahléi nema með öryggistryggingum. Forsetinn sagði mikilvægt að semja um frið en á sama tíma þyrfti samkomulagið að vera skothelt. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, er væntanlegur til Washington á fimmtudag. Bandaríkin Úkraína Frakkland Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Donald Trump Hernaður Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Trump neitaði að nota orðið „einræðisherra“ um Vladimir Pútín Rússlandsforseta, líkt og hann hefur gert um Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, á blaðamannafundi og gaf þá útskýringu að hann vildi ekki nota orðið í hálfkæringi. Trump hefur gert því skóna að Úkraínumenn hafi mátt sjálfum sér um kenna hvernig komið er fyrir þeim en Macron var mjög afdráttarlaus þegar hann sagði Rússa árásaraðilann. Þá leiðrétti hann Trump vinsamlega þegar Trump fullyrti að Evrópa fengi fjárhagsaðstoð sína til Úkraínu endurgreidda. „Nei, í fullri hreinskilni, þá borguðum við,“ sagði Macron vinsamlega. Það sama ætti við um Evrópu eins og Bandaríkin; aðstoðin hefði verið blanda af styrkjum, lánum og lánatryggingum. „Ef þú heldur það þá er það allt í lagi,“ svaraði Trump brosandi. Samskipti Trump og Macron virtust vinaleg og þeir tókust ítrekað í hendur og töluðu innilega hvor um annan. Báðir sögðu í gær mögulegt að vopnahlé gæti komist á á næstu vikum og þá fullyrti Trump að Pútín hefði samþykkt viðveru evrópskra friðargæsluliða í Úkraínu. Trump virðist hins vegar enn ákveðinn í því að ná fram hagfelldum samningum við Úkraínu samhliða friðarviðræðunum og sagði samkomulag innan seilingar um náttúruauðlindir til handa Bandaríkjunum. Macron ítrekaði að friður mætti ekki kosta Úkraínu uppgjöf eða sjálfræði. Þá væri ekki hægt að koma á vopnahléi nema með öryggistryggingum. Forsetinn sagði mikilvægt að semja um frið en á sama tíma þyrfti samkomulagið að vera skothelt. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, er væntanlegur til Washington á fimmtudag.
Bandaríkin Úkraína Frakkland Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Donald Trump Hernaður Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira