Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Bjarki Sigurðsson skrifar 24. febrúar 2025 18:33 Brynja Jóhannsdóttir, Adela Halldórsdóttir og Bergljót Þorsteinsdóttir voru allar í vinnunni þegar ræningjarnir mættu. Vísir/Stefán Apótekari sem varðist vopnuðum ræningjum á föstudag segir atvikið ekki hafa mikil áhrif á sig. Hún kljáðist við ræningjana sem hurfu tómhentir á braut. Síðast liðinn föstudagsmorgun réðust karl og kona inn í Austurbæjar Apótek í Ögurhvarfi í Kópavogi. Ræningjarnir voru báðir með mótorhjólahjálm á höfði og kröfðust þess að fá afhent ADHD-lyf frá starfsfólki. Konan var vopnuð byssu og piparúða og ógnaði parið starfsfólkinu. „Ég geng bara fram og hún reynir að stoppa mig stelpan. Ég stimpast bara áfram við hana og ætlaði fyrst að fara í neyðarhnappinn á bak við. En út af því að ég var að stimpast við hana hugsaði ég að ég yrði fljótari í kassann,“ segir Bergljót Þorsteinsdóttir, eigandi Austurbæjar Apóteks. Á meðan hún reyndi að komast fram hjá konunni og að neyðarhnappnum við búðarkassann rótaði maðurinn í skúffum í bakherberginu. „Á meðan stimpast ég við hana frammi, næ að ýta á neyðarhnappinn og kalla hátt og snjallt: „Löggan er að koma, löggan er að koma,“ mörgum sinnum. Og þá rjúka þau út,“ segir Bergljót. Skelkaðar samstarfskonur Parið var inni í apótekinu í rúma eina og hálfa mínútu og hafði ekkert upp úr krafsinu. Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglu en samstarfskonur Bergljótar voru nokkuð skelkaðar eftir atvikið. „Ég skalf eins og hrísla,“ segir Adela Halldórsdóttir, starfsmaður apóteksins. „Ég var svona tiltölulega róleg á meðan árásin var í gangi. En eftir á var þetta óþægilegt. Ég fann fyrir óöryggi og óþægindum,“ segir Brynja Jóhannsdóttir, lyfjafræðingur. Þetta var óöryggistilfinning? „Já, eftir á,“ segir Brynja. „Maður er enn þá að jafna sig,“ segir Adela. Veit að þetta var hættulegt En það var ekki það sama hjá þér hef ég heyrt? „Nei, ég var sultuslök. Ég hugsaði með mér að þetta væri eitthvað grín. Auðvitað á maður ekki að bregðast svona við. Ég veit það og vissi það allan tímann. En ég ætlaði ekki að láta þau ógna mér eða gera neitt,“ segir Bergljót. „Ég hefði brugðist öðruvísi við ef þau hefðu verið með hnífa. Mér finnst það meira ógnandi. En ég veit það ekki, kannski hefði ég samt tekist á við hana. Hún var minni en ég,“ segir Bergljót. Lögreglumál Kópavogur Skotvopn Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Síðast liðinn föstudagsmorgun réðust karl og kona inn í Austurbæjar Apótek í Ögurhvarfi í Kópavogi. Ræningjarnir voru báðir með mótorhjólahjálm á höfði og kröfðust þess að fá afhent ADHD-lyf frá starfsfólki. Konan var vopnuð byssu og piparúða og ógnaði parið starfsfólkinu. „Ég geng bara fram og hún reynir að stoppa mig stelpan. Ég stimpast bara áfram við hana og ætlaði fyrst að fara í neyðarhnappinn á bak við. En út af því að ég var að stimpast við hana hugsaði ég að ég yrði fljótari í kassann,“ segir Bergljót Þorsteinsdóttir, eigandi Austurbæjar Apóteks. Á meðan hún reyndi að komast fram hjá konunni og að neyðarhnappnum við búðarkassann rótaði maðurinn í skúffum í bakherberginu. „Á meðan stimpast ég við hana frammi, næ að ýta á neyðarhnappinn og kalla hátt og snjallt: „Löggan er að koma, löggan er að koma,“ mörgum sinnum. Og þá rjúka þau út,“ segir Bergljót. Skelkaðar samstarfskonur Parið var inni í apótekinu í rúma eina og hálfa mínútu og hafði ekkert upp úr krafsinu. Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglu en samstarfskonur Bergljótar voru nokkuð skelkaðar eftir atvikið. „Ég skalf eins og hrísla,“ segir Adela Halldórsdóttir, starfsmaður apóteksins. „Ég var svona tiltölulega róleg á meðan árásin var í gangi. En eftir á var þetta óþægilegt. Ég fann fyrir óöryggi og óþægindum,“ segir Brynja Jóhannsdóttir, lyfjafræðingur. Þetta var óöryggistilfinning? „Já, eftir á,“ segir Brynja. „Maður er enn þá að jafna sig,“ segir Adela. Veit að þetta var hættulegt En það var ekki það sama hjá þér hef ég heyrt? „Nei, ég var sultuslök. Ég hugsaði með mér að þetta væri eitthvað grín. Auðvitað á maður ekki að bregðast svona við. Ég veit það og vissi það allan tímann. En ég ætlaði ekki að láta þau ógna mér eða gera neitt,“ segir Bergljót. „Ég hefði brugðist öðruvísi við ef þau hefðu verið með hnífa. Mér finnst það meira ógnandi. En ég veit það ekki, kannski hefði ég samt tekist á við hana. Hún var minni en ég,“ segir Bergljót.
Lögreglumál Kópavogur Skotvopn Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira