„Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. febrúar 2025 22:06 Martin Hermannsson mun segja barnabörnum sínum frá þessu kvöldi. vísir / anton brink „Þetta er það sem þú lifir fyrir. Ástæðan fyrir því að þú ert í þessu. [Komast inn á EM] með mörgum af mínum bestu vinum, fyrir framan ættingja og vini. Ég mun lifa á þessu restina af ævinni, og við allir“ sagði Martin Hermannsson, stigahæsti leikmaður íslenska landsliðsins í sigri gegn Tyrklandi sem tryggði Íslandi sæti á EM í sumar. Martin hefur afrekað ýmislegt á sínum ferli, unnið fjölda titla og einstaklingsverðlaun hérlendis og erlendis, en ekkert toppar afrekin með íslenska landsliðinu. „Þetta var þvílíkt gæsahúðarmóment. Þetta er stærra en að vinna einhverja titla.“ „Komnir á þennan stall“ Laugardalshöll var smekkfull í kvöld og studdi strákana okkar til sigurs. Martin sagði einmitt eftir tapið gegn Ungverjum í síðasta leik að það væri skemmtilega að gera þetta svoleiðis, tryggja sætið á EM hér heima með smekkfulla höll. „Fólk var mætt hérna áður en ég var mættur að hita upp. Þetta hefur ekki verið svona í körfuboltanum í gegnum tíðina, fólk hefur ekki verið að mæta einum og hálfum tíma fyrir leik til að horfa á landsliðið í körfubolta. Nú erum við bara komnir á þennan stall, það er slegist um miða og uppselt.“ Fagnaðarlæti fyrir fullu húsi í leikslok.vísir / anton „Sýna barnabörnunum að afi hafi einu sinni verið góður“ „Ég veit ekki alveg hvernig á að lýsa þessu, ég er bara svo ógeðslega stoltur af liðinu og okkur öllum að hafa klárað þetta. Þetta er leikur sem við munum horfa á, aftur og aftur, sýna barnabörnunum að afi hafi einu sinni verið góður sko,“ sagði Martin einnig kátur í bragði. Heim að sofa Liðsfélagarnir voru byrjaðir að toga Martin inn í klefa þegar viðtalið var tekið, þá var ekki úr vegi að spyrja hvernig strákarnir ætluðu að fagna sigrinum. „Heim að sofa held ég bara“ sagði Martin og skellti upp úr. „Það verður eitthvað. Ég veit það ekki. Til í allt, það er svolítið mottóið í kvöld“ sagði Martin að lokum. Martin skoraði 23 stig í kvöld og mun væntanlega leggjast sáttur á koddann.vísir / anton brink Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira
Martin hefur afrekað ýmislegt á sínum ferli, unnið fjölda titla og einstaklingsverðlaun hérlendis og erlendis, en ekkert toppar afrekin með íslenska landsliðinu. „Þetta var þvílíkt gæsahúðarmóment. Þetta er stærra en að vinna einhverja titla.“ „Komnir á þennan stall“ Laugardalshöll var smekkfull í kvöld og studdi strákana okkar til sigurs. Martin sagði einmitt eftir tapið gegn Ungverjum í síðasta leik að það væri skemmtilega að gera þetta svoleiðis, tryggja sætið á EM hér heima með smekkfulla höll. „Fólk var mætt hérna áður en ég var mættur að hita upp. Þetta hefur ekki verið svona í körfuboltanum í gegnum tíðina, fólk hefur ekki verið að mæta einum og hálfum tíma fyrir leik til að horfa á landsliðið í körfubolta. Nú erum við bara komnir á þennan stall, það er slegist um miða og uppselt.“ Fagnaðarlæti fyrir fullu húsi í leikslok.vísir / anton „Sýna barnabörnunum að afi hafi einu sinni verið góður“ „Ég veit ekki alveg hvernig á að lýsa þessu, ég er bara svo ógeðslega stoltur af liðinu og okkur öllum að hafa klárað þetta. Þetta er leikur sem við munum horfa á, aftur og aftur, sýna barnabörnunum að afi hafi einu sinni verið góður sko,“ sagði Martin einnig kátur í bragði. Heim að sofa Liðsfélagarnir voru byrjaðir að toga Martin inn í klefa þegar viðtalið var tekið, þá var ekki úr vegi að spyrja hvernig strákarnir ætluðu að fagna sigrinum. „Heim að sofa held ég bara“ sagði Martin og skellti upp úr. „Það verður eitthvað. Ég veit það ekki. Til í allt, það er svolítið mottóið í kvöld“ sagði Martin að lokum. Martin skoraði 23 stig í kvöld og mun væntanlega leggjast sáttur á koddann.vísir / anton brink
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira