Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Jón Þór Stefánsson skrifar 23. febrúar 2025 11:38 Bergljót lenti í stympingum við annan ræningjann. Bergljót Þorsteinsdóttir lyfjafræðingur var við störf í Austurbæjar Apóteki í Kópavogi síðastliðinn föstudagsmorgun, milli tíu og ellefu, þegar tvímenningar, líklega karl og kona, ruddust inn með byssu og piparúða og ætluðu að fremja rán. „Ég var reyndar bara mjög slök. Ég var bara hissa. Þau voru bæði með mótorhjólahjálma, og hún var með byssu og mace,“ segir Bergljót í samtali við fréttastofu. „Ég lendi í stympingum við hana, því ég ætlaði að ná í neyðarhnappinn, en þau vildu ekki peninga, heldur bara ADHD-lyf. Ég tókst bara á við hana, stympaðist við hana, þó hún væri með byssu og mace. Ég veit að maður á ekki að gera það, en ég bara gerði það bara samt.“ Tvímenningarnir fóru tómhentir á brott á rafhlaupahjóli. Bergljótu tókst síðan að ná í neyðarhnappinn og tókst í kjölfarið að fæla ræningjana frá. „Þegar ég var búinn að ýta á hnappinn öskraði ég hátt og snjallt nokkrum sinnum: „Löggan er að koma! Löggan er að koma!“ Og þá ruku þau út,“ Parið fór af vettvangi á rafhlaupahjóli og hafði ekkert upp úr krafsinu. Að sögn Bergljótar er lögreglan með góða lýsingu á þeim. Þú segir að þú hafir verið alveg sultuslök. Hvernig tókst þér það í þessum óhugnanlegu aðstæðum? „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað. Ég var ekkert hrædd, en hinar samstarfskonur mínar voru alveg skíthræddar, voru alveg skjálfandi eftir á.“ Bergljót hefur rekið Austurbæjar Apótek síðan 2011, og verið apótekari mun lengur, eða í um þrjátíu ár. Hún segist ekki hafa lent í atviki líkt og þessu áður. Hún hefur sagt við starfsfólk sitt að það megi búast við því að lenda í svona löguðu á fimm til tíu ára fresti, en það hefur áður verið brotist inn, en þá var ekki um að ræða vopnað rán. Fréttin hefur verið uppfærð með myndbandinu sem má sjá hér fyrir neðan: Kópavogur Lögreglumál Lyf ADHD Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
„Ég var reyndar bara mjög slök. Ég var bara hissa. Þau voru bæði með mótorhjólahjálma, og hún var með byssu og mace,“ segir Bergljót í samtali við fréttastofu. „Ég lendi í stympingum við hana, því ég ætlaði að ná í neyðarhnappinn, en þau vildu ekki peninga, heldur bara ADHD-lyf. Ég tókst bara á við hana, stympaðist við hana, þó hún væri með byssu og mace. Ég veit að maður á ekki að gera það, en ég bara gerði það bara samt.“ Tvímenningarnir fóru tómhentir á brott á rafhlaupahjóli. Bergljótu tókst síðan að ná í neyðarhnappinn og tókst í kjölfarið að fæla ræningjana frá. „Þegar ég var búinn að ýta á hnappinn öskraði ég hátt og snjallt nokkrum sinnum: „Löggan er að koma! Löggan er að koma!“ Og þá ruku þau út,“ Parið fór af vettvangi á rafhlaupahjóli og hafði ekkert upp úr krafsinu. Að sögn Bergljótar er lögreglan með góða lýsingu á þeim. Þú segir að þú hafir verið alveg sultuslök. Hvernig tókst þér það í þessum óhugnanlegu aðstæðum? „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað. Ég var ekkert hrædd, en hinar samstarfskonur mínar voru alveg skíthræddar, voru alveg skjálfandi eftir á.“ Bergljót hefur rekið Austurbæjar Apótek síðan 2011, og verið apótekari mun lengur, eða í um þrjátíu ár. Hún segist ekki hafa lent í atviki líkt og þessu áður. Hún hefur sagt við starfsfólk sitt að það megi búast við því að lenda í svona löguðu á fimm til tíu ára fresti, en það hefur áður verið brotist inn, en þá var ekki um að ræða vopnað rán. Fréttin hefur verið uppfærð með myndbandinu sem má sjá hér fyrir neðan:
Kópavogur Lögreglumál Lyf ADHD Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent