Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar 23. febrúar 2025 11:31 Leikreglur stjórnmálanna hafa gjörbreyst á síðustu árum. Tími langra funda, dreifibréfa er liðinn. Pólitískir leiðtogar geta ekki lengur treyst á netkerfi flokksfélaga eða hefðbundna fjölmiðla. Kjósendur sækja upplýsingar annað en í blaðagreinar, sjónvarps- og útvarpsfréttir. Internetið, samfélagsmiðlar og streymisveitur hafa umbreytt stjórnmálastarfi og samskiptum við kjósendur. Stjórnmálamenn þurfa að bregðast hratt við fréttum, vera í stöðugu samtali við almenning á samfélagsmiðlum og nýta gögn, gervigreind og tæknilausnir til að greina viðhorf fólks og móta skilaboð. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill leiða Sjálfstæðisflokkinn inn í þennan nýja veruleika með því að endurskipuleggja starf flokksins, gera það aðgengilegra, sveigjanlegra og meira í takt við samtímann. Hún hefur sýnt óhrædd fram á breytingar á kerfum og talað skýrt fyrir mikilvægi þess að Sjálfstæðisflokkurinn sé engin undantekning. Pólitískar áherslur og framtíðarsýn Á fundum sínum um allt land hefur Áslaug Arna átt samtal við flokksmenn um pólitíska stefnu og framtíðarsýn sem hún hefur fyrir Sjálfstæðisflokkinn og starfsemi hans í öllum landshlutum. Það hefur hún í reynd átt allt síðasta kjörtímabil og hlustað á sjálfstæðismenn og boðið til samtals um hvar við getum gert betur. Það sem hefur vakið athygli mína er m.a: Styrking kjarnamálefna – Hún hefur lagt áherslu á að flokkurinn leiti aftur í grunngildin og leggi áherslu á þau málefni sem snerta fólk beint og skipta kjósendur raunverulegu máli. Áslaug Arna vill stækka Sjálfstæðisflokkinn og gefa samtali og rökræðu um pólitík innan flokksins aukið vægi og nýta þann styrkleika hans í opinberri umræðu. Öflugra samband við grasrótina – Auka samskipti við almenna flokksmenn og endurnýja talsambandið við almenning. Gera umbætur á skipulagi og umgjörð flokksstarfsins, þ.á.m starfi Valhallar, einfalda og straumlínulaga með að markmiði styðja við starfið um allt land og nýta betur kraftinn sem býr í sveitastjórnarfólkinu og flokksmönnum allstaðar. Virkjun málefnastarfs – Nota reynsluna og þekkinguna innan flokksins markvisst til að þróa stefnu og veita kjörnum fulltrúum betri stuðning og aðhald. Stjórnmálaskóli í nýrri mynd – Nútímavæða stjórnmálaskólann þannig að hann sé í takt við nýja tíma. Laða að ungt og áhugasamt fólk með framsæknum námskeiðum og leiðsögn í stjórnmálum og nýta stafræna tækni og miðlun. Auðvelda nýju fólki að ganga til liðs við flokkinn og taka þátt í starfinu með skipulögðum hætti. Taka vel á móti fólki og opna þannig dyrnar fyrir endurnýjun og öflugri Sjálfstæðisflokki. Öflugri talsmenn – Auðvelda stjórnarmönnum og lykilfólki um land allt að tala máli Sjálfstæðisflokksins og sjálfstæðisstefnunnar með betri gagnamiðlun og stuðningi við þá sem tala fyrir stefnu flokksins í opinberri umræðu um land allt. Áslaug er málsvari nýrra tíma en ekki hluti af gamalli valdaklíku Ein gagnrýnin á Áslaugu Örnu er að hún sé hluti af gömlu flokkskerfi. En ef hún væri það, væri hún þá að kalla eftir gagngerum breytingum á starfi flokksins? Væri hún að kalla eftir því að málefnastarfið væri virkara og veitti flokksmönnum og kjörnum fulltrúum skýrari stuðning? Væri hún að leggja áherslu á nýjar leiðir til að tala við kjósendur? Ef markmið hennar væri að halda í gömlu valdastrúktúrana, þá myndi hún einfaldlega fylgja þeim og bíða „síns tíma“ eins og margir hafa gert í íslenskri pólitík. En það er ekki hennar leið. Hún hefur sýnt að hún er tilbúin að taka pólitíska áhættu, hún þorir að leggja fram óþægilegar breytingar og hún stendur fyrir raunverulega uppstokkun á flokksstarfinu þar sem áhersla er lögð á að virkja og sameina Sjálfstæðismenn um allt land. Það er ekki hegðun manneskju sem er óhrædd við að umbylta því sem er staðnað og sækja fram. Framtíðarsýn og áskoranir Áslaug Arna bendir á að Sjálfstæðisflokkurinn standi frammi fyrir stórum áskorunum. Hún telur að tækifærin séu mikil, en að þau krefjist skýrra aðgerða og undirbúnings – annars sé hættan sú að flokkurinn mæti næstu kosningum illa undirbúinn. Með því að nýta tækifærin sem nú eru til staðar sé hægt að styrkja flokkinn og tryggja að hann sé í takt við samfélagið sem hann þjónar. Framboð Áslaugar Örnu boðar því ákveðna byltingu innan flokksins, þar sem áhersla er lögð á nútímavæðingu, virkari samtal við kjósendur og skýrari stefnumótun. Allt á grunni sjálfstæðisstefnunnar. Spurningin er hvort sjálfstæðismenn séu tilbúnir að taka slíkt skref og endurmóta flokkinn fyrir nýja tíma. Höfundur er framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanur Guðmundsson Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Leikreglur stjórnmálanna hafa gjörbreyst á síðustu árum. Tími langra funda, dreifibréfa er liðinn. Pólitískir leiðtogar geta ekki lengur treyst á netkerfi flokksfélaga eða hefðbundna fjölmiðla. Kjósendur sækja upplýsingar annað en í blaðagreinar, sjónvarps- og útvarpsfréttir. Internetið, samfélagsmiðlar og streymisveitur hafa umbreytt stjórnmálastarfi og samskiptum við kjósendur. Stjórnmálamenn þurfa að bregðast hratt við fréttum, vera í stöðugu samtali við almenning á samfélagsmiðlum og nýta gögn, gervigreind og tæknilausnir til að greina viðhorf fólks og móta skilaboð. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill leiða Sjálfstæðisflokkinn inn í þennan nýja veruleika með því að endurskipuleggja starf flokksins, gera það aðgengilegra, sveigjanlegra og meira í takt við samtímann. Hún hefur sýnt óhrædd fram á breytingar á kerfum og talað skýrt fyrir mikilvægi þess að Sjálfstæðisflokkurinn sé engin undantekning. Pólitískar áherslur og framtíðarsýn Á fundum sínum um allt land hefur Áslaug Arna átt samtal við flokksmenn um pólitíska stefnu og framtíðarsýn sem hún hefur fyrir Sjálfstæðisflokkinn og starfsemi hans í öllum landshlutum. Það hefur hún í reynd átt allt síðasta kjörtímabil og hlustað á sjálfstæðismenn og boðið til samtals um hvar við getum gert betur. Það sem hefur vakið athygli mína er m.a: Styrking kjarnamálefna – Hún hefur lagt áherslu á að flokkurinn leiti aftur í grunngildin og leggi áherslu á þau málefni sem snerta fólk beint og skipta kjósendur raunverulegu máli. Áslaug Arna vill stækka Sjálfstæðisflokkinn og gefa samtali og rökræðu um pólitík innan flokksins aukið vægi og nýta þann styrkleika hans í opinberri umræðu. Öflugra samband við grasrótina – Auka samskipti við almenna flokksmenn og endurnýja talsambandið við almenning. Gera umbætur á skipulagi og umgjörð flokksstarfsins, þ.á.m starfi Valhallar, einfalda og straumlínulaga með að markmiði styðja við starfið um allt land og nýta betur kraftinn sem býr í sveitastjórnarfólkinu og flokksmönnum allstaðar. Virkjun málefnastarfs – Nota reynsluna og þekkinguna innan flokksins markvisst til að þróa stefnu og veita kjörnum fulltrúum betri stuðning og aðhald. Stjórnmálaskóli í nýrri mynd – Nútímavæða stjórnmálaskólann þannig að hann sé í takt við nýja tíma. Laða að ungt og áhugasamt fólk með framsæknum námskeiðum og leiðsögn í stjórnmálum og nýta stafræna tækni og miðlun. Auðvelda nýju fólki að ganga til liðs við flokkinn og taka þátt í starfinu með skipulögðum hætti. Taka vel á móti fólki og opna þannig dyrnar fyrir endurnýjun og öflugri Sjálfstæðisflokki. Öflugri talsmenn – Auðvelda stjórnarmönnum og lykilfólki um land allt að tala máli Sjálfstæðisflokksins og sjálfstæðisstefnunnar með betri gagnamiðlun og stuðningi við þá sem tala fyrir stefnu flokksins í opinberri umræðu um land allt. Áslaug er málsvari nýrra tíma en ekki hluti af gamalli valdaklíku Ein gagnrýnin á Áslaugu Örnu er að hún sé hluti af gömlu flokkskerfi. En ef hún væri það, væri hún þá að kalla eftir gagngerum breytingum á starfi flokksins? Væri hún að kalla eftir því að málefnastarfið væri virkara og veitti flokksmönnum og kjörnum fulltrúum skýrari stuðning? Væri hún að leggja áherslu á nýjar leiðir til að tala við kjósendur? Ef markmið hennar væri að halda í gömlu valdastrúktúrana, þá myndi hún einfaldlega fylgja þeim og bíða „síns tíma“ eins og margir hafa gert í íslenskri pólitík. En það er ekki hennar leið. Hún hefur sýnt að hún er tilbúin að taka pólitíska áhættu, hún þorir að leggja fram óþægilegar breytingar og hún stendur fyrir raunverulega uppstokkun á flokksstarfinu þar sem áhersla er lögð á að virkja og sameina Sjálfstæðismenn um allt land. Það er ekki hegðun manneskju sem er óhrædd við að umbylta því sem er staðnað og sækja fram. Framtíðarsýn og áskoranir Áslaug Arna bendir á að Sjálfstæðisflokkurinn standi frammi fyrir stórum áskorunum. Hún telur að tækifærin séu mikil, en að þau krefjist skýrra aðgerða og undirbúnings – annars sé hættan sú að flokkurinn mæti næstu kosningum illa undirbúinn. Með því að nýta tækifærin sem nú eru til staðar sé hægt að styrkja flokkinn og tryggja að hann sé í takt við samfélagið sem hann þjónar. Framboð Áslaugar Örnu boðar því ákveðna byltingu innan flokksins, þar sem áhersla er lögð á nútímavæðingu, virkari samtal við kjósendur og skýrari stefnumótun. Allt á grunni sjálfstæðisstefnunnar. Spurningin er hvort sjálfstæðismenn séu tilbúnir að taka slíkt skref og endurmóta flokkinn fyrir nýja tíma. Höfundur er framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar