Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. febrúar 2025 12:21 Ása Berglind Hjálmarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir nauðsynlegt að aðdragandi lokunar annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar verði rannsakaður. Vísir Þingmaður Samfylkingarinnar hefur lagt til við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþngis að hún fari fram á stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Það sé með öllu óásættanlegt að flugbrautinni hafi verið lokað. „Það þarf að vera alveg skýrt að þetta ástand er algjörlega óviðunandi og ríkisstjórnin hefur talað mjög skýrt um að það þurfi að leysa úr því sem fyrst. Það er verið að vinna í því en svo er það þetta að skoða hvað varð til þess að þessi staða kom upp og það er mjög mikilvægt að leiða það fram,“ segir Ása Berglind Hjálmarsdóttir þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi og meðlimur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Áður hafði hópur stjórnarandstöðuliða lagt fram beiðni til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sambærilega skýrslu. Sakar Samgöngustofu um samskiptaleysi Einar Þorsteinsson fyrrverandi borgarstjóri hefur lýst því að hann hafi ekkert formlegt erindi fengið frá Samgöngustofu - áður en tilkynning um lokun flugbrautarinnar barst - um að fella þyrfti 1400 tré, sem er á svokölluðum hindranafríum aðflugsfleti austur-vestur flugbrautarinnar. Borgin hafi í haust fellt tré, sem mældust of há, og í kjölfarið hafi verið óskað eftir nýjum hæðarmælingum á trjánum. Þá hafi komið í ljós að fella þyrfti nokkur tré í viðbót og borgin fengið frest til þess sem hún sé að vinna eftir. Því hafi tilkynning Samgöngustofu um lokun brautarinnar komið á óvart. „Mér finnst full ástæða til að skoða þessi samskipti og þessa ákvörðun í ljósi þess að það var búið að leggja upp einhverja tímalínu, sem var verið að vinna með. Eins og komið hefur fram þá vaxa trén ekki á þessum árstíma þannig að það er eitthvað sem gerist sem kemur borgaryfirvöldum í opna skjöldu.“ Grafalvarlegt fyrir landsbyggðina Ýmislegt þurfi að leiða fram í málinu, sem megi ekki endurtaka sig. „Það er algert grundvallaratriði að þessi flugbraut sé opin - skiptir ótrúlega miklu máli fyrir fólk á landsbyggðinni og alveg sérstaklega þegar kemur að sjúkrafluginu. Það er algjörlega óviðunandi að þessi staða sé komin upp og við þurfum í fyrsta lagi að laga þessa stöðu sem allra fyrst, það er verið að vinna að því, og í öðru lagi komast að því af hverju þetta gerðist eins og þetta gerðist,“ segir Ása Berglind. „Næsta vika er kjördæmavika þannig að nefndirnar funda ekki þá en þetta verður tekið fyrir á fyrsta fundi, eftir rúma viku. Þá sjáum við betur hvernig ferill málsins verður.“ Draga þurfi fellda trjáboli úr skóginum Fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg að gert sé ráð fyrir að felling trjánna klárist um helgina. Næstu skref í verkefninu verði metin eftir helgi. Nauðsynlegt sé að draga fellda trjáboli og afsagaðar greinar út úr skóginum og í framhaldinu huga að verklagi við næsta áfanga verkefnisins. „Reykjavíkurborg er einnig að vinna með hugmyndir um hvernig nýta má viðinn sem fellur til en margar áhugaverðar tillögur eru til skoðunar. Þá er starfsfólk borgarinnar að vinna að áætlunum um gerð fallegra rjóða og lagningu stíga á svæðinu og sjá mörg tækifæri til að bæta enn frekar þetta vinsæla útivistarsvæði,“ segir í tilkynningunni. Samgöngustofa muni svo taka ákvörðun um hvenær sé rétt að opna aftur austur-vestur brautina Reykjavíkurflugvelli. Reykjavíkurflugvöllur Alþingi Samfylkingin Reykjavík Fréttir af flugi Ríkisendurskoðun Tengdar fréttir Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Tíu bæjar- og sveitarstjórar mótmæla lokun flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli og krefjast þess að hún verði opnuð strax auk þess að tré í Öskjuhlíð, sem skyggja á flugbrautina, verði felld. Þau segja að ekki sé um neitt „tilfinningaklám“ að ræða, líkt og Helga Vala Helgadóttir lögmaður sagði í Silfrinu á RÚV. 19. febrúar 2025 20:58 „Verður að skýrast í þessari viku“ Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík leggur fram hátt í tuttugu tillögur á borgarstjórnarfundi á morgun. Oddvitar þeirra flokka sem eru í meirihlutaviðræðum hafa farið fram á að fundurinn verði bjöllufundur sem hefur í för með sér að fundinum verður frestað. Forseti borgarstjórnar segir brýnt að niðurstaða náist í viðræðunum í þessari viku. 17. febrúar 2025 13:01 Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Vinna við að fella fjörutíu til fimmtíu tré í Öskjuhlíðinni hófst í dag. Vonast er til að með þessu verði hægt að opna flugbraut Reykjavíkurflugvallar aftur. Henni var lokað þar sem hæð trjánna þótti ógna öryggi flugfarþega. 11. febrúar 2025 14:36 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira
„Það þarf að vera alveg skýrt að þetta ástand er algjörlega óviðunandi og ríkisstjórnin hefur talað mjög skýrt um að það þurfi að leysa úr því sem fyrst. Það er verið að vinna í því en svo er það þetta að skoða hvað varð til þess að þessi staða kom upp og það er mjög mikilvægt að leiða það fram,“ segir Ása Berglind Hjálmarsdóttir þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi og meðlimur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Áður hafði hópur stjórnarandstöðuliða lagt fram beiðni til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sambærilega skýrslu. Sakar Samgöngustofu um samskiptaleysi Einar Þorsteinsson fyrrverandi borgarstjóri hefur lýst því að hann hafi ekkert formlegt erindi fengið frá Samgöngustofu - áður en tilkynning um lokun flugbrautarinnar barst - um að fella þyrfti 1400 tré, sem er á svokölluðum hindranafríum aðflugsfleti austur-vestur flugbrautarinnar. Borgin hafi í haust fellt tré, sem mældust of há, og í kjölfarið hafi verið óskað eftir nýjum hæðarmælingum á trjánum. Þá hafi komið í ljós að fella þyrfti nokkur tré í viðbót og borgin fengið frest til þess sem hún sé að vinna eftir. Því hafi tilkynning Samgöngustofu um lokun brautarinnar komið á óvart. „Mér finnst full ástæða til að skoða þessi samskipti og þessa ákvörðun í ljósi þess að það var búið að leggja upp einhverja tímalínu, sem var verið að vinna með. Eins og komið hefur fram þá vaxa trén ekki á þessum árstíma þannig að það er eitthvað sem gerist sem kemur borgaryfirvöldum í opna skjöldu.“ Grafalvarlegt fyrir landsbyggðina Ýmislegt þurfi að leiða fram í málinu, sem megi ekki endurtaka sig. „Það er algert grundvallaratriði að þessi flugbraut sé opin - skiptir ótrúlega miklu máli fyrir fólk á landsbyggðinni og alveg sérstaklega þegar kemur að sjúkrafluginu. Það er algjörlega óviðunandi að þessi staða sé komin upp og við þurfum í fyrsta lagi að laga þessa stöðu sem allra fyrst, það er verið að vinna að því, og í öðru lagi komast að því af hverju þetta gerðist eins og þetta gerðist,“ segir Ása Berglind. „Næsta vika er kjördæmavika þannig að nefndirnar funda ekki þá en þetta verður tekið fyrir á fyrsta fundi, eftir rúma viku. Þá sjáum við betur hvernig ferill málsins verður.“ Draga þurfi fellda trjáboli úr skóginum Fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg að gert sé ráð fyrir að felling trjánna klárist um helgina. Næstu skref í verkefninu verði metin eftir helgi. Nauðsynlegt sé að draga fellda trjáboli og afsagaðar greinar út úr skóginum og í framhaldinu huga að verklagi við næsta áfanga verkefnisins. „Reykjavíkurborg er einnig að vinna með hugmyndir um hvernig nýta má viðinn sem fellur til en margar áhugaverðar tillögur eru til skoðunar. Þá er starfsfólk borgarinnar að vinna að áætlunum um gerð fallegra rjóða og lagningu stíga á svæðinu og sjá mörg tækifæri til að bæta enn frekar þetta vinsæla útivistarsvæði,“ segir í tilkynningunni. Samgöngustofa muni svo taka ákvörðun um hvenær sé rétt að opna aftur austur-vestur brautina Reykjavíkurflugvelli.
Reykjavíkurflugvöllur Alþingi Samfylkingin Reykjavík Fréttir af flugi Ríkisendurskoðun Tengdar fréttir Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Tíu bæjar- og sveitarstjórar mótmæla lokun flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli og krefjast þess að hún verði opnuð strax auk þess að tré í Öskjuhlíð, sem skyggja á flugbrautina, verði felld. Þau segja að ekki sé um neitt „tilfinningaklám“ að ræða, líkt og Helga Vala Helgadóttir lögmaður sagði í Silfrinu á RÚV. 19. febrúar 2025 20:58 „Verður að skýrast í þessari viku“ Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík leggur fram hátt í tuttugu tillögur á borgarstjórnarfundi á morgun. Oddvitar þeirra flokka sem eru í meirihlutaviðræðum hafa farið fram á að fundurinn verði bjöllufundur sem hefur í för með sér að fundinum verður frestað. Forseti borgarstjórnar segir brýnt að niðurstaða náist í viðræðunum í þessari viku. 17. febrúar 2025 13:01 Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Vinna við að fella fjörutíu til fimmtíu tré í Öskjuhlíðinni hófst í dag. Vonast er til að með þessu verði hægt að opna flugbraut Reykjavíkurflugvallar aftur. Henni var lokað þar sem hæð trjánna þótti ógna öryggi flugfarþega. 11. febrúar 2025 14:36 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Tíu bæjar- og sveitarstjórar mótmæla lokun flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli og krefjast þess að hún verði opnuð strax auk þess að tré í Öskjuhlíð, sem skyggja á flugbrautina, verði felld. Þau segja að ekki sé um neitt „tilfinningaklám“ að ræða, líkt og Helga Vala Helgadóttir lögmaður sagði í Silfrinu á RÚV. 19. febrúar 2025 20:58
„Verður að skýrast í þessari viku“ Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík leggur fram hátt í tuttugu tillögur á borgarstjórnarfundi á morgun. Oddvitar þeirra flokka sem eru í meirihlutaviðræðum hafa farið fram á að fundurinn verði bjöllufundur sem hefur í för með sér að fundinum verður frestað. Forseti borgarstjórnar segir brýnt að niðurstaða náist í viðræðunum í þessari viku. 17. febrúar 2025 13:01
Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Vinna við að fella fjörutíu til fimmtíu tré í Öskjuhlíðinni hófst í dag. Vonast er til að með þessu verði hægt að opna flugbraut Reykjavíkurflugvallar aftur. Henni var lokað þar sem hæð trjánna þótti ógna öryggi flugfarþega. 11. febrúar 2025 14:36